Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2018 21:59 Enska úrvalsdeildin er ein þekktasta vara Sky. Vísir/Getty Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa hart barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. BBC greinir frá. Eftir að félögin tvö höfðu sent inn fjölmörg boð í Sky ákváðu samkeppnisyfirvöld að besta leiðin til þess að leiða málið til lykta væri svokallað blint uppboð (e. blind auction). Fengu bæði fyrirtæki því tækifæri til þess að senda inn sitt tilboð í lokuðu umslagi. Það tilboð sem yrði hærra fengi að gera hluthöfum tilboð í hin 61 prósenta hlut. Þegar tilboðin voru opnuð kom í ljós að Comcast hafði boðið 38,8 milljarða dollara, um 3.700 milljarða króna, í ráðandi hlut í Sky. Tilboð 21 Century Fox var um tíu prósent lægra. Ljóst er því að Comcast hækkaði síðasta tilboð sitt fyrir uppboðið til muna en í sumar bauð Comcast 30 milljarða dollara, um 3.300 milljarða króna. Sky hefur þegar ráðlagt hluthöfum sínum að ganga að tilboði Comcast. Sky var af fyrirtækjunum talinn álitlegur kostur þar sem um 23 milljónir eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu fyrirtækisins. Þar vegur þyngst sýningarréttur á ensku úrvalsdeildinni sem hefur skilað fyrirtækinu miklum hagnaði.Í umfjöllun Verge um uppboðið segir að með þessu hafi Comcast tekist að skjóta 21 Century Fox, og þá Disney, sem nýverið keypti Fox, ref fyrir rass en bæði Comcast og Disney hafa að undanförnu leitað leiða til þess að mæta aukinni samkeppni frá Netflix og Amazon. Fox á nú þegar 39 prósenta hlut í Sky en óvíst er hvort fyrirtækið muni selja eða halda hlut sínum nú þegar Comcast mun kaupa hin 61 prósentin. Amazon Disney Fjölmiðlar Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa hart barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. BBC greinir frá. Eftir að félögin tvö höfðu sent inn fjölmörg boð í Sky ákváðu samkeppnisyfirvöld að besta leiðin til þess að leiða málið til lykta væri svokallað blint uppboð (e. blind auction). Fengu bæði fyrirtæki því tækifæri til þess að senda inn sitt tilboð í lokuðu umslagi. Það tilboð sem yrði hærra fengi að gera hluthöfum tilboð í hin 61 prósenta hlut. Þegar tilboðin voru opnuð kom í ljós að Comcast hafði boðið 38,8 milljarða dollara, um 3.700 milljarða króna, í ráðandi hlut í Sky. Tilboð 21 Century Fox var um tíu prósent lægra. Ljóst er því að Comcast hækkaði síðasta tilboð sitt fyrir uppboðið til muna en í sumar bauð Comcast 30 milljarða dollara, um 3.300 milljarða króna. Sky hefur þegar ráðlagt hluthöfum sínum að ganga að tilboði Comcast. Sky var af fyrirtækjunum talinn álitlegur kostur þar sem um 23 milljónir eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu fyrirtækisins. Þar vegur þyngst sýningarréttur á ensku úrvalsdeildinni sem hefur skilað fyrirtækinu miklum hagnaði.Í umfjöllun Verge um uppboðið segir að með þessu hafi Comcast tekist að skjóta 21 Century Fox, og þá Disney, sem nýverið keypti Fox, ref fyrir rass en bæði Comcast og Disney hafa að undanförnu leitað leiða til þess að mæta aukinni samkeppni frá Netflix og Amazon. Fox á nú þegar 39 prósenta hlut í Sky en óvíst er hvort fyrirtækið muni selja eða halda hlut sínum nú þegar Comcast mun kaupa hin 61 prósentin.
Amazon Disney Fjölmiðlar Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira