Innlent

Bótaskerðingar ræddar í nefnd

Sveinn Arnarson skrifar
Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helgadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk umboðsmann Alþingis og fulltrúa velferðarráðuneytisins á fund sinn í gær til að ræða skerðingar á lífeyrisgreiðslum öryrkja vegna fyrri búsetu erlendis.

Samkvæmt nýlegu áliti umboðsmanns hefur verklag Tryggingastofnunar við útreikning á bótarétti ekki verið í samræmi við lög og reglur.

„Ég hef áhyggjur af því, eins og umboðsmaður hefur verið að benda á í sínum ársskýrslum, að það sé tilhneiging í kerfinu að láta á hlutina reyna. Borgararnir þurfi þannig að leita réttar síns með tilheyrandi kostnaði,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×