Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Sveinn Arnarsson skrifar 9. október 2018 06:30 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mun freista þess að höggva á þann hnút sem kominn er á málefni laxeldisfyrirtækja. Fréttablaðið/Ernir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mun í dag leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtæki í laxeldi á Vestfjörðum, Fjarðalax og Arctic Fish, geti haldið áfram starfsemi þrátt fyrir úrskurði og afturköllun starfsleyfa fyrirtækjanna. Í frumvarpi Kristjáns Þórs kemur fram að ráðherra sé heimilt, að undangenginni umsögn Matvælastofnunar, að veita fyrirtækjum í laxeldi bráðabirgðaleyfi, til allt að tíu mánaða. „Þetta eru mál sem snerta sjávarútvegsráðherra. Það sem snýr að mér hefur með starfsleyfi að gera á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þar er alveg ljóst að fyrirtækin geta sótt um undanþágu frá starfsleyfinu og það var ekki rætt á ríkisstjórnarfundi.“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra þegar hann gekk af ríkisstjórnarfundi í gær. Hann sagði enn fremur að hann hefði ekki fengið inn á sitt borð umsókn fyrirtækjanna um undanþágu en ef til þess kæmi myndi hann taka málið til meðferðar. Fundur var haldinn í gær með Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og laxeldisfyrirtækjunum tveimur. Sigrún Ágústsdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði friðlýsinga og starfsleyfa, segir að á fundinum hafi verið rædd tillaga um hvernig væri hægt að bæta úr þeim annmarka sem fjallað er um í úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Ný leyfi fyrirtækjanna tveggja eru fallin úr gildi en eldri leyfi þeirra fyrir minna umfangi eru enn í gildi samkvæmt okkar skilningi. Það sé því enn hægt að nýta þau leyfi að okkar mati,“ segir Sigrún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru fulltrúar Arctic Fish kallaðir á fund viðskiptabanka síns þegar rekstrarleyfi þeirra hafði verið afturkallað og gerð grein fyrir því að afturköllun á rekstrarleyfi gæti þýtt riftun á lánasamningum við félagið. Hins vegar hafi fréttir síðustu daga um inngrip stjórnvalda róað viðskiptabankann. Litlu hafi þó mátt muna á tímabili. Halla Signý Kristjánsdóttir, annar varaformaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, segir að gjaldþrot fyrirtækjanna hafi komið til tals. „Þetta er dagaspursmál því þeir sjá stefnuleysið í málaflokknum og vandræðaganginn og hafa kallað fyrirtækin að borðinu og viljað fá svör,“ segir Halla Signý. „Fyrirtækin hafa sagt atvinnuveganefnd þetta og ég sem þingmaður kjördæmisins hef verið fyrir vestan og hef verið að heyra þetta.“Vill laxveiðirétthafa á fund Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segist ekki hafa séð frumvarp sjávarútvegsráðherra. „En ég óskaði eftir því á sunnudag að umhverfisverndarsinnar og laxveiðirétthafar komi á fund umhverfis- og samgöngunefndar í vikunni, enda nauðsynlegt að við fáum að heyra þeirra sjónarmið í nefndinni,“ segir Rósa. Aðspurð segir Rósa að enn sem komið er hafi engar undirtektir verið við þá beiðni, hvorki frá stjórnarliðum né stjórnarandstöðu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mun í dag leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtæki í laxeldi á Vestfjörðum, Fjarðalax og Arctic Fish, geti haldið áfram starfsemi þrátt fyrir úrskurði og afturköllun starfsleyfa fyrirtækjanna. Í frumvarpi Kristjáns Þórs kemur fram að ráðherra sé heimilt, að undangenginni umsögn Matvælastofnunar, að veita fyrirtækjum í laxeldi bráðabirgðaleyfi, til allt að tíu mánaða. „Þetta eru mál sem snerta sjávarútvegsráðherra. Það sem snýr að mér hefur með starfsleyfi að gera á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þar er alveg ljóst að fyrirtækin geta sótt um undanþágu frá starfsleyfinu og það var ekki rætt á ríkisstjórnarfundi.“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra þegar hann gekk af ríkisstjórnarfundi í gær. Hann sagði enn fremur að hann hefði ekki fengið inn á sitt borð umsókn fyrirtækjanna um undanþágu en ef til þess kæmi myndi hann taka málið til meðferðar. Fundur var haldinn í gær með Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og laxeldisfyrirtækjunum tveimur. Sigrún Ágústsdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði friðlýsinga og starfsleyfa, segir að á fundinum hafi verið rædd tillaga um hvernig væri hægt að bæta úr þeim annmarka sem fjallað er um í úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Ný leyfi fyrirtækjanna tveggja eru fallin úr gildi en eldri leyfi þeirra fyrir minna umfangi eru enn í gildi samkvæmt okkar skilningi. Það sé því enn hægt að nýta þau leyfi að okkar mati,“ segir Sigrún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru fulltrúar Arctic Fish kallaðir á fund viðskiptabanka síns þegar rekstrarleyfi þeirra hafði verið afturkallað og gerð grein fyrir því að afturköllun á rekstrarleyfi gæti þýtt riftun á lánasamningum við félagið. Hins vegar hafi fréttir síðustu daga um inngrip stjórnvalda róað viðskiptabankann. Litlu hafi þó mátt muna á tímabili. Halla Signý Kristjánsdóttir, annar varaformaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, segir að gjaldþrot fyrirtækjanna hafi komið til tals. „Þetta er dagaspursmál því þeir sjá stefnuleysið í málaflokknum og vandræðaganginn og hafa kallað fyrirtækin að borðinu og viljað fá svör,“ segir Halla Signý. „Fyrirtækin hafa sagt atvinnuveganefnd þetta og ég sem þingmaður kjördæmisins hef verið fyrir vestan og hef verið að heyra þetta.“Vill laxveiðirétthafa á fund Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segist ekki hafa séð frumvarp sjávarútvegsráðherra. „En ég óskaði eftir því á sunnudag að umhverfisverndarsinnar og laxveiðirétthafar komi á fund umhverfis- og samgöngunefndar í vikunni, enda nauðsynlegt að við fáum að heyra þeirra sjónarmið í nefndinni,“ segir Rósa. Aðspurð segir Rósa að enn sem komið er hafi engar undirtektir verið við þá beiðni, hvorki frá stjórnarliðum né stjórnarandstöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00