Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2018 15:58 Frá Gýgjarhóli þar sem harmleikurinn varð 31. mars þegar Valur varð valdur að dauða Ragnars bróður síns. Vísir/Magnús Hlynur Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. Að hluta til sé það vegna yfirstandandi dómsmáls en að stærstum hluta vegna skipulagðrar áróðursherferðar, ærumeiðinga og lyga í garð föður þeirra sem hafi hafist skömmu fyrir útför. Valur Lýðsson, bróðir Ragnars, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir stórfelld alíkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. Saksóknari fór fram á sextán ára fangelsisdóm yfir Val. Þá var Inga Rafni og systkinum hans þremur dæmdar þrjár milljónir króna hverju í miskabætur.Fjallað var um dóminn og atburðarásina á Vísi í dag. Í dómsniðurstöðu segir að yfir vafa sé hafið að Valur hafi orðið bróður sínum að bana. Ekki sé þó hægt að sanna að það hafi verið ætlan hans. „Í svona borðliggjandi morðmáli, þar sem öll sönnunargögn beinast að öðrum aðilanum og sýna sífellt betur hversu tilhæfulaus, gróf og óvænt árásin á föður okkar var, þá teldi fólk að það yrði frekar fámennur hópur sem kæmi saman til nauðvarnar og hæfi persónuárásir í garð fórnarlambsins. Því er ekki fyrir að fara í tilfelli okkar systkinanna. Stór hópur fólks úr Biskupstungum, okkar heimasveit, nokkrir gamlir vinir föður míns og megnið af föðurættingjum mínum (að frátöldum nokkrum sem eru teljandi á fingrum annarrar handar) hafa stundað grófar persónuárásir á æru föður míns. Jafnframt hafa þau algjörlega neitað að meðtaka sönnunargögnin, sem sýna hvert á fætur öðru hvernig atburðarásin var þetta örlagaríka kvöld. Sumir ættingjar okkar hafa látið sér nægja að tína til ýmsar ástæður fyrir því hvernig þetta væri Ragnari föður mínum að kenna og alls ekki við Val að sakast. Aðrir gengið töluvert lengra,“ segir Ingi Rafn.Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum.Vísir/VilhelmTilbúnar sögur og ærumeiðingar Hann segir hverja söguna á fætur annarri hafa verið skipulega búna til og komið af stað til þess að sverta æru föður síns. Þá hafi staðreyndir og sannleiksgildi engu máli skipt og heldur ekki þau áhrif sem málið hafi haft á systkinin. „Fólk með snefil af heiðarleika og samkennd hefði sennilega beðist afsökunar, séð að sér eða dregið sig í hlé þegar málstaðurinn fór versnandi og fjölmiðlar upplýstu almenning um staðreyndir málsins. Því er ekki heldur fyrir að fara í okkar tilviki því í stað þess að leyfa okkur systkinunum að þjást í friði þá er ákveðið að hefja persónulegar árásir á okkur.“ Ingi Rafn segir gamla fjölskylduvini, sem fylgdust með málinu í dómsal, hafa stutt Val Lýðsson í þeirri vegferð hans að þræta fyrir að hafa beitt Ragnar ranglæti og sagt áverka Ragnars sjálfskapaða. Sömu fjölskylduvinir segist íhuga að koma fyrir myndavélakerfi á sveitabæ sínum ásamt fleiri vörnum því þau séu svo hrædd við systkinin. Það segir Ingi skrýtið í ljósi þess að sysktinin hafi engin samskipti átt við fólkið undanfarna mánuði fyrir utan í dómssal þegar aðalmeðferð málsins fór fram á Selfossi. Þar hafi þau systkinin bent þessum einstaklingum á að stuðningur við morðingja föður þeirra sem og lygar og ærumeiðingar í garð föður míns myndu aldrei gleymast.Lögreglumaður á vettvangi í Biskupstungum 31. mars.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEngin viðbrögð „Einu samskiptin sem við höfum átt við Val hafa verið fyrir utan réttasalinn þarsem hann gerði tilraun til þess að taka í hendurnar á okkur systkinunum og mökum okkar. Fyrr um daginn höfðum við hlustað á hann halda langa ræðu, uppfulla af lygum niður í minnstu smáatriði varðandi drykkju þeirra bræðra og annað sem að miklu leyti gekk út á hreinar lygar og einungis gert til að sverta persónu föður míns. Eftir að hafa hlustað á lygaboðskapinn og vandaða samræmingu á sjálfsköpuðum áverkum Vals og minniháttar lagfæringum á vettvangi kom ekki til greina að taka í hendina á honum. Þess í stað spurðum við systkinin hann hvort hann gerði sér grein fyrir því hvað hann væri búinn að gera, hann væri búinn að drepa pabba okkar og afa barnabarnanna. Svarið og viðbrögðin rímuðu algjörlega við það sem á undan hafði gengið í réttarhöldunum. Engin svipbrigði, það er eins og hann virtist ekki tengjast málinu andlega og hann svarar okkur á þann veg að best væri að öll okkar samskipti færu í gegn um lögfræðinga hér eftir.“ Þetta hafi verið einu samskipti þeirra við Val síðan 31. mars þegar Ragnar faðir þeirra lést. „Þrátt fyrir þetta hafa aðstandendur okkar, pabba og Vals tekið að sér að bera það út hversu ofboðslega reið, hatursfull og vond við hefðum verið í samskiptum við Val. Til þess að flugufótur væri fyrir þessum ásökunum þá hefðu nú að lágmarki þurft að vera einhver samskipti við Val. Ef eitthvað væri til í þessum spuna þá þykir þessu fólki samt óeðlilegt að við séum vond við manninn sem myrti föður okkar og gerir allt sem hann getur til að sviðsetja slagsmál og spinna hverja lygasöguna á fætur annarri til að sverta föður minn. Sumt af þessu fólki sem hefur haldið því fram að við höfum sýnt skítlegt eðli í garð Vals hefur gengið alla leið og stutt hann fyrir dómi og hreytt í okkur fúkyrðum eftir hentugleika. Þeim þykir greinilega rétt tímasetning til að ráðast á börn fórnalambsins þegar þau sitja undir myndasýningu þar sem faðir þeirra er hamflettur og dokað lengi við hverja mynd til að útskýra hrottafengið ofbeldið og afleiðingar þess.“Ingi Rafn Ragnarsson.Ingi Rafn segir í samtali við Stundina að herferðin hafi hafist af þunga þegar systkinin óskuðu eftir því að þinghald í málinu yrði opið. „Þá hófst herferðin gegn okkur af fullum þunga,“ segir Ingi Rafn. „Það átti að hlífa okkur við því að sjá pabba hamflettan á myndum frá vettvangi. Við vildum hafa þinghald opið til þess að fjölmiðlar yrðu á staðnum og myndu gera málinu þokkaleg skil. Vegna þess að í réttarhöldum komu fram sönnunargögn sem stangast á við það sem þetta fólk hefur verið að segja um föður okkar frá því um síðustu páska. Til að kæfa þessar upplýsingar var í kjölfarið ráðist á okkur börnin með gróusögum um að við séum búin að sýna hinum ákærða skítlega hegðun. Það er allt gert til að láta hann líta skárr út.“Pistil Inga Rafns má sjá að neðan. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03 Þung högg á höfuð og síðu banameinið Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. 3. september 2018 15:20 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. Að hluta til sé það vegna yfirstandandi dómsmáls en að stærstum hluta vegna skipulagðrar áróðursherferðar, ærumeiðinga og lyga í garð föður þeirra sem hafi hafist skömmu fyrir útför. Valur Lýðsson, bróðir Ragnars, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir stórfelld alíkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. Saksóknari fór fram á sextán ára fangelsisdóm yfir Val. Þá var Inga Rafni og systkinum hans þremur dæmdar þrjár milljónir króna hverju í miskabætur.Fjallað var um dóminn og atburðarásina á Vísi í dag. Í dómsniðurstöðu segir að yfir vafa sé hafið að Valur hafi orðið bróður sínum að bana. Ekki sé þó hægt að sanna að það hafi verið ætlan hans. „Í svona borðliggjandi morðmáli, þar sem öll sönnunargögn beinast að öðrum aðilanum og sýna sífellt betur hversu tilhæfulaus, gróf og óvænt árásin á föður okkar var, þá teldi fólk að það yrði frekar fámennur hópur sem kæmi saman til nauðvarnar og hæfi persónuárásir í garð fórnarlambsins. Því er ekki fyrir að fara í tilfelli okkar systkinanna. Stór hópur fólks úr Biskupstungum, okkar heimasveit, nokkrir gamlir vinir föður míns og megnið af föðurættingjum mínum (að frátöldum nokkrum sem eru teljandi á fingrum annarrar handar) hafa stundað grófar persónuárásir á æru föður míns. Jafnframt hafa þau algjörlega neitað að meðtaka sönnunargögnin, sem sýna hvert á fætur öðru hvernig atburðarásin var þetta örlagaríka kvöld. Sumir ættingjar okkar hafa látið sér nægja að tína til ýmsar ástæður fyrir því hvernig þetta væri Ragnari föður mínum að kenna og alls ekki við Val að sakast. Aðrir gengið töluvert lengra,“ segir Ingi Rafn.Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum.Vísir/VilhelmTilbúnar sögur og ærumeiðingar Hann segir hverja söguna á fætur annarri hafa verið skipulega búna til og komið af stað til þess að sverta æru föður síns. Þá hafi staðreyndir og sannleiksgildi engu máli skipt og heldur ekki þau áhrif sem málið hafi haft á systkinin. „Fólk með snefil af heiðarleika og samkennd hefði sennilega beðist afsökunar, séð að sér eða dregið sig í hlé þegar málstaðurinn fór versnandi og fjölmiðlar upplýstu almenning um staðreyndir málsins. Því er ekki heldur fyrir að fara í okkar tilviki því í stað þess að leyfa okkur systkinunum að þjást í friði þá er ákveðið að hefja persónulegar árásir á okkur.“ Ingi Rafn segir gamla fjölskylduvini, sem fylgdust með málinu í dómsal, hafa stutt Val Lýðsson í þeirri vegferð hans að þræta fyrir að hafa beitt Ragnar ranglæti og sagt áverka Ragnars sjálfskapaða. Sömu fjölskylduvinir segist íhuga að koma fyrir myndavélakerfi á sveitabæ sínum ásamt fleiri vörnum því þau séu svo hrædd við systkinin. Það segir Ingi skrýtið í ljósi þess að sysktinin hafi engin samskipti átt við fólkið undanfarna mánuði fyrir utan í dómssal þegar aðalmeðferð málsins fór fram á Selfossi. Þar hafi þau systkinin bent þessum einstaklingum á að stuðningur við morðingja föður þeirra sem og lygar og ærumeiðingar í garð föður míns myndu aldrei gleymast.Lögreglumaður á vettvangi í Biskupstungum 31. mars.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEngin viðbrögð „Einu samskiptin sem við höfum átt við Val hafa verið fyrir utan réttasalinn þarsem hann gerði tilraun til þess að taka í hendurnar á okkur systkinunum og mökum okkar. Fyrr um daginn höfðum við hlustað á hann halda langa ræðu, uppfulla af lygum niður í minnstu smáatriði varðandi drykkju þeirra bræðra og annað sem að miklu leyti gekk út á hreinar lygar og einungis gert til að sverta persónu föður míns. Eftir að hafa hlustað á lygaboðskapinn og vandaða samræmingu á sjálfsköpuðum áverkum Vals og minniháttar lagfæringum á vettvangi kom ekki til greina að taka í hendina á honum. Þess í stað spurðum við systkinin hann hvort hann gerði sér grein fyrir því hvað hann væri búinn að gera, hann væri búinn að drepa pabba okkar og afa barnabarnanna. Svarið og viðbrögðin rímuðu algjörlega við það sem á undan hafði gengið í réttarhöldunum. Engin svipbrigði, það er eins og hann virtist ekki tengjast málinu andlega og hann svarar okkur á þann veg að best væri að öll okkar samskipti færu í gegn um lögfræðinga hér eftir.“ Þetta hafi verið einu samskipti þeirra við Val síðan 31. mars þegar Ragnar faðir þeirra lést. „Þrátt fyrir þetta hafa aðstandendur okkar, pabba og Vals tekið að sér að bera það út hversu ofboðslega reið, hatursfull og vond við hefðum verið í samskiptum við Val. Til þess að flugufótur væri fyrir þessum ásökunum þá hefðu nú að lágmarki þurft að vera einhver samskipti við Val. Ef eitthvað væri til í þessum spuna þá þykir þessu fólki samt óeðlilegt að við séum vond við manninn sem myrti föður okkar og gerir allt sem hann getur til að sviðsetja slagsmál og spinna hverja lygasöguna á fætur annarri til að sverta föður minn. Sumt af þessu fólki sem hefur haldið því fram að við höfum sýnt skítlegt eðli í garð Vals hefur gengið alla leið og stutt hann fyrir dómi og hreytt í okkur fúkyrðum eftir hentugleika. Þeim þykir greinilega rétt tímasetning til að ráðast á börn fórnalambsins þegar þau sitja undir myndasýningu þar sem faðir þeirra er hamflettur og dokað lengi við hverja mynd til að útskýra hrottafengið ofbeldið og afleiðingar þess.“Ingi Rafn Ragnarsson.Ingi Rafn segir í samtali við Stundina að herferðin hafi hafist af þunga þegar systkinin óskuðu eftir því að þinghald í málinu yrði opið. „Þá hófst herferðin gegn okkur af fullum þunga,“ segir Ingi Rafn. „Það átti að hlífa okkur við því að sjá pabba hamflettan á myndum frá vettvangi. Við vildum hafa þinghald opið til þess að fjölmiðlar yrðu á staðnum og myndu gera málinu þokkaleg skil. Vegna þess að í réttarhöldum komu fram sönnunargögn sem stangast á við það sem þetta fólk hefur verið að segja um föður okkar frá því um síðustu páska. Til að kæfa þessar upplýsingar var í kjölfarið ráðist á okkur börnin með gróusögum um að við séum búin að sýna hinum ákærða skítlega hegðun. Það er allt gert til að láta hann líta skárr út.“Pistil Inga Rafns má sjá að neðan.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03 Þung högg á höfuð og síðu banameinið Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. 3. september 2018 15:20 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03
Þung högg á höfuð og síðu banameinið Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. 3. september 2018 15:20