Samflot í viðræðum hafi tíðkast í áratugi Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. september 2018 07:30 Rætt hefur verið um mögulegt samstarf aðildarfélaga SGS og LÍV í komandi kjaraviðræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Kjaraviðræður eru samningar um uppbyggingu lífskjara fólks og jákvæða þróun samfélagsins. Báðir aðilar verða að miðla málum til að ná niðurstöðu. Þannig hefur það verið og verður áfram. Kjaraviðræður eru ekki kappleikur og ég held að menn ættu að vera orðvarir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mikil umræða hefur verið um samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) í komandi kjaraviðræðum. Þannig hefur stjórn Eflingar, sem er stærsta aðildarfélagið innan SGS, ályktað að grundvöllur slíks samstarfs verði kannaður. Stjórn Framsýnar stéttarfélags á Húsavík hefur ályktað um að allra leiða skuli leitað til að sameina aðildarfélög SGS í komandi kjaraviðræðum í stað þess að félögin á höfuðborgarsvæðinu séu sér. Stjórnin hvetur til samstarfs við VR og LÍV.Halldór Benjamín Þorbergsson.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, talar á svipuðum nótum og sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann vildi láta reyna á myndun ofurbandalags SGS og LÍV. Halldór Benjamín segir að hugmynd um ofurbandalag sé ekki annað en samflot í kjaraviðræðum sem hafi tíðkast um áratuga skeið. „Það er ekkert nýtt í þessu og þetta er sjálfsagður réttur stéttarfélaga og að mörgu leyti æskilegt fyrir atvinnurekendur að eiga við færri viðsemjendur í einu.“ Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir reynsluna sýna að meiri árangur náist í kjarasamningum með samfloti stéttarfélaga. „Það gildir í þessu að í samstöðunni felst styrkur. Því samheldnari sem hópurinn er gagnvart stjórnvöldum og atvinnurekendum, því betri stöðu hefur hann.“ Halldór segir að leggja þurfi mat á hagsmunina og stöðuna í aðdraganda samninganna. „Það eru umræður og samræður í gangi víða. Svo er spurning hvort iðnaðarmönnum, sem eru þriðji stjóri hópurinn, verði boðið með.“ Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að aðilar eigi með sér samstarf um sumt en ekki annað. „Við gætum séð mikið samstarf gagnvart stjórnvöldum en kannski einhverjar sameiginlegar meginlínur gagnvart atvinnurekendum. Félögin gætu þá verið með einhverjar sérkröfur gagnvart þeim.“ Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segir að þar á bæ séu engir kostir útilokaðir fyrirfram. „Við útilokum ekki samstarf við neinn. Fyrsti kosturinn er að við iðnaðarmenn tölum saman og svo getum við farið í það að ræða við aðra. Við erum tilbúnir að skoða margt og velta við öllum steinum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Doktor í félagsfræði segir afar mikla stéttaskiptingu hér á landi Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. 22. september 2018 19:45 Óvarlegar yfirlýsingar geti aukið óstöðugleika Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. 23. september 2018 20:00 ASÍ segir fjárlagafrumvarpið kaldar kveðjur til láglaunafólks Gylfi Arnbjörnsson segir stöðuna ekki sæmandi samfélagi sem vill láta kenna sig við velferð og jöfnuð. 19. september 2018 14:29 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Sjá meira
„Kjaraviðræður eru samningar um uppbyggingu lífskjara fólks og jákvæða þróun samfélagsins. Báðir aðilar verða að miðla málum til að ná niðurstöðu. Þannig hefur það verið og verður áfram. Kjaraviðræður eru ekki kappleikur og ég held að menn ættu að vera orðvarir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mikil umræða hefur verið um samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) í komandi kjaraviðræðum. Þannig hefur stjórn Eflingar, sem er stærsta aðildarfélagið innan SGS, ályktað að grundvöllur slíks samstarfs verði kannaður. Stjórn Framsýnar stéttarfélags á Húsavík hefur ályktað um að allra leiða skuli leitað til að sameina aðildarfélög SGS í komandi kjaraviðræðum í stað þess að félögin á höfuðborgarsvæðinu séu sér. Stjórnin hvetur til samstarfs við VR og LÍV.Halldór Benjamín Þorbergsson.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, talar á svipuðum nótum og sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann vildi láta reyna á myndun ofurbandalags SGS og LÍV. Halldór Benjamín segir að hugmynd um ofurbandalag sé ekki annað en samflot í kjaraviðræðum sem hafi tíðkast um áratuga skeið. „Það er ekkert nýtt í þessu og þetta er sjálfsagður réttur stéttarfélaga og að mörgu leyti æskilegt fyrir atvinnurekendur að eiga við færri viðsemjendur í einu.“ Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir reynsluna sýna að meiri árangur náist í kjarasamningum með samfloti stéttarfélaga. „Það gildir í þessu að í samstöðunni felst styrkur. Því samheldnari sem hópurinn er gagnvart stjórnvöldum og atvinnurekendum, því betri stöðu hefur hann.“ Halldór segir að leggja þurfi mat á hagsmunina og stöðuna í aðdraganda samninganna. „Það eru umræður og samræður í gangi víða. Svo er spurning hvort iðnaðarmönnum, sem eru þriðji stjóri hópurinn, verði boðið með.“ Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að aðilar eigi með sér samstarf um sumt en ekki annað. „Við gætum séð mikið samstarf gagnvart stjórnvöldum en kannski einhverjar sameiginlegar meginlínur gagnvart atvinnurekendum. Félögin gætu þá verið með einhverjar sérkröfur gagnvart þeim.“ Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segir að þar á bæ séu engir kostir útilokaðir fyrirfram. „Við útilokum ekki samstarf við neinn. Fyrsti kosturinn er að við iðnaðarmenn tölum saman og svo getum við farið í það að ræða við aðra. Við erum tilbúnir að skoða margt og velta við öllum steinum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Doktor í félagsfræði segir afar mikla stéttaskiptingu hér á landi Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. 22. september 2018 19:45 Óvarlegar yfirlýsingar geti aukið óstöðugleika Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. 23. september 2018 20:00 ASÍ segir fjárlagafrumvarpið kaldar kveðjur til láglaunafólks Gylfi Arnbjörnsson segir stöðuna ekki sæmandi samfélagi sem vill láta kenna sig við velferð og jöfnuð. 19. september 2018 14:29 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Sjá meira
Doktor í félagsfræði segir afar mikla stéttaskiptingu hér á landi Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. 22. september 2018 19:45
Óvarlegar yfirlýsingar geti aukið óstöðugleika Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. 23. september 2018 20:00
ASÍ segir fjárlagafrumvarpið kaldar kveðjur til láglaunafólks Gylfi Arnbjörnsson segir stöðuna ekki sæmandi samfélagi sem vill láta kenna sig við velferð og jöfnuð. 19. september 2018 14:29
Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31