Póstnúmer heimsins Guðrún Vilmundardóttir skrifar 20. september 2018 08:00 Börnin mín eru bæði flutt að heiman. Það væri kannski ekki í frásögur færandi, nema þau eru bara 18 og 21 – og flutt til Danmerkur og Japan. Ég kýs að líta svo á að tvö sjónarmið blasi við. Hið fyrra: Ég hef verið svo agaleg móðir að þau fara eins langt og þau treysta sér til, við fyrsta tækifæri. Hitt sjónarmiðið, sem mér finnst öllu líklegra, og óneitanlega skemmtilegra að halla mér að, er að uppeldið hafi tekist svona vel. Ég hef talað fyrir því að skoða heiminn. Og að ein besta leiðin til þess sé að mennta sig erlendis. Ég hefi talað fyrir fleiru. Einsog að setja í vélina, ganga frá skónum í þar til gerða skóhillu, láta vita með hæfilegum fyrirvara hvort maður verði í mat. Sumt virðist hafa náð betur í gegn en annað. Kaupmannahöfn þekki ég þokkalega. Var lykilstarfsmaður hjá Postvæsenet sumarlangt. Á háskólaárum í Frakklandi og Belgíu gerði ég það að leik mínum að spyrja Dani sem ég hitti hvaðan þeir væru. Hvidovre? Póstnúmer 2560! Þeir vissu ekki betur en að ég hefði alla Evrópu póstnúmeraða á takteinum og vakti það ákveðna lukku. Japan er mér ókannað land og bögglaðist það fyrir móðurhjartanu. En í vikunni bar ég gæfu til að hitta Kyoto-farann á göngu í Garðastrætinu, með skólabróður sem var nýkominn heim frá Japan. „Og hér ert þú kominn aftur,“ kallaði ég glöð upp yfir mig og hef sjaldan orðið jafn fegin að sjá nokkurn mann, þó þetta væri í fyrsta sinni sem við hittumst. „Heill á húfi!“ „Ekki nóg með það,“ svaraði hann að bragði, „heldur miklu betri en þegar ég fór.“ Þess er óskandi að allir landkönnuðir okkar vilji koma heim aftur. Betri en þeir fóru. Og spássera eftir Garðastrætinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Börnin mín eru bæði flutt að heiman. Það væri kannski ekki í frásögur færandi, nema þau eru bara 18 og 21 – og flutt til Danmerkur og Japan. Ég kýs að líta svo á að tvö sjónarmið blasi við. Hið fyrra: Ég hef verið svo agaleg móðir að þau fara eins langt og þau treysta sér til, við fyrsta tækifæri. Hitt sjónarmiðið, sem mér finnst öllu líklegra, og óneitanlega skemmtilegra að halla mér að, er að uppeldið hafi tekist svona vel. Ég hef talað fyrir því að skoða heiminn. Og að ein besta leiðin til þess sé að mennta sig erlendis. Ég hefi talað fyrir fleiru. Einsog að setja í vélina, ganga frá skónum í þar til gerða skóhillu, láta vita með hæfilegum fyrirvara hvort maður verði í mat. Sumt virðist hafa náð betur í gegn en annað. Kaupmannahöfn þekki ég þokkalega. Var lykilstarfsmaður hjá Postvæsenet sumarlangt. Á háskólaárum í Frakklandi og Belgíu gerði ég það að leik mínum að spyrja Dani sem ég hitti hvaðan þeir væru. Hvidovre? Póstnúmer 2560! Þeir vissu ekki betur en að ég hefði alla Evrópu póstnúmeraða á takteinum og vakti það ákveðna lukku. Japan er mér ókannað land og bögglaðist það fyrir móðurhjartanu. En í vikunni bar ég gæfu til að hitta Kyoto-farann á göngu í Garðastrætinu, með skólabróður sem var nýkominn heim frá Japan. „Og hér ert þú kominn aftur,“ kallaði ég glöð upp yfir mig og hef sjaldan orðið jafn fegin að sjá nokkurn mann, þó þetta væri í fyrsta sinni sem við hittumst. „Heill á húfi!“ „Ekki nóg með það,“ svaraði hann að bragði, „heldur miklu betri en þegar ég fór.“ Þess er óskandi að allir landkönnuðir okkar vilji koma heim aftur. Betri en þeir fóru. Og spássera eftir Garðastrætinu.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun