Nafnafrumvarp opnar á tákn, tölur og rúnir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2018 06:00 Frumvarpið hlaut góðar undirtektir meðal þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðum. Vísir/getty Fyrsta umræða um frumvarp til nýrra mannanafnalaga fór fram á Alþingi í gær. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið opnar það heimildir til nafngiftar upp á gátt að því undanskildu að skylt er að bera að minnsta kosti eiginnafn og vera kennt til foreldris eða foreldra. Frumvarpið er lagt fram af þingflokki Viðreisnar, Guðjóni S. Brjánssyni, Samfylkingu, og Píratanum Birni Leví Gunnarssyni. Það stefnir að því að mannanafnanefnd skuli lögð niður, nafn þarf ekki að taka íslenska eignarfallsendingu og þá er það ekki lengur skylda að nafn sé í samræmi við íslenskt málkerfi. Þá verður hverjum sem er heimilt að taka upp það ættarnafn sem honum sýnist. Nær sambærilegt frumvarp var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Nokkrar breytingar voru gerðar á texta frumvarpsins milli framlagninga og tóku þær flestar mið af athugasemdum við hið eldra. Meðal þess sem bent var á þá var að það sé ekki skylda samkvæmt því að nafn einstaklings sé ritað með latneska stafrófinu. Með öðrum orðum þá er opnað á þann möguleika að nafn samanstandi af grísku eða kyrillísku letri í heild eða að hluta og hið sama gildir um tölustafi, rúnir eða ýmis tákn. „Í raun og veru leggur frumvarpið engar skorður við nafngiftinni sem slíkri. Í sjálfu sér var það með ráðum gert að opna þetta upp á gátt en fela allsherjar- og menntamálanefnd að meta hvort ástæða væri til að nafn þyrfti að vera ritanlegt með latnesku letri,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður málsins. Í gegnum tíðina hefur verið rætt um hvort ættarnöfn skuli leyfð eður ei. Tillagan leyfir upptöku nýrra ættarnafna og gott betur. Samkvæmt frumvarpinu verður einstaklingi mögulegt að taka upp það ættarnafn er honum sýnist óháð því hvort það hafi verið eyrnamerkt annarri ætt hingað til. „Ættarnöfn njóta engrar sérstakrar verndar samkvæmt frumvarpinu. Það er samkvæmt erlendri fyrirmynd en þar er fjöldinn allur af óskyldum einstaklingum með sama ættarnafn. Ég sé ekki ástæðu til þess að einhver eignarréttur sé á nöfnum,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið hlaut góðar undirtektir meðal þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðum að Sjálfstæðismanninum Brynjari Níelssyni undanskildum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mannanöfn Tengdar fréttir Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Guðrún Kvaran segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar "úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ 6. mars 2018 15:20 Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vildi og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. 23. janúar 2018 13:57 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Fyrsta umræða um frumvarp til nýrra mannanafnalaga fór fram á Alþingi í gær. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið opnar það heimildir til nafngiftar upp á gátt að því undanskildu að skylt er að bera að minnsta kosti eiginnafn og vera kennt til foreldris eða foreldra. Frumvarpið er lagt fram af þingflokki Viðreisnar, Guðjóni S. Brjánssyni, Samfylkingu, og Píratanum Birni Leví Gunnarssyni. Það stefnir að því að mannanafnanefnd skuli lögð niður, nafn þarf ekki að taka íslenska eignarfallsendingu og þá er það ekki lengur skylda að nafn sé í samræmi við íslenskt málkerfi. Þá verður hverjum sem er heimilt að taka upp það ættarnafn sem honum sýnist. Nær sambærilegt frumvarp var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Nokkrar breytingar voru gerðar á texta frumvarpsins milli framlagninga og tóku þær flestar mið af athugasemdum við hið eldra. Meðal þess sem bent var á þá var að það sé ekki skylda samkvæmt því að nafn einstaklings sé ritað með latneska stafrófinu. Með öðrum orðum þá er opnað á þann möguleika að nafn samanstandi af grísku eða kyrillísku letri í heild eða að hluta og hið sama gildir um tölustafi, rúnir eða ýmis tákn. „Í raun og veru leggur frumvarpið engar skorður við nafngiftinni sem slíkri. Í sjálfu sér var það með ráðum gert að opna þetta upp á gátt en fela allsherjar- og menntamálanefnd að meta hvort ástæða væri til að nafn þyrfti að vera ritanlegt með latnesku letri,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður málsins. Í gegnum tíðina hefur verið rætt um hvort ættarnöfn skuli leyfð eður ei. Tillagan leyfir upptöku nýrra ættarnafna og gott betur. Samkvæmt frumvarpinu verður einstaklingi mögulegt að taka upp það ættarnafn er honum sýnist óháð því hvort það hafi verið eyrnamerkt annarri ætt hingað til. „Ættarnöfn njóta engrar sérstakrar verndar samkvæmt frumvarpinu. Það er samkvæmt erlendri fyrirmynd en þar er fjöldinn allur af óskyldum einstaklingum með sama ættarnafn. Ég sé ekki ástæðu til þess að einhver eignarréttur sé á nöfnum,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið hlaut góðar undirtektir meðal þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðum að Sjálfstæðismanninum Brynjari Níelssyni undanskildum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mannanöfn Tengdar fréttir Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Guðrún Kvaran segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar "úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ 6. mars 2018 15:20 Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vildi og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. 23. janúar 2018 13:57 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Guðrún Kvaran segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar "úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ 6. mars 2018 15:20
Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vildi og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. 23. janúar 2018 13:57
Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28