Nýtt fyrirkomulag á vali laga í Söngvakeppnina Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2018 11:30 Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í Söngvakeppni sjónvarpsins. RÚV Frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Keppnin verður haldin í febrúar og mars á næsta ári. Sigurlagið verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Tel Aviv í Ísrael, 14.-18. maí 2019. Um tvö hundruð milljónir manna fylgdust með Eurovision í fyrra. Úrslit Söngvakeppninnar 2019 verða í Laugardalshöll, líkt og undanfarin ár. Síðustu ár hafa 12 lög verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni úr innsendum lögum. Sérstök dómnefnd, skipuð fulltrúum frá FTT, FÍH og RÚV, hefur farið yfir lögin og mælt með lögum í keppnina.Leitað til höfunda Tíu lög verða í Söngvakeppninni 2019 og hefur fyrirkomulaginu við valið á þeim verið breytt. Reyndir og vinsælir lagahöfundar verða ráðnir til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum líkt síðustu ár. Þar til viðbótar verður staðið fyrir sérstakri söngsmiðju fyrir upptökustjóra, höfunda og flytjendur sem Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) hefur veg og vanda af í samstarfi við RÚV. Til greina kemur að nýta afrakstur þeirrar vinnu við val á lögum í keppnina.Lee Proudlistrænn stjórnandi Í tilkynningunni segir að RÚV hafi ráðið breska danshöfundinn Lee Proud sem listrænan stjórnanda og danshöfund keppninnar. Hann er danshöfundur í þekktum söngleikjum um allan heim og hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjunum hér á landi eins og Mary Poppins, Billy Elliot og Mamma mía. Samúel J. Samúelsson verðurtónlistarstjóri líkt og í fyrra. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir aðstoðardagskrárstjóri RÚV, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, segist binda vonir við að með nýju fyrirkomulagi verði lögin í keppninni fjölbreyttari og sterkari. „Keppnin stækkar frá ári til árs og við höfum verið gríðarlega ánægð með þróun hennar. Í ár ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu og við teljum að það skili fjölbreyttari, skemmtilegri og enn betri lögum,” segir Ragnhildur Steinunn í tilkynningunni. Hún bætir við að það sé mikill fengur í Lee Proud.Úrslitin í Laugardalshöll Undankeppnir verða í Háskólabíói 9. og 16. febrúar og úrslitakeppnin verður svo haldin með pomp og prakt í Laugardalshöll 2. mars. Síðustu ár hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision komið fram í Höllinni, m.a. Robin Bengtsson, Emily deForest, Alexander Rybak, Loreen og Måns Zelmerlöw. Til stendur að halda áfram á þessari braut og bjóða enn einni stjörnunni á úrslitakvöldið í mars. Lagahöfundar geta sent lög í Söngvakeppnina 2019 á vefinn, songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. október. Í byrjun janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt. Ný innsendingargátt hefur verið tekin í notkun og þarf rafræn skilríki til að komast inn á hana. Er þetta gert til að gæta fyllsta öryggis í meðferð persónuupplýsinga. Eurovision Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Keppnin verður haldin í febrúar og mars á næsta ári. Sigurlagið verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Tel Aviv í Ísrael, 14.-18. maí 2019. Um tvö hundruð milljónir manna fylgdust með Eurovision í fyrra. Úrslit Söngvakeppninnar 2019 verða í Laugardalshöll, líkt og undanfarin ár. Síðustu ár hafa 12 lög verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni úr innsendum lögum. Sérstök dómnefnd, skipuð fulltrúum frá FTT, FÍH og RÚV, hefur farið yfir lögin og mælt með lögum í keppnina.Leitað til höfunda Tíu lög verða í Söngvakeppninni 2019 og hefur fyrirkomulaginu við valið á þeim verið breytt. Reyndir og vinsælir lagahöfundar verða ráðnir til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum líkt síðustu ár. Þar til viðbótar verður staðið fyrir sérstakri söngsmiðju fyrir upptökustjóra, höfunda og flytjendur sem Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) hefur veg og vanda af í samstarfi við RÚV. Til greina kemur að nýta afrakstur þeirrar vinnu við val á lögum í keppnina.Lee Proudlistrænn stjórnandi Í tilkynningunni segir að RÚV hafi ráðið breska danshöfundinn Lee Proud sem listrænan stjórnanda og danshöfund keppninnar. Hann er danshöfundur í þekktum söngleikjum um allan heim og hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjunum hér á landi eins og Mary Poppins, Billy Elliot og Mamma mía. Samúel J. Samúelsson verðurtónlistarstjóri líkt og í fyrra. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir aðstoðardagskrárstjóri RÚV, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, segist binda vonir við að með nýju fyrirkomulagi verði lögin í keppninni fjölbreyttari og sterkari. „Keppnin stækkar frá ári til árs og við höfum verið gríðarlega ánægð með þróun hennar. Í ár ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu og við teljum að það skili fjölbreyttari, skemmtilegri og enn betri lögum,” segir Ragnhildur Steinunn í tilkynningunni. Hún bætir við að það sé mikill fengur í Lee Proud.Úrslitin í Laugardalshöll Undankeppnir verða í Háskólabíói 9. og 16. febrúar og úrslitakeppnin verður svo haldin með pomp og prakt í Laugardalshöll 2. mars. Síðustu ár hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision komið fram í Höllinni, m.a. Robin Bengtsson, Emily deForest, Alexander Rybak, Loreen og Måns Zelmerlöw. Til stendur að halda áfram á þessari braut og bjóða enn einni stjörnunni á úrslitakvöldið í mars. Lagahöfundar geta sent lög í Söngvakeppnina 2019 á vefinn, songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. október. Í byrjun janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt. Ný innsendingargátt hefur verið tekin í notkun og þarf rafræn skilríki til að komast inn á hana. Er þetta gert til að gæta fyllsta öryggis í meðferð persónuupplýsinga.
Eurovision Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira