Æfingarnar ekkert ósvipaðar en leikmennirnir eru betri Hjörvar Ólafsson skrifar 21. september 2018 14:30 Kári var einn albesti leikmaður Hauka þegar Hafnfirðingar unnu deildarmeistaratitilinn. Fréttablaðið/andri marinó Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á spennandi vetur í vændum, en hann mun leika með varaliði Barcelona á komandi keppnistímabili. Hann gekk til liðs við spænska stórveldið frá Haukum í sumar, en hann segir mikil viðbrigði að fara frá uppeldisfélagi sínu og æfa svo og spila með mörgum af efnilegustu leikmönnum Evrópu. Deildarkeppnin í næstefstu deild hefst eftir rúmar þrjár vikur og hann er spenntur fyrir komandi áskorunum. „Það hefur gengið vel að aðlagast í Barcelona, það er afskaplega gott fólk í kringum félagið sem hefur aðstoðað mig við að koma mér fyrir. Þetta er lið sem er vant því að taka á móti leikmönnum eins og mér og hugmyndafræði liðsins gengur út á að taka unga og efnilega leikmenn og skóla þá til. Við bætumst í hóp öflugra ungra leikmanna sem aldir eru upp í akademíu félagsins. Þeir hafa tekið mér opnum örmum og kunna augljóslega þá list vel að taka á móti nýjum leikmönnum. Leikmenn eru einnig teknir inn þegar þeir eru yngri en ég er, þannig að þarna eru leikmenn sem hafa verið lengi og geta miðlað til mín af reynslu sinni,“ segir Kári um fyrstu mánuðina hjá nýju félagi. „Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi, bæði þegar kemur að körfuboltanum og að búa í borginni. Þeir eru duglegir að bæði gagnrýna, leiðbeina og láta mig vita hvernig þeir vilji að ég spili fyrir liðið. Mér finnst ég hafa bætt mig strax umtalsvert á því að æfa með svona góðum leikmönnum undir handleiðslu afar færra þjálfara. Þetta eru líklega bestu leikmenn sem ég hef æft með, eða svona á pari við leikmannahóp íslenska landsliðsins. Æfingarnar eru ekkert ósvipaðar því sem ég kynntist í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á sínum tíma, en gæði leikmanna eru töluvert meiri hjá Barcelona,“ segir Kári.Óhræddir við mistök Á æfingum hjá Barcelona er mikið lagt upp úr að menn bæti tækni sína og leikskilning. „Það er rík áhersla á það á æfingunum að leikmenn hafi mikið frjálsræði til þess að sýna sig og sanna. Það er mikið um æfingar sem reyna á leikstöðuna einn á móti einum og leikmenn eru hvattir til þess að prófa sig áfram, þeir eigi að vera óhræddir við að gera mistök og læra af þeim í kjölfarið. Leikmenn fá tíma til þess að bæta tækni sína og vinna í veikleikum sínum sem er mjög jákvætt að mínu mati. Leikskilningur leikmanna liðsins er mjög góður og það er gaman að æfa og spila með þeim,“ segir leikstjórnandinn um uppleggið hjá liðinu. „Ég mun klárlega verða í öðruvísi hlutverki en ég var í hjá Haukum og verð að þróa minn leik eftir því. Eins og gengur og gerist í evrópskum körfubolta er liðinu róterað mjög mikið og ekki byggt upp á sex til sjö leikmönnum eins og tíðkast heima. Ég mun ekki spila lungann úr leikjunum eins og ég gerði með Haukum. Leikmenn skipta örar hér og þess er krafist að þeir gefi sig alla í þær mínútur sem þeir fá. Það er bara þroskandi fyrir mig að fá aukna samkeppni og að þurfa að bregðast við því að þurfa að berjast fyrir sæti mínu í liðinu,“ segir Hafnfirðingurinn aðspurður um það hvernig hann sjái fyrir sér að hlutverk hans í liðinu verði í vetur. Körfubolti Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á spennandi vetur í vændum, en hann mun leika með varaliði Barcelona á komandi keppnistímabili. Hann gekk til liðs við spænska stórveldið frá Haukum í sumar, en hann segir mikil viðbrigði að fara frá uppeldisfélagi sínu og æfa svo og spila með mörgum af efnilegustu leikmönnum Evrópu. Deildarkeppnin í næstefstu deild hefst eftir rúmar þrjár vikur og hann er spenntur fyrir komandi áskorunum. „Það hefur gengið vel að aðlagast í Barcelona, það er afskaplega gott fólk í kringum félagið sem hefur aðstoðað mig við að koma mér fyrir. Þetta er lið sem er vant því að taka á móti leikmönnum eins og mér og hugmyndafræði liðsins gengur út á að taka unga og efnilega leikmenn og skóla þá til. Við bætumst í hóp öflugra ungra leikmanna sem aldir eru upp í akademíu félagsins. Þeir hafa tekið mér opnum örmum og kunna augljóslega þá list vel að taka á móti nýjum leikmönnum. Leikmenn eru einnig teknir inn þegar þeir eru yngri en ég er, þannig að þarna eru leikmenn sem hafa verið lengi og geta miðlað til mín af reynslu sinni,“ segir Kári um fyrstu mánuðina hjá nýju félagi. „Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi, bæði þegar kemur að körfuboltanum og að búa í borginni. Þeir eru duglegir að bæði gagnrýna, leiðbeina og láta mig vita hvernig þeir vilji að ég spili fyrir liðið. Mér finnst ég hafa bætt mig strax umtalsvert á því að æfa með svona góðum leikmönnum undir handleiðslu afar færra þjálfara. Þetta eru líklega bestu leikmenn sem ég hef æft með, eða svona á pari við leikmannahóp íslenska landsliðsins. Æfingarnar eru ekkert ósvipaðar því sem ég kynntist í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á sínum tíma, en gæði leikmanna eru töluvert meiri hjá Barcelona,“ segir Kári.Óhræddir við mistök Á æfingum hjá Barcelona er mikið lagt upp úr að menn bæti tækni sína og leikskilning. „Það er rík áhersla á það á æfingunum að leikmenn hafi mikið frjálsræði til þess að sýna sig og sanna. Það er mikið um æfingar sem reyna á leikstöðuna einn á móti einum og leikmenn eru hvattir til þess að prófa sig áfram, þeir eigi að vera óhræddir við að gera mistök og læra af þeim í kjölfarið. Leikmenn fá tíma til þess að bæta tækni sína og vinna í veikleikum sínum sem er mjög jákvætt að mínu mati. Leikskilningur leikmanna liðsins er mjög góður og það er gaman að æfa og spila með þeim,“ segir leikstjórnandinn um uppleggið hjá liðinu. „Ég mun klárlega verða í öðruvísi hlutverki en ég var í hjá Haukum og verð að þróa minn leik eftir því. Eins og gengur og gerist í evrópskum körfubolta er liðinu róterað mjög mikið og ekki byggt upp á sex til sjö leikmönnum eins og tíðkast heima. Ég mun ekki spila lungann úr leikjunum eins og ég gerði með Haukum. Leikmenn skipta örar hér og þess er krafist að þeir gefi sig alla í þær mínútur sem þeir fá. Það er bara þroskandi fyrir mig að fá aukna samkeppni og að þurfa að bregðast við því að þurfa að berjast fyrir sæti mínu í liðinu,“ segir Hafnfirðingurinn aðspurður um það hvernig hann sjái fyrir sér að hlutverk hans í liðinu verði í vetur.
Körfubolti Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira