Var komin í landsliðið en sleit krossband í þriðja sinn Anton Ingi Leifsson skrifar 23. september 2018 07:00 Telma er hún spilaði með Breiðablik. vísir/ernir Telma Hjaltalín Þrastardóttir, framherji Stjörnunnar, varð fyrir því óláni að slíta krossband í þriðja skiptið á þremur árum. Telma meiddist í leik Stjörnunnar gegn FH í Kaplakrika á dögunum en Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur í leiknum eftir að hafa lent undir. Hún staðfesti svo á Instagram-síðu sinni í dag að hún væri með slitið krossband í þriðja skiptið og segir það mikið áfall. „Eftir frábæra 3 mánuði þá ákvað krossbandið að gefa sig í þriðja sinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig það gat gerst - ég bara trúi þessu ekki,” skrifaði Telma. Hún átti afar gott tímabil með Stjörnunni. Hún skoraði átta mörk í tíu leikjum og var komin í landsliðshópinn, svo góð var frammistaðan en nú er hún komin á byrjunarreit á ný. „Ég gerði allt rétt og hélt að þetta væri loksins komið en á nokkrum sekúndum er öllu kippt undan mér og ég komin aftur á byrjunarreit,” en færslu hennar í heild sinni má sjá hér að neðan. View this post on Instagram Það er svo hrikalega stutt á milli hláturs og gráturs. Eftir frábæra 3 mánuði þá ákvað krossbandið að gefa sig í þriðja sinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig það gat gerst - ég bara trúi þessu ekki. Þetta er svo ótrúlega svekkjandi að ég á varla orð til þess að lýsa því hvernig mér líður, er gjörsamlega miður mín. Ég gerði allt rétt og hélt að þetta væri loksins komið en á nokkrum sekúndum er öllu kippt undan mér og ég komin aftur á byrjunarreit. Það er ólýsanlega sárt að sjá alla vinnuna seinustu ár, þolinmæðina og skynsemina renna niður vaskinn. Sárt að hugsa út í það að þetta gæti verið seinasta sumarið þar sem ég sparka í bolta. En ég held í vonina að það sé eitthvað eftir af styrknum til að koma mér í gegnum þetta ferli aftur. Takk allir fyrir skilaboðin, þið eruð yndisleg A post shared by Telma Hjaltalín (@telmahjaltalin) on Sep 22, 2018 at 10:53am PDT Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Telma Hjaltalín Þrastardóttir, framherji Stjörnunnar, varð fyrir því óláni að slíta krossband í þriðja skiptið á þremur árum. Telma meiddist í leik Stjörnunnar gegn FH í Kaplakrika á dögunum en Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur í leiknum eftir að hafa lent undir. Hún staðfesti svo á Instagram-síðu sinni í dag að hún væri með slitið krossband í þriðja skiptið og segir það mikið áfall. „Eftir frábæra 3 mánuði þá ákvað krossbandið að gefa sig í þriðja sinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig það gat gerst - ég bara trúi þessu ekki,” skrifaði Telma. Hún átti afar gott tímabil með Stjörnunni. Hún skoraði átta mörk í tíu leikjum og var komin í landsliðshópinn, svo góð var frammistaðan en nú er hún komin á byrjunarreit á ný. „Ég gerði allt rétt og hélt að þetta væri loksins komið en á nokkrum sekúndum er öllu kippt undan mér og ég komin aftur á byrjunarreit,” en færslu hennar í heild sinni má sjá hér að neðan. View this post on Instagram Það er svo hrikalega stutt á milli hláturs og gráturs. Eftir frábæra 3 mánuði þá ákvað krossbandið að gefa sig í þriðja sinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig það gat gerst - ég bara trúi þessu ekki. Þetta er svo ótrúlega svekkjandi að ég á varla orð til þess að lýsa því hvernig mér líður, er gjörsamlega miður mín. Ég gerði allt rétt og hélt að þetta væri loksins komið en á nokkrum sekúndum er öllu kippt undan mér og ég komin aftur á byrjunarreit. Það er ólýsanlega sárt að sjá alla vinnuna seinustu ár, þolinmæðina og skynsemina renna niður vaskinn. Sárt að hugsa út í það að þetta gæti verið seinasta sumarið þar sem ég sparka í bolta. En ég held í vonina að það sé eitthvað eftir af styrknum til að koma mér í gegnum þetta ferli aftur. Takk allir fyrir skilaboðin, þið eruð yndisleg A post shared by Telma Hjaltalín (@telmahjaltalin) on Sep 22, 2018 at 10:53am PDT
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira