Bæjarfulltrúi óskar eftir svörum vegna brottrekstrar ungrar konu Sylvía Hall skrifar 30. september 2018 12:16 Tillaga meirihlutans um sumaropnun leikskóla var samþykkt með 22 atkvæðum. Vísir/Vilhelm Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og óháðra í Mosfellsbæ, hefur óskað eftir svörum um mál ungrar konu sem var vikið úr starfi á leikskóla í Mosfellsbæ. Konan, sem er 21 árs, hafði verið fundin sek um að hafa keypt kannabisefni þegar hún var 18 ára gömul. Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni á föstudag. Þar segir hann konuna hafa verið kallaða á skyndifund eftir að hafa skilað inn sakavottorði þar sem brot hennar hafi komið fram en um var að ræða kaup á nokkrum grömmum af efninu til eigin nota. Konan hafi síðan verið beðin um að yfirgefa vinnustaðinn tafarlaust. Í færslunni segir Reynir jafnframt að stúlkan sé á öðrum stað í dag, verandi ung móðir. Uppsögnin hafi því verið mikið reiðarslag. „Hún var rekin með skömm og hélt heimleiðis niðurbrotin. Umrædd kaup á kannabis áttu sér stað þegar stúlkan var 18 ára. Síðan er hún búin að eignast barn og líf hennar snýst um að framfleyta sér og barninu.“Á ekki að refsa fólki fyrir glappaskot í bernsku Í bréfi til bæjarstjóra og mannauðsstjóra Mosfellsbæjar segir Sveinn Óskar það vekja athygli að konan hafi starfað þar í tæplega tvo mánuði áður en að hafa verið sagt upp störfum þegar umrætt brot var ljóst á sakaskrá. Þá spyr hann hvort kallað sé eftir sakavottorðum annarra starfsmanna bæjarfélagsins með reglubundnum hætti og viðkomandi látinn sæta „síðbúnum refsingum“ líkt og í þessu tilviki. „Rétt er að gæta að því að margir bæta ráð sitt bæði hvað varðar vín og reykingar af ýmsu tagi þegar ungdómsárum sleppir. Má þar m.a. nefna fulltrúa frá Marítafræðslunni sem lengi vel hafa unnið afar göfuga vinnu við að upplýsa foreldra og börn um skaðsemi fíkniefna innan veggja skóla Mosfellsbæjar. Fólk, sem hefur í bernsku gert glappaskot, á ekki að sæta síðbúnum refsingum fyrir slíkt,“ skrifar Sveinn Óskar. Þá fer hann jafnframt fram á að uppsagnarferlið verði reifað á næsta fundi bæjarráðs og gert grein fyrir ákvörðuninni. Hann segist óska eftir skýringum á málinu og segir það nauðsynlegt að þær verði rökstuddar í ljósi þess hve alvarlegur hlutur uppsögn er.Ekki náðist í Svein Óskar við vinnslu fréttarinnar. Mosfellsbær Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og óháðra í Mosfellsbæ, hefur óskað eftir svörum um mál ungrar konu sem var vikið úr starfi á leikskóla í Mosfellsbæ. Konan, sem er 21 árs, hafði verið fundin sek um að hafa keypt kannabisefni þegar hún var 18 ára gömul. Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni á föstudag. Þar segir hann konuna hafa verið kallaða á skyndifund eftir að hafa skilað inn sakavottorði þar sem brot hennar hafi komið fram en um var að ræða kaup á nokkrum grömmum af efninu til eigin nota. Konan hafi síðan verið beðin um að yfirgefa vinnustaðinn tafarlaust. Í færslunni segir Reynir jafnframt að stúlkan sé á öðrum stað í dag, verandi ung móðir. Uppsögnin hafi því verið mikið reiðarslag. „Hún var rekin með skömm og hélt heimleiðis niðurbrotin. Umrædd kaup á kannabis áttu sér stað þegar stúlkan var 18 ára. Síðan er hún búin að eignast barn og líf hennar snýst um að framfleyta sér og barninu.“Á ekki að refsa fólki fyrir glappaskot í bernsku Í bréfi til bæjarstjóra og mannauðsstjóra Mosfellsbæjar segir Sveinn Óskar það vekja athygli að konan hafi starfað þar í tæplega tvo mánuði áður en að hafa verið sagt upp störfum þegar umrætt brot var ljóst á sakaskrá. Þá spyr hann hvort kallað sé eftir sakavottorðum annarra starfsmanna bæjarfélagsins með reglubundnum hætti og viðkomandi látinn sæta „síðbúnum refsingum“ líkt og í þessu tilviki. „Rétt er að gæta að því að margir bæta ráð sitt bæði hvað varðar vín og reykingar af ýmsu tagi þegar ungdómsárum sleppir. Má þar m.a. nefna fulltrúa frá Marítafræðslunni sem lengi vel hafa unnið afar göfuga vinnu við að upplýsa foreldra og börn um skaðsemi fíkniefna innan veggja skóla Mosfellsbæjar. Fólk, sem hefur í bernsku gert glappaskot, á ekki að sæta síðbúnum refsingum fyrir slíkt,“ skrifar Sveinn Óskar. Þá fer hann jafnframt fram á að uppsagnarferlið verði reifað á næsta fundi bæjarráðs og gert grein fyrir ákvörðuninni. Hann segist óska eftir skýringum á málinu og segir það nauðsynlegt að þær verði rökstuddar í ljósi þess hve alvarlegur hlutur uppsögn er.Ekki náðist í Svein Óskar við vinnslu fréttarinnar.
Mosfellsbær Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira