Bíó breytir heiminum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 22. september 2018 09:15 Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RIFF. Það hefur mikla þýðingu fyrir RIFF og menningarlífið á Íslandi að hátíðina sækja heimsfrægir listamenn sem gestir geta spurt spjörunum úr á sérstökum spurt og svarað sýningum og kynnst öllum leyndarmálunum sem liggja kvikmyndum þeirra að baki,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RIFF. Það verður fjölbreytt úrval af erlendum myndum en áhersla er einnig lögð á að styðja við grasrótina í íslenskri kvikmyndagerð. Óhætt er að segja að RIFF sé mikilvægur vettvangur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn til að kynna verk sín og áhugi erlendra gesta á henni leynir sér ekki. „Í þetta skipti koma meðal annars leikararnir Mads Mikkelsen og Shailene Woodley og leikstjórarnir Jonas Mekas, Sergei Loznitsa og Laila Pakalnina. Þar er boðið upp á samtal milli áhorfenda og kvikmyndahöfunda. Það er einstakt tækifæri til þess að fá innsýn í þann spennandi og marglaga heim sem kvikmyndir eru. Við trúum því einlæglega að bíó breyti heiminum. Þegar ljósin slokkna í salnum leggjum við af stað í ferðalag og við kynnumst persónum og upplifum sögur sem veita okkur nýja sýn á heiminn.“Börn fá innsýn í heim kvikmynda Á RIFF er eitthvað fyrir alla, allt frá listrænum myndum hins sögufræga Jonas Mekas til sýninga á sjónvarpsþáttunum Big Little Lies. Til viðbótar við kvikmyndasýningar er pakkfull dagskrá af sérviðburðum, sem margir hverjir eru ókeypis. Á Hlemmi Square hóteli verður spennandi tónlistardagskrá alla daga hátíðarinnar og á Lofti Hosteli er fjölbreytt dagská af kvikmyndasýningum og pallborðsumræðum. Það er því eitthvað fyrir alla að finna sér á hátíðinni. Einnig verður eitthvað fyrir fjölskyldufólk og börn til að kynnast heimi kvikmyndanna. „Það er gaman að segja frá því að í ár verður í samstarfi við Borgarbókasafnið, Bókasafn Kópavogs og Bókasafn Seltjarnarness vönduð dagskrá fyrir alla fjölskylduna, þar sem er boðið upp á hreyfimyndasmiðju fyrir börn auk stuttmyndasýninga. Þar fá börn tækifæri til að búa til sína eigin mynd,“ segir Þórey. „Sunnudaginn 30. september verður fjölskyldudagur í Bíó Paradís, þar sem verður lögð sérstök áhersla á myndirnar Phoenix, Minding the Gap og The Stranger, sem er tilvalið fyrir ungmenni og foreldra að sjá saman.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það hefur mikla þýðingu fyrir RIFF og menningarlífið á Íslandi að hátíðina sækja heimsfrægir listamenn sem gestir geta spurt spjörunum úr á sérstökum spurt og svarað sýningum og kynnst öllum leyndarmálunum sem liggja kvikmyndum þeirra að baki,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RIFF. Það verður fjölbreytt úrval af erlendum myndum en áhersla er einnig lögð á að styðja við grasrótina í íslenskri kvikmyndagerð. Óhætt er að segja að RIFF sé mikilvægur vettvangur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn til að kynna verk sín og áhugi erlendra gesta á henni leynir sér ekki. „Í þetta skipti koma meðal annars leikararnir Mads Mikkelsen og Shailene Woodley og leikstjórarnir Jonas Mekas, Sergei Loznitsa og Laila Pakalnina. Þar er boðið upp á samtal milli áhorfenda og kvikmyndahöfunda. Það er einstakt tækifæri til þess að fá innsýn í þann spennandi og marglaga heim sem kvikmyndir eru. Við trúum því einlæglega að bíó breyti heiminum. Þegar ljósin slokkna í salnum leggjum við af stað í ferðalag og við kynnumst persónum og upplifum sögur sem veita okkur nýja sýn á heiminn.“Börn fá innsýn í heim kvikmynda Á RIFF er eitthvað fyrir alla, allt frá listrænum myndum hins sögufræga Jonas Mekas til sýninga á sjónvarpsþáttunum Big Little Lies. Til viðbótar við kvikmyndasýningar er pakkfull dagskrá af sérviðburðum, sem margir hverjir eru ókeypis. Á Hlemmi Square hóteli verður spennandi tónlistardagskrá alla daga hátíðarinnar og á Lofti Hosteli er fjölbreytt dagská af kvikmyndasýningum og pallborðsumræðum. Það er því eitthvað fyrir alla að finna sér á hátíðinni. Einnig verður eitthvað fyrir fjölskyldufólk og börn til að kynnast heimi kvikmyndanna. „Það er gaman að segja frá því að í ár verður í samstarfi við Borgarbókasafnið, Bókasafn Kópavogs og Bókasafn Seltjarnarness vönduð dagskrá fyrir alla fjölskylduna, þar sem er boðið upp á hreyfimyndasmiðju fyrir börn auk stuttmyndasýninga. Þar fá börn tækifæri til að búa til sína eigin mynd,“ segir Þórey. „Sunnudaginn 30. september verður fjölskyldudagur í Bíó Paradís, þar sem verður lögð sérstök áhersla á myndirnar Phoenix, Minding the Gap og The Stranger, sem er tilvalið fyrir ungmenni og foreldra að sjá saman.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira