„Hrottaleg atlaga“ en ósannað að Valur ætlaði að bana bróður sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2018 16:54 Valur Lýðsson, klæddur í brún jakkaföt, ásamt verjanda sínum, Ólafi Björnssyni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands telur hafið yfir skynsamlegan vafa að Valur Lýðsson hafi veit Ragnari bróður sínum þá áverka sem leiddu hann til dauða þann 31. mars að Gýgjarhóli II í Biskupstungum. Þetta kemur fram í niðurstöðum dómsins sem hefur verið birtur á vef dómstólsins. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars og til að greiða fjórum börnum Ragnars þrjár milljónir króna hverju í miskabætur. Saksóknari fór fram á sextán ára fangelsi yfir Val og börn Ragnars tíu milljónir króna hvert. Valur bar við minnisleyfi fyrir dómi. Hann segist hafa vaknað snemma eftir mikla drykkju um nóttina og komið að bróður sínum látnum í þvottahúsinu. Hann hafi um leið hringt í Neyðarlínuna. Í dómi héraðsdóms segir að Valur hafi borið öll þau einkenni að hafa lent í átökum enda hafi hann bæði verið með áverka á sér auk þess sem blóð úr Ragnari fannst á honum. Ekkert kom fram við aðalmeðferð málsins sem gaf til kynna að einhver annar hefði átt hlut að máli. Því hafi það verið aðalatriði hjá dómstólnum að meta hvort Valur hafi ætlað að drepa bróður sinn.Enginn til frásagnar Sannað þótti að Valur hefði slegið bróður sinn ítrekað með hnefa í höfuð og líkama. Þá bentu rannsóknargögn til þess að hann hefði annaðhvort sparkað eða trampað á höfði hans og líka. Hins vegar benti ekkert til þess að valur hefði notast við einhvers konar vopn eða áhald. Dómurinn nefnir að ekki sé hægt að líta fram hjá því að ölvunarástand Ragnars hafi at mati réttarmeinafræðings átt þátt í dauða hans. Á móti því komi að stunga rifbeina í lifur hefði að öllum líkindum ein og sér getað valdið dauða hans hefði hann ekki fljótlega komist undir læknishendur. „Þar sem enginn er til frásagnar um þau atvik sem leiddu til átaka milli þeirra bræðra er ekkert hægt að fullyrða um upptökin að þeim,“ segir í dómnum. Fyrir liggi að Valur hafi átt það til að beita ofbeldi undir áhrifum áfengis. Þá eigi hann sömuleiðis sögu um óminni eftir neyslu áfengis. Sú háttsemi að slá eða sparka í höfuð bróður síns hafi að sönnu verið hættuleg „en ekki verður talið að honum hafi verið ljóst að langlíklegast væri að afleiðingarnar yrðu þær að hann myndi lenda í bráðri andnauð vegna banvænnar innöndunar magainnihalds og láta lífið af þeim sökum.“Allur vafi sakborningi í hag Þá yrði heldur ekki talið að Val hafi mátt vera ljóst að langlíklegast væri að högg hans eða spörk í síðu Ragnars myndu leiða til þess að rifbein styngjust í lifur hans með lífshættulegum afleiðingum. Hafa beri í huga að allan vafa í þessum efnum ber að skýra sakborningi í hag. Að mati dómsins hefur því ekki tekist að sanna að fyrir ákærða hafi vakað að ráða bróður sínum bana. Af þeim sökum var hann ekki sakfelldur fyrir manndráp heldur stórhættulega og vísvitandi líkamsárás sem leiddi til dauða. Hvorki saksóknari né verjandi Vals hafa tekði ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað. Valur sætir gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfresti stendur. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58 Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03 Þung högg á höfuð og síðu banameinið Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. 3. september 2018 15:20 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands telur hafið yfir skynsamlegan vafa að Valur Lýðsson hafi veit Ragnari bróður sínum þá áverka sem leiddu hann til dauða þann 31. mars að Gýgjarhóli II í Biskupstungum. Þetta kemur fram í niðurstöðum dómsins sem hefur verið birtur á vef dómstólsins. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars og til að greiða fjórum börnum Ragnars þrjár milljónir króna hverju í miskabætur. Saksóknari fór fram á sextán ára fangelsi yfir Val og börn Ragnars tíu milljónir króna hvert. Valur bar við minnisleyfi fyrir dómi. Hann segist hafa vaknað snemma eftir mikla drykkju um nóttina og komið að bróður sínum látnum í þvottahúsinu. Hann hafi um leið hringt í Neyðarlínuna. Í dómi héraðsdóms segir að Valur hafi borið öll þau einkenni að hafa lent í átökum enda hafi hann bæði verið með áverka á sér auk þess sem blóð úr Ragnari fannst á honum. Ekkert kom fram við aðalmeðferð málsins sem gaf til kynna að einhver annar hefði átt hlut að máli. Því hafi það verið aðalatriði hjá dómstólnum að meta hvort Valur hafi ætlað að drepa bróður sinn.Enginn til frásagnar Sannað þótti að Valur hefði slegið bróður sinn ítrekað með hnefa í höfuð og líkama. Þá bentu rannsóknargögn til þess að hann hefði annaðhvort sparkað eða trampað á höfði hans og líka. Hins vegar benti ekkert til þess að valur hefði notast við einhvers konar vopn eða áhald. Dómurinn nefnir að ekki sé hægt að líta fram hjá því að ölvunarástand Ragnars hafi at mati réttarmeinafræðings átt þátt í dauða hans. Á móti því komi að stunga rifbeina í lifur hefði að öllum líkindum ein og sér getað valdið dauða hans hefði hann ekki fljótlega komist undir læknishendur. „Þar sem enginn er til frásagnar um þau atvik sem leiddu til átaka milli þeirra bræðra er ekkert hægt að fullyrða um upptökin að þeim,“ segir í dómnum. Fyrir liggi að Valur hafi átt það til að beita ofbeldi undir áhrifum áfengis. Þá eigi hann sömuleiðis sögu um óminni eftir neyslu áfengis. Sú háttsemi að slá eða sparka í höfuð bróður síns hafi að sönnu verið hættuleg „en ekki verður talið að honum hafi verið ljóst að langlíklegast væri að afleiðingarnar yrðu þær að hann myndi lenda í bráðri andnauð vegna banvænnar innöndunar magainnihalds og láta lífið af þeim sökum.“Allur vafi sakborningi í hag Þá yrði heldur ekki talið að Val hafi mátt vera ljóst að langlíklegast væri að högg hans eða spörk í síðu Ragnars myndu leiða til þess að rifbein styngjust í lifur hans með lífshættulegum afleiðingum. Hafa beri í huga að allan vafa í þessum efnum ber að skýra sakborningi í hag. Að mati dómsins hefur því ekki tekist að sanna að fyrir ákærða hafi vakað að ráða bróður sínum bana. Af þeim sökum var hann ekki sakfelldur fyrir manndráp heldur stórhættulega og vísvitandi líkamsárás sem leiddi til dauða. Hvorki saksóknari né verjandi Vals hafa tekði ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað. Valur sætir gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfresti stendur.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58 Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03 Þung högg á höfuð og síðu banameinið Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. 3. september 2018 15:20 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58
Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03
Þung högg á höfuð og síðu banameinið Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. 3. september 2018 15:20