Katrín bannar djamm á tíu ára afmæli hrunsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. september 2018 06:00 Geir flutti þjóðinni minnisstætt ávarp þann 6. október 2008. Stöð 2 Árshátíð Stjórnarráðsins sem halda átti 6. október næstkomandi hefur verið blásin af eftir afskipti tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir nokkurrar óánægju meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi ráðherranna af skemmtanahaldi starfsmanna, en það mun vera dagsetningin sem ráðherrunum hugnast ekki. Á umræddum degi verða tíu ár liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, flutti tilfinningaþrungið sjónvarpsávarp sem endaði á orðunum „Guð blessi Ísland“. Ávarpið markar í hugum flestra Íslendinga upphaf efnahagshrunsins. Ráðuneytin skiptast á að halda árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var röðin komin að mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Er skipulagningin í höndum starfsmannafélags ráðuneytisins.Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir vilja ekki skemmta sér með öðru starfsfólki ráðuneytanna á tíu ára afmæli hrunsins.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar spurðist út um ráðuneytið að halda ætti árshátíðina 6. október mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa lýst áhyggjum af dagsetningunni við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hafi þær báðar í kjölfarið lýst andstöðu sinni við skipuleggjendur og lagt bann við því að árshátíðin yrði haldin umrætt kvöld. Hefur árshátíðinni því verið frestað fram á næsta vor. Björk Óttarsdóttir, formaður starfsmannafélags ráðuneytisins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn en samkvæmt heimildum blaðsins hefur málið verið töluvert rætt á göngum menntamálaráðuneytisins. Furða einhverjir starfsmanna sig á þessari afskiptasemi ráðherranna tveggja og óþarfa viðkvæmni með dagsetninguna. Aðrir starfsmenn Stjórnarráðsins hafi hins vegar samúð með sjónarmiðum ráðherranna um að partístand æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum degi myndi lýsa skeytingarleysi á þessum tímamótum. Atburðirnir fyrir tíu árum eru ráðherrunum tveimur eflaust minnisstæðir en Katrín var þingmaður í stjórnarandstöðu í október 2008 og varð ráðherra í minnihlutastjórninni sem tók við í lok janúar 2009. Lilja starfaði hins vegar sem sérfræðingur í Seðlabankanum þegar hrunið varð og ætla má að þessir dagar í október 2008 líði hvorugri þeirra úr minni. Hvorki Lilja né Katrín vildu hins vegar tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Næturlíf Tengdar fréttir Fimm ár frá ávarpi Geirs Haarde: „Guð blessi Ísland“ Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. 6. október 2013 14:02 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Árshátíð Stjórnarráðsins sem halda átti 6. október næstkomandi hefur verið blásin af eftir afskipti tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir nokkurrar óánægju meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi ráðherranna af skemmtanahaldi starfsmanna, en það mun vera dagsetningin sem ráðherrunum hugnast ekki. Á umræddum degi verða tíu ár liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, flutti tilfinningaþrungið sjónvarpsávarp sem endaði á orðunum „Guð blessi Ísland“. Ávarpið markar í hugum flestra Íslendinga upphaf efnahagshrunsins. Ráðuneytin skiptast á að halda árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var röðin komin að mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Er skipulagningin í höndum starfsmannafélags ráðuneytisins.Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir vilja ekki skemmta sér með öðru starfsfólki ráðuneytanna á tíu ára afmæli hrunsins.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar spurðist út um ráðuneytið að halda ætti árshátíðina 6. október mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa lýst áhyggjum af dagsetningunni við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hafi þær báðar í kjölfarið lýst andstöðu sinni við skipuleggjendur og lagt bann við því að árshátíðin yrði haldin umrætt kvöld. Hefur árshátíðinni því verið frestað fram á næsta vor. Björk Óttarsdóttir, formaður starfsmannafélags ráðuneytisins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn en samkvæmt heimildum blaðsins hefur málið verið töluvert rætt á göngum menntamálaráðuneytisins. Furða einhverjir starfsmanna sig á þessari afskiptasemi ráðherranna tveggja og óþarfa viðkvæmni með dagsetninguna. Aðrir starfsmenn Stjórnarráðsins hafi hins vegar samúð með sjónarmiðum ráðherranna um að partístand æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum degi myndi lýsa skeytingarleysi á þessum tímamótum. Atburðirnir fyrir tíu árum eru ráðherrunum tveimur eflaust minnisstæðir en Katrín var þingmaður í stjórnarandstöðu í október 2008 og varð ráðherra í minnihlutastjórninni sem tók við í lok janúar 2009. Lilja starfaði hins vegar sem sérfræðingur í Seðlabankanum þegar hrunið varð og ætla má að þessir dagar í október 2008 líði hvorugri þeirra úr minni. Hvorki Lilja né Katrín vildu hins vegar tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Næturlíf Tengdar fréttir Fimm ár frá ávarpi Geirs Haarde: „Guð blessi Ísland“ Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. 6. október 2013 14:02 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Fimm ár frá ávarpi Geirs Haarde: „Guð blessi Ísland“ Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. 6. október 2013 14:02