Stærsta baráttumálið Gunnar Einarsson skrifar 20. september 2018 08:00 Sveitarfélögin í landinu verða að vera nægjanlega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum og stjórnsýslu en með stærri og öflugri sveitarfélögum skapast svigrúm til að lækka stjórnsýslukostnað á íbúa og auka skilvirkni. Efling sveitarstjórnarstigsins er því eitt stærsta byggðabaráttumál okkar tíma. Þjónusta við íbúa þarf að vera góð og hagræðing í rekstri býr til aukin tækifæri til að veita hana. Þó þarf að forðast þvingaðar sameiningar sem þykja ekki ákjósanlegur kostur og skoða þarf vel með hvaða hætti hægt er að bæta regluverk Jöfnunarsjóðs svo hann verði hvatning til sameininga. Landshlutasamtökin þurfa líka að vera öflug, sinna hagsmunagæslu íbúa og vinna að auknu samstarfi sveitarfélaganna. Við þurfum að fá fleiri verkefni til sveitarfélaga þar sem þau eru mun betur til þess fallin að veita nærþjónustu en ríkið. En fjármagnið verður að fylgja þeim verkefnum því það dregur úr krafti sveitarfélaga að taka við verkefnum sem ekki fylgir nægt fjármagn. Efla þarf formlegt samstarf ríkis og sveitarfélaga og efla gagnkvæman skilning á viðfangsefnunum. Hugsa þarf um landsbyggðina og höfuðborgina sem eitt svæði en það veikir stöðu sveitarfélaga gegn ríkinu ef gjá myndast þar á milli. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður allt frá 1874 þegar Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Sveitarfélögin eru handhafar framkvæmdarvaldsins, gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki og eru það stjórnvald sem er næst íbúum landsins. Að efla sveitarfélögin í landinu hefur sjaldan verið eins mikilvægt og ef ég næ kjöri sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, mun ég leggja mig hart fram til að ná okkar sameiginlegu markmiðum. Mér þykir afar vænt um uppbyggileg samtöl sem ég hef átt á síðustu dögum við flestalla fulltrúa landsþings sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri 26.-28. september nk. Sambandið er sameiginlegur málsvari sveitarfélaga og á að vinna að hagsmunamálum þeirra allra. Ég vil leiða það starf og hlakka mikið til að takast á við komandi verkefni, fái ég tækifæri til.Höfundur býður sig fram sem formann Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin í landinu verða að vera nægjanlega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum og stjórnsýslu en með stærri og öflugri sveitarfélögum skapast svigrúm til að lækka stjórnsýslukostnað á íbúa og auka skilvirkni. Efling sveitarstjórnarstigsins er því eitt stærsta byggðabaráttumál okkar tíma. Þjónusta við íbúa þarf að vera góð og hagræðing í rekstri býr til aukin tækifæri til að veita hana. Þó þarf að forðast þvingaðar sameiningar sem þykja ekki ákjósanlegur kostur og skoða þarf vel með hvaða hætti hægt er að bæta regluverk Jöfnunarsjóðs svo hann verði hvatning til sameininga. Landshlutasamtökin þurfa líka að vera öflug, sinna hagsmunagæslu íbúa og vinna að auknu samstarfi sveitarfélaganna. Við þurfum að fá fleiri verkefni til sveitarfélaga þar sem þau eru mun betur til þess fallin að veita nærþjónustu en ríkið. En fjármagnið verður að fylgja þeim verkefnum því það dregur úr krafti sveitarfélaga að taka við verkefnum sem ekki fylgir nægt fjármagn. Efla þarf formlegt samstarf ríkis og sveitarfélaga og efla gagnkvæman skilning á viðfangsefnunum. Hugsa þarf um landsbyggðina og höfuðborgina sem eitt svæði en það veikir stöðu sveitarfélaga gegn ríkinu ef gjá myndast þar á milli. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður allt frá 1874 þegar Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Sveitarfélögin eru handhafar framkvæmdarvaldsins, gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki og eru það stjórnvald sem er næst íbúum landsins. Að efla sveitarfélögin í landinu hefur sjaldan verið eins mikilvægt og ef ég næ kjöri sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, mun ég leggja mig hart fram til að ná okkar sameiginlegu markmiðum. Mér þykir afar vænt um uppbyggileg samtöl sem ég hef átt á síðustu dögum við flestalla fulltrúa landsþings sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri 26.-28. september nk. Sambandið er sameiginlegur málsvari sveitarfélaga og á að vinna að hagsmunamálum þeirra allra. Ég vil leiða það starf og hlakka mikið til að takast á við komandi verkefni, fái ég tækifæri til.Höfundur býður sig fram sem formann Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun