Stærsta baráttumálið Gunnar Einarsson skrifar 20. september 2018 08:00 Sveitarfélögin í landinu verða að vera nægjanlega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum og stjórnsýslu en með stærri og öflugri sveitarfélögum skapast svigrúm til að lækka stjórnsýslukostnað á íbúa og auka skilvirkni. Efling sveitarstjórnarstigsins er því eitt stærsta byggðabaráttumál okkar tíma. Þjónusta við íbúa þarf að vera góð og hagræðing í rekstri býr til aukin tækifæri til að veita hana. Þó þarf að forðast þvingaðar sameiningar sem þykja ekki ákjósanlegur kostur og skoða þarf vel með hvaða hætti hægt er að bæta regluverk Jöfnunarsjóðs svo hann verði hvatning til sameininga. Landshlutasamtökin þurfa líka að vera öflug, sinna hagsmunagæslu íbúa og vinna að auknu samstarfi sveitarfélaganna. Við þurfum að fá fleiri verkefni til sveitarfélaga þar sem þau eru mun betur til þess fallin að veita nærþjónustu en ríkið. En fjármagnið verður að fylgja þeim verkefnum því það dregur úr krafti sveitarfélaga að taka við verkefnum sem ekki fylgir nægt fjármagn. Efla þarf formlegt samstarf ríkis og sveitarfélaga og efla gagnkvæman skilning á viðfangsefnunum. Hugsa þarf um landsbyggðina og höfuðborgina sem eitt svæði en það veikir stöðu sveitarfélaga gegn ríkinu ef gjá myndast þar á milli. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður allt frá 1874 þegar Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Sveitarfélögin eru handhafar framkvæmdarvaldsins, gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki og eru það stjórnvald sem er næst íbúum landsins. Að efla sveitarfélögin í landinu hefur sjaldan verið eins mikilvægt og ef ég næ kjöri sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, mun ég leggja mig hart fram til að ná okkar sameiginlegu markmiðum. Mér þykir afar vænt um uppbyggileg samtöl sem ég hef átt á síðustu dögum við flestalla fulltrúa landsþings sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri 26.-28. september nk. Sambandið er sameiginlegur málsvari sveitarfélaga og á að vinna að hagsmunamálum þeirra allra. Ég vil leiða það starf og hlakka mikið til að takast á við komandi verkefni, fái ég tækifæri til.Höfundur býður sig fram sem formann Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin í landinu verða að vera nægjanlega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum og stjórnsýslu en með stærri og öflugri sveitarfélögum skapast svigrúm til að lækka stjórnsýslukostnað á íbúa og auka skilvirkni. Efling sveitarstjórnarstigsins er því eitt stærsta byggðabaráttumál okkar tíma. Þjónusta við íbúa þarf að vera góð og hagræðing í rekstri býr til aukin tækifæri til að veita hana. Þó þarf að forðast þvingaðar sameiningar sem þykja ekki ákjósanlegur kostur og skoða þarf vel með hvaða hætti hægt er að bæta regluverk Jöfnunarsjóðs svo hann verði hvatning til sameininga. Landshlutasamtökin þurfa líka að vera öflug, sinna hagsmunagæslu íbúa og vinna að auknu samstarfi sveitarfélaganna. Við þurfum að fá fleiri verkefni til sveitarfélaga þar sem þau eru mun betur til þess fallin að veita nærþjónustu en ríkið. En fjármagnið verður að fylgja þeim verkefnum því það dregur úr krafti sveitarfélaga að taka við verkefnum sem ekki fylgir nægt fjármagn. Efla þarf formlegt samstarf ríkis og sveitarfélaga og efla gagnkvæman skilning á viðfangsefnunum. Hugsa þarf um landsbyggðina og höfuðborgina sem eitt svæði en það veikir stöðu sveitarfélaga gegn ríkinu ef gjá myndast þar á milli. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður allt frá 1874 þegar Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Sveitarfélögin eru handhafar framkvæmdarvaldsins, gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki og eru það stjórnvald sem er næst íbúum landsins. Að efla sveitarfélögin í landinu hefur sjaldan verið eins mikilvægt og ef ég næ kjöri sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, mun ég leggja mig hart fram til að ná okkar sameiginlegu markmiðum. Mér þykir afar vænt um uppbyggileg samtöl sem ég hef átt á síðustu dögum við flestalla fulltrúa landsþings sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri 26.-28. september nk. Sambandið er sameiginlegur málsvari sveitarfélaga og á að vinna að hagsmunamálum þeirra allra. Ég vil leiða það starf og hlakka mikið til að takast á við komandi verkefni, fái ég tækifæri til.Höfundur býður sig fram sem formann Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar