Katrín bannar djamm á tíu ára afmæli hrunsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. september 2018 06:00 Geir flutti þjóðinni minnisstætt ávarp þann 6. október 2008. Stöð 2 Árshátíð Stjórnarráðsins sem halda átti 6. október næstkomandi hefur verið blásin af eftir afskipti tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir nokkurrar óánægju meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi ráðherranna af skemmtanahaldi starfsmanna, en það mun vera dagsetningin sem ráðherrunum hugnast ekki. Á umræddum degi verða tíu ár liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, flutti tilfinningaþrungið sjónvarpsávarp sem endaði á orðunum „Guð blessi Ísland“. Ávarpið markar í hugum flestra Íslendinga upphaf efnahagshrunsins. Ráðuneytin skiptast á að halda árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var röðin komin að mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Er skipulagningin í höndum starfsmannafélags ráðuneytisins.Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir vilja ekki skemmta sér með öðru starfsfólki ráðuneytanna á tíu ára afmæli hrunsins.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar spurðist út um ráðuneytið að halda ætti árshátíðina 6. október mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa lýst áhyggjum af dagsetningunni við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hafi þær báðar í kjölfarið lýst andstöðu sinni við skipuleggjendur og lagt bann við því að árshátíðin yrði haldin umrætt kvöld. Hefur árshátíðinni því verið frestað fram á næsta vor. Björk Óttarsdóttir, formaður starfsmannafélags ráðuneytisins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn en samkvæmt heimildum blaðsins hefur málið verið töluvert rætt á göngum menntamálaráðuneytisins. Furða einhverjir starfsmanna sig á þessari afskiptasemi ráðherranna tveggja og óþarfa viðkvæmni með dagsetninguna. Aðrir starfsmenn Stjórnarráðsins hafi hins vegar samúð með sjónarmiðum ráðherranna um að partístand æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum degi myndi lýsa skeytingarleysi á þessum tímamótum. Atburðirnir fyrir tíu árum eru ráðherrunum tveimur eflaust minnisstæðir en Katrín var þingmaður í stjórnarandstöðu í október 2008 og varð ráðherra í minnihlutastjórninni sem tók við í lok janúar 2009. Lilja starfaði hins vegar sem sérfræðingur í Seðlabankanum þegar hrunið varð og ætla má að þessir dagar í október 2008 líði hvorugri þeirra úr minni. Hvorki Lilja né Katrín vildu hins vegar tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Næturlíf Tengdar fréttir Fimm ár frá ávarpi Geirs Haarde: „Guð blessi Ísland“ Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. 6. október 2013 14:02 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Árshátíð Stjórnarráðsins sem halda átti 6. október næstkomandi hefur verið blásin af eftir afskipti tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir nokkurrar óánægju meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi ráðherranna af skemmtanahaldi starfsmanna, en það mun vera dagsetningin sem ráðherrunum hugnast ekki. Á umræddum degi verða tíu ár liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, flutti tilfinningaþrungið sjónvarpsávarp sem endaði á orðunum „Guð blessi Ísland“. Ávarpið markar í hugum flestra Íslendinga upphaf efnahagshrunsins. Ráðuneytin skiptast á að halda árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var röðin komin að mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Er skipulagningin í höndum starfsmannafélags ráðuneytisins.Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir vilja ekki skemmta sér með öðru starfsfólki ráðuneytanna á tíu ára afmæli hrunsins.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar spurðist út um ráðuneytið að halda ætti árshátíðina 6. október mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa lýst áhyggjum af dagsetningunni við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hafi þær báðar í kjölfarið lýst andstöðu sinni við skipuleggjendur og lagt bann við því að árshátíðin yrði haldin umrætt kvöld. Hefur árshátíðinni því verið frestað fram á næsta vor. Björk Óttarsdóttir, formaður starfsmannafélags ráðuneytisins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn en samkvæmt heimildum blaðsins hefur málið verið töluvert rætt á göngum menntamálaráðuneytisins. Furða einhverjir starfsmanna sig á þessari afskiptasemi ráðherranna tveggja og óþarfa viðkvæmni með dagsetninguna. Aðrir starfsmenn Stjórnarráðsins hafi hins vegar samúð með sjónarmiðum ráðherranna um að partístand æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum degi myndi lýsa skeytingarleysi á þessum tímamótum. Atburðirnir fyrir tíu árum eru ráðherrunum tveimur eflaust minnisstæðir en Katrín var þingmaður í stjórnarandstöðu í október 2008 og varð ráðherra í minnihlutastjórninni sem tók við í lok janúar 2009. Lilja starfaði hins vegar sem sérfræðingur í Seðlabankanum þegar hrunið varð og ætla má að þessir dagar í október 2008 líði hvorugri þeirra úr minni. Hvorki Lilja né Katrín vildu hins vegar tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Næturlíf Tengdar fréttir Fimm ár frá ávarpi Geirs Haarde: „Guð blessi Ísland“ Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. 6. október 2013 14:02 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Fimm ár frá ávarpi Geirs Haarde: „Guð blessi Ísland“ Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. 6. október 2013 14:02