Sport

„Ef UFC ætlar ekki að refsa mönnum meira þá veit maður ekki hvar þetta endar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pétur hefur áhyggjur.
Pétur hefur áhyggjur. vísir/skjáskot
Um fátt annað er rætt meðal áhugamanna um blandaðar bardagalistir en uppákoman sem varð í Las Vegas aðfaranótt sunnudags.

Khabib er væntanlega á leiðinni í tólf mánaða bann. Hann gæti einnið fengið sekt og sviptur titlinum sem hann varði á laugardag.

Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA-frétta og einn helsti spekingur Stöðvar 2 Sports, hefur áhyggjur af íþróttinni og segir afleiðingarnar fyrir fíflalæti engar.

„Það eru engar afleiðingar af því sem menn gera. Conor kastar trillu í gegnum rútu og hann fær enga refsingu frá UFC. Hann hélt stærsta samningi fyrr og síðar og besta kvöldinu þrátt fyrir að hafa meitt aðra bardagamenn,” sagði Pétur.

„Maður veltir fyrir sér hvað UFC ætlar að gera. Ef UFC ætlar ekki að refsa mönnum meira þá veit maður ekki hvar þetta endar.”

„Þetta virðist vekja mesta athygli; öll neikvæði og skítkast. Það veit enginn hver Robert Whittaker er. Einn besti bardagamaður í heimi og heiðursmaður en segir ekki neitt.”

„Það vekur ekki athygli og það er enginn að pæla í því hvað hann er að gera. Eftir þennan bardaga mun Khabib vera enn stærra nafn. Það er sorgleg staðreynd,” sagði Pétur.

Innslagið má sjá hér að neðan.

MMA

Tengdar fréttir

Sjáðu glóðaraugað sem Khabib gaf Conor

Conor McGregor tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í aðalbardaga UFC 229 um helgina. Hann skartar vænlegu glóðarauga eftir bardagann á fyrstu myndinni sem sést hefur af kappanum eftir bardagann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×