Huawei atast í Apple Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. september 2018 09:15 Apple setti nýjustu snjallsíma sína, iPhone XS og XS Max, í sölu í gær. Raðir mynduðust fyrir utan verslanir Apple víða um heim líkt og þegar fyrri iPhone-símar hafa komið á markað. Vísir/Stöð 2 Apple setti nýjustu snjallsíma sína, iPhone XS og XS Max, í sölu í gær. Raðir mynduðust fyrir utan verslanir Apple víða um heim líkt og þegar fyrri iPhone-símar hafa komið á markað. Vaskir starfsmenn kínverska tæknifyrirtækisins Huawei tóku sig til og afhentu tilvonandi iPhone-kaupendum gefins hleðslukubba í Singapúr. „Hérna er hleðslukubbur. Þú munt þurfa á honum að halda. Í boði Huawei,“ stóð á pakkningunni sem starfsmennirnir afhentu og skaut fyrirtækið þannig á rafhlöðuendingu snjallsíma Apple sem Huawei telur greinilega of litla. Fyrirtækið sagði í orðsendingu til tæknimiðilsins CNET að uppátækið mætti rekja til þess að fyrirtækið hefði einfaldlega viljað sýna þeim sem biðu úti undir berum himni í langan tíma stuðning. Huawei var með svipað uppátæki í Lundúnum. Þar lagði fyrirtækið bifreið, skreyttri teikningu af rafhlöðu sem á stóð „djús sem endist“. Að auki mátti finna mynd af epli sem búið var að krossa yfir og undir stóð „ekki ein arða af eplum“. Rafhlaða iPhone XS er 2.658mAh. Til samanburðar er rafhlaða P20 Pro, síðasta flaggskipssíma Huawei, 4.000mAh og rafhlaða Samsung Galaxy S9 3.000 mAh. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Huawei skýtur á Apple fyrir rafhlöðuendingu. Í auglýsingu fyrir P20 Pro í vikunni var slíkt hið sama gert. Aukinheldur þakkaði Huawei Apple eftir kynningu síðarnefnda fyrirtækisins fyrr í mánuðinum fyrir að „halda öllu í sama horfi“ og fyrir að leyfa kínverska fyrirtækinu að verða „hetja ársins“. Með fylgdi dagsetning komandi kynningar Huawei, 16. október 2018. Önnur fyrirtæki hafa skotið á Apple í kringum kynningar nýrra síma þeirra undanfarin ár. Ber þar einna helst að nefna hinn risann á snjallsímamarkaði Vesturlanda, Samsung. Nú síðast í maí nýtti Samsung sér reiði iPhone-eigenda vegna ákvörðunar Apple um að hægja á eldri símum, til að bæta rafhlöðuendingu, og hvatti þá til að „uppfæra“ í Samsung-síma. Markaðshlutdeild Samsung á heimsvísu var 20,9 prósent á síðasta ársfjórðungi. Apple var með 12,1 prósent og Huawei 15,8 prósent samkvæmt Statista. Í Bandaríkjunum var aðra sögu að segja. Apple hafði 28 prósent, Samsung 31 prósent og Huawei var hvergi að finna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Apple setti nýjustu snjallsíma sína, iPhone XS og XS Max, í sölu í gær. Raðir mynduðust fyrir utan verslanir Apple víða um heim líkt og þegar fyrri iPhone-símar hafa komið á markað. Vaskir starfsmenn kínverska tæknifyrirtækisins Huawei tóku sig til og afhentu tilvonandi iPhone-kaupendum gefins hleðslukubba í Singapúr. „Hérna er hleðslukubbur. Þú munt þurfa á honum að halda. Í boði Huawei,“ stóð á pakkningunni sem starfsmennirnir afhentu og skaut fyrirtækið þannig á rafhlöðuendingu snjallsíma Apple sem Huawei telur greinilega of litla. Fyrirtækið sagði í orðsendingu til tæknimiðilsins CNET að uppátækið mætti rekja til þess að fyrirtækið hefði einfaldlega viljað sýna þeim sem biðu úti undir berum himni í langan tíma stuðning. Huawei var með svipað uppátæki í Lundúnum. Þar lagði fyrirtækið bifreið, skreyttri teikningu af rafhlöðu sem á stóð „djús sem endist“. Að auki mátti finna mynd af epli sem búið var að krossa yfir og undir stóð „ekki ein arða af eplum“. Rafhlaða iPhone XS er 2.658mAh. Til samanburðar er rafhlaða P20 Pro, síðasta flaggskipssíma Huawei, 4.000mAh og rafhlaða Samsung Galaxy S9 3.000 mAh. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Huawei skýtur á Apple fyrir rafhlöðuendingu. Í auglýsingu fyrir P20 Pro í vikunni var slíkt hið sama gert. Aukinheldur þakkaði Huawei Apple eftir kynningu síðarnefnda fyrirtækisins fyrr í mánuðinum fyrir að „halda öllu í sama horfi“ og fyrir að leyfa kínverska fyrirtækinu að verða „hetja ársins“. Með fylgdi dagsetning komandi kynningar Huawei, 16. október 2018. Önnur fyrirtæki hafa skotið á Apple í kringum kynningar nýrra síma þeirra undanfarin ár. Ber þar einna helst að nefna hinn risann á snjallsímamarkaði Vesturlanda, Samsung. Nú síðast í maí nýtti Samsung sér reiði iPhone-eigenda vegna ákvörðunar Apple um að hægja á eldri símum, til að bæta rafhlöðuendingu, og hvatti þá til að „uppfæra“ í Samsung-síma. Markaðshlutdeild Samsung á heimsvísu var 20,9 prósent á síðasta ársfjórðungi. Apple var með 12,1 prósent og Huawei 15,8 prósent samkvæmt Statista. Í Bandaríkjunum var aðra sögu að segja. Apple hafði 28 prósent, Samsung 31 prósent og Huawei var hvergi að finna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira