Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs.
Cosby var í apríl fundinn sekur um kynferðisofbeldi en honum var gefið að sök að hafa misnotað þrjár konur kynferðislega eftir að hafa byrlað þeim með þeim afleiðingum að þær misstu meðvitund.
Nú standa hins vegar yfir réttarhöld yfir Cosby þar sem ákveðið verður hver refsing hans verður. Saksóknarar í málinu hafa farið fram á að Cosby hljóti dóm á bilinu fimm til tíu ár, en verjendur Cosby segja hann of gamlan og veikburða til þess að hljóta fangelsisdóm, en Cosby er 81 árs gamall.
Í stað fangelsisdóms hafa verjendur Cosby lagt til að hann verði dæmdur í stofufangelsi en sækjendur í málinu halda því fram að það myndi mögulega gera Cosby kleift að brjóta aftur af sér, og hafa raunar sagst vissir um að hann myndi gera það ef færi gæfist á slíku.
Mál Cosby hefur vakið heimsathygli en 60 konur hafa sakað hann um óviðeigandi hegðun og kynferðisofbeldi en þrettán þeirra segjast hafa verið nauðgað af Cosby. Yrði Cosby dæmdur til þess að sæta fangelsisvist yrði það í fyrsta sinn sem Hollywood-stjarna hlyti fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot síðan #MeToo byltingin hófst.
Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby

Tengdar fréttir

Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu
New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby.

Réttað yfir Bill Cosby
Dómari í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að réttað skuli yfir leikaranum Bill Cosby vegna ásakana um nauðgun og önnur kynferðisbrot. Hátt í sextíu konur hafa undanfarin misseri stigið fram og ásakað Cosby um að hafa brotið á sér.

„Menn sem nauðga mikið eru ekki svalir“
Judd Apatow er harðorður í garð grínistans Bill Cosby.

Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum
Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð.

Bill Cosby dæmdur sekur um nauðgun
Cosby, sem er áttræður, gæti átt yfir höfði sér 30 ára fangelsi.