Lögmaður númer 109 Davíð Þorláksson skrifar 26. september 2018 08:00 Dómsmálaráðuneyti auglýsir laus til umsóknar tuttugu leyfi til að stunda lögmennsku á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú leyfi á Akureyri.“ Það er erfitt að ímynda sér nútímalegt vestrænt ríkisvald sem myndi láta sér detta í hug að senda frá sér svona auglýsingu. Eða hvað? Íslenska ríkið auglýsti reyndar síðastliðinn fimmtudag laus til umsóknar tuttugu leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú á Akureyri. Leigubílstjórar eru eina starfsstéttin á Íslandi sem nýtur verndar með fjöldatakmörkunum. Þessar reglur er nefnilega ekki settar neytendum til hagsbóta, heldur þeim nokkrum hundruðum sem hafa leyfi til að aka leigubílum. Engum hefur tekist að útskýra hvernig stendur á því og af hverju lögmál um framboð og eftirspurn ættu ekki að gilda um þessa atvinnugrein. Aðrir atvinnubílstjórar, svo sem sendi- og rútubílstjórar, virðast ekki vera í vandræðum með að rata um öngstræti hins frjálsa markaðar. Afnám hindrananna myndi hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér fyrir neytendur og efnahagslífið í heild. Dyr myndu opnast fyrir farveitur, eins og Uber og Lyft sem hafa það að markmiði að greiða fyrir umferð, til að koma inn á markaðinn. Verð mun lækka, þjónusta batna, engin þörf verður fyrir leigubílastæði, sveigjanleiki og öryggi eykst auk þess sem afnámið mun fela í sér þjóðhagslegan ábata. Eftirlitsstofnun EFTA er búin að benda íslenskum stjórnvöldum á að þetta fyrirkomulag standist ekki. Samkeppni og frjáls markaður á nefnilega erindi alls staðar. Það gilda engin sérstök hagfræðilögmál um íslenska leigubílamarkaðinn sem kalla á aðgangshindranir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti auglýsir laus til umsóknar tuttugu leyfi til að stunda lögmennsku á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú leyfi á Akureyri.“ Það er erfitt að ímynda sér nútímalegt vestrænt ríkisvald sem myndi láta sér detta í hug að senda frá sér svona auglýsingu. Eða hvað? Íslenska ríkið auglýsti reyndar síðastliðinn fimmtudag laus til umsóknar tuttugu leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú á Akureyri. Leigubílstjórar eru eina starfsstéttin á Íslandi sem nýtur verndar með fjöldatakmörkunum. Þessar reglur er nefnilega ekki settar neytendum til hagsbóta, heldur þeim nokkrum hundruðum sem hafa leyfi til að aka leigubílum. Engum hefur tekist að útskýra hvernig stendur á því og af hverju lögmál um framboð og eftirspurn ættu ekki að gilda um þessa atvinnugrein. Aðrir atvinnubílstjórar, svo sem sendi- og rútubílstjórar, virðast ekki vera í vandræðum með að rata um öngstræti hins frjálsa markaðar. Afnám hindrananna myndi hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér fyrir neytendur og efnahagslífið í heild. Dyr myndu opnast fyrir farveitur, eins og Uber og Lyft sem hafa það að markmiði að greiða fyrir umferð, til að koma inn á markaðinn. Verð mun lækka, þjónusta batna, engin þörf verður fyrir leigubílastæði, sveigjanleiki og öryggi eykst auk þess sem afnámið mun fela í sér þjóðhagslegan ábata. Eftirlitsstofnun EFTA er búin að benda íslenskum stjórnvöldum á að þetta fyrirkomulag standist ekki. Samkeppni og frjáls markaður á nefnilega erindi alls staðar. Það gilda engin sérstök hagfræðilögmál um íslenska leigubílamarkaðinn sem kalla á aðgangshindranir.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar