Víkingaklapp fyrir verðlagið Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. september 2018 07:00 Ég var staddur á spænskri ferðaskrifstofu fyrir stuttu þegar þjóðerni mitt barst í tal og þar sem mannmergð var allnokkur hafði ég uppi hin fegurstu orð um landið og hnykkti út með því að ferðaskrifstofan ætti að bjóða upp á ferðir þangað. Svarið var stutt: „Ísland er svo dýrt, það þýðir ekkert.“ Ég vissi að frúin fór ekki með fleipur en mér fannst sárt að sitja undir þessu enda voru allra augu á mér líkt og ég bæri ábyrgð á dýrtíðinni. Af hverju gat hún ekki talað um víkingaklappið, Of Monsters and Men eða Sigur Rós, án þess þó að minnast á tollamálin? En þar sem ég hef lítillega tekið þátt í bæjarpólitíkinni ákvað ég nú að bregða mér í gervi stjórnmálamannsins til að verjast áganginum. Tók ég mér til fyrirmyndar José María Azanar, sem var formaður Lýðflokksins þegar spilling flokksins náði óþekktum hæðum, en hann kom fyrir þingið í síðustu viku og kannaðist ekkert við fyrrverandi fjármálastjóra sinn sem situr nú í fangelsi fyrir að safna mútugreiðslunum á reikning sinn í Sviss og allir dómar sem fellt hefðu flokksmenn og svert flokkinn voru bara einhver misskilningur. Svo fór hann hlæjandi eins og hross og sagði fundinn hafa verið hina mestu skemmtan. Ef hann gat varið þennan flokk sinn með töffarasvip og hlátrasköllum hlýt ég að geta varið föðurlandið þegar á reynir, hugsaði ég með mér. „Ég hef tvisvar fengið verðandi hjón sem ætluðu að fara til Íslands í brúðkaupsferð,“ sagði frúin meðan ég setti upp töffarasvipinn, „en þegar þau áttuðu sig á verðlaginu ákváðu þau að fara bara til Noregs.“ „Til Noregs?“ sagði ég meðan ég áttaði mig á því að mínum stutta stjórnmálaferli var lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Ég var staddur á spænskri ferðaskrifstofu fyrir stuttu þegar þjóðerni mitt barst í tal og þar sem mannmergð var allnokkur hafði ég uppi hin fegurstu orð um landið og hnykkti út með því að ferðaskrifstofan ætti að bjóða upp á ferðir þangað. Svarið var stutt: „Ísland er svo dýrt, það þýðir ekkert.“ Ég vissi að frúin fór ekki með fleipur en mér fannst sárt að sitja undir þessu enda voru allra augu á mér líkt og ég bæri ábyrgð á dýrtíðinni. Af hverju gat hún ekki talað um víkingaklappið, Of Monsters and Men eða Sigur Rós, án þess þó að minnast á tollamálin? En þar sem ég hef lítillega tekið þátt í bæjarpólitíkinni ákvað ég nú að bregða mér í gervi stjórnmálamannsins til að verjast áganginum. Tók ég mér til fyrirmyndar José María Azanar, sem var formaður Lýðflokksins þegar spilling flokksins náði óþekktum hæðum, en hann kom fyrir þingið í síðustu viku og kannaðist ekkert við fyrrverandi fjármálastjóra sinn sem situr nú í fangelsi fyrir að safna mútugreiðslunum á reikning sinn í Sviss og allir dómar sem fellt hefðu flokksmenn og svert flokkinn voru bara einhver misskilningur. Svo fór hann hlæjandi eins og hross og sagði fundinn hafa verið hina mestu skemmtan. Ef hann gat varið þennan flokk sinn með töffarasvip og hlátrasköllum hlýt ég að geta varið föðurlandið þegar á reynir, hugsaði ég með mér. „Ég hef tvisvar fengið verðandi hjón sem ætluðu að fara til Íslands í brúðkaupsferð,“ sagði frúin meðan ég setti upp töffarasvipinn, „en þegar þau áttuðu sig á verðlaginu ákváðu þau að fara bara til Noregs.“ „Til Noregs?“ sagði ég meðan ég áttaði mig á því að mínum stutta stjórnmálaferli var lokið.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar