Vaxtahækkun vekur athygli Agnar Tómas Möller skrifar 26. september 2018 07:00 Í nýlegu viðtali tjáði Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Ísland, sig um hækkun fastra óverðtryggðra vaxta á íbúðalánum hjá innlánsstofnunum og lífeyrissjóðum, sem hafa hækkað nokkuð undanfarið. Í því samhengi benti Gylfi á að launahækkanir langt umfram framleiðnivöxt muni að öðru óbreyttu leiða til hærri verðbólgu og vaxta og að skýringar á vaxtahækkunum undanfarið megi rekja til ótta um niðurstöðu komandi kjarasamninga. Undir það má taka, en þegar nánar er gáð eru fleiri kraftar að verki. Vextir á íbúðalánum bankanna eru ákvarðaðir í skuldabréfaútboðum á svokölluðum sértryggðum skuldabréfum, en vextir lífeyrissjóða taka mið af ríkisbréfum eða eru ákvarðaðir af stjórnum þeirra. Sértryggð skuldabréf eru bæði með veð í húsnæðislánum og á ábyrgð bankanna og fylgja auk þess stífum skilyrðum. Í Evrópu og víðar eru sértryggð skuldabréf talin vera svo gott sem jafnörugg og ríkisskuldabréf og algengt að þau beri einungis á bilinu 0,1-0,25% hærri vexti en sambærileg ríkisbréf. Á Íslandi er vaxtaálag þeirra nokkuð hærra, um 0,5% á óverðtryggð skuldabréf og um 0,8% ofan á verðtryggð. Ástæðan fyrir því er ekki sú að hér séu bréfin hlutfallslega áhættusamari heldur vegna þess sem oft hefur verið bent á: mikið útflæði innlendra fjárfesta eftir haftaafléttingu, stóraukin skuldabréfaútgáfa á markaði, einkum fyrirtækja, mikil aukning í veitingu fasteignalána banka og lífeyrissjóða vegna aukinnar íbúðafjárfestingar, og síðast en ekki síst vegna stífra innflæðishafta sem hefur stöðvað allar skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila hér á landi.Vextir skiljast að Frá ágúst 2016 hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti úr 5,75% í 4,25%. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst voru 4 ára óverðtryggðir ríkisbréfavextir 5,8% en lækkuðu svo hratt næstu misseri. Sú þróun hefur svo snúist við og eru sömu vextir um 5,6% í dag – talsverðar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa því lítt skilað sér inn á skuldabréfamarkað fyrir óverðtryggða vexti sem mynda grunn að vöxtum óverðtryggðra fastavaxta íbúðalána. Framvirkir vextir 4 ára ríkisbréfa (þ.e. spá markaðarins um framtíðar skammtímavexti) gera ráð fyrir 1,25% hækkun vaxta næstu 12 mánuði, og um 0,5% árið 2020, þ.e. að skammtímavextir hækki úr 4,25% í 6,00% næstu 2 ár. Jafnframt er 4 ára verðbólguálag á skuldabréfamarkaði um 3,8% þegar þetta er skrifað. Þetta er í nokkru ósamræmi við niðurstöður síðustu könnunar Seðlabankans frá því í ágúst á væntingum markaðsaðila, sem að jafnaði vænta óbreyttra vaxta næsta árið og að verðbólga verði um 2,8% að jafnaði næstu 10 ár. Einnig í ljósi þess að áhyggjur markaðarins af WOW air virðast vera fyrir bí í bili sem og fréttir af kjaramálum benda til minni hættu á að launaliðurinn muni fara út fyrir öll mörk, einkum í ljósi versnandi stöðu ferðaþjónustunnar og þungs reksturs innlendra fyrirtækja.Fá óvænta aðstoð Í Danmörku hefur átt sér stað merkileg þróun undanfarið – japanskir fjárfestar hafa keypt dönsk sértryggð skuldabréf af miklum móð, í heildina yfir 8 milljarða dollara frá árinu 2016 og danskir húsnæðiskaupendur geta í dag fest óverðtryggða vexti til 30 ára í 1,5%, meðal annars með hjálp japanskra sparifjáreigenda. Líkt og Seðlabankinn hefur bent réttilega á, eru svo lágir vextir ekki æskilegir til lengri tíma og eru „sjúkdómseinkenni“ fyrir hagkerfi (eða réttara sagt myntbandalög) sem búa við lágan hagvöxt og verðbólgu. En erlendir fjárfestar hafa hins vegar í Danmörku og víðar þar sem hagkerfi standa traustum fótum með litlar skuldir og hátt lánshæfi, líkt og á litla Íslandi, átt þátt í að lækka vaxtakostnað heimila og fyrirtækja enn frekar. Slíkt ætti alltaf að vera eftirsótt fagnaðarefni, sama hvert vaxtastig viðkomandi lands er. En hér á landi höfum við annan hátt á, og sjáum merki þess undanfarið í hækkun óverðtryggðra fastvaxta húsnæðislána, sem virðast í litlu samræmi við traustar undirstöður hagkerfisins og vænta þróun skammtímavaxta. En yfirlýstur tilgangur hins svokallaða „fjárstreymistækis“ Seðlabankans hefur meðal annars verið fólginn í því að auka aðhald peningastefnunnar. Það hefur nú tekist svo vel, að tekið hefur verið eftir af fræðimönnum í Háskóla Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali tjáði Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Ísland, sig um hækkun fastra óverðtryggðra vaxta á íbúðalánum hjá innlánsstofnunum og lífeyrissjóðum, sem hafa hækkað nokkuð undanfarið. Í því samhengi benti Gylfi á að launahækkanir langt umfram framleiðnivöxt muni að öðru óbreyttu leiða til hærri verðbólgu og vaxta og að skýringar á vaxtahækkunum undanfarið megi rekja til ótta um niðurstöðu komandi kjarasamninga. Undir það má taka, en þegar nánar er gáð eru fleiri kraftar að verki. Vextir á íbúðalánum bankanna eru ákvarðaðir í skuldabréfaútboðum á svokölluðum sértryggðum skuldabréfum, en vextir lífeyrissjóða taka mið af ríkisbréfum eða eru ákvarðaðir af stjórnum þeirra. Sértryggð skuldabréf eru bæði með veð í húsnæðislánum og á ábyrgð bankanna og fylgja auk þess stífum skilyrðum. Í Evrópu og víðar eru sértryggð skuldabréf talin vera svo gott sem jafnörugg og ríkisskuldabréf og algengt að þau beri einungis á bilinu 0,1-0,25% hærri vexti en sambærileg ríkisbréf. Á Íslandi er vaxtaálag þeirra nokkuð hærra, um 0,5% á óverðtryggð skuldabréf og um 0,8% ofan á verðtryggð. Ástæðan fyrir því er ekki sú að hér séu bréfin hlutfallslega áhættusamari heldur vegna þess sem oft hefur verið bent á: mikið útflæði innlendra fjárfesta eftir haftaafléttingu, stóraukin skuldabréfaútgáfa á markaði, einkum fyrirtækja, mikil aukning í veitingu fasteignalána banka og lífeyrissjóða vegna aukinnar íbúðafjárfestingar, og síðast en ekki síst vegna stífra innflæðishafta sem hefur stöðvað allar skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila hér á landi.Vextir skiljast að Frá ágúst 2016 hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti úr 5,75% í 4,25%. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst voru 4 ára óverðtryggðir ríkisbréfavextir 5,8% en lækkuðu svo hratt næstu misseri. Sú þróun hefur svo snúist við og eru sömu vextir um 5,6% í dag – talsverðar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa því lítt skilað sér inn á skuldabréfamarkað fyrir óverðtryggða vexti sem mynda grunn að vöxtum óverðtryggðra fastavaxta íbúðalána. Framvirkir vextir 4 ára ríkisbréfa (þ.e. spá markaðarins um framtíðar skammtímavexti) gera ráð fyrir 1,25% hækkun vaxta næstu 12 mánuði, og um 0,5% árið 2020, þ.e. að skammtímavextir hækki úr 4,25% í 6,00% næstu 2 ár. Jafnframt er 4 ára verðbólguálag á skuldabréfamarkaði um 3,8% þegar þetta er skrifað. Þetta er í nokkru ósamræmi við niðurstöður síðustu könnunar Seðlabankans frá því í ágúst á væntingum markaðsaðila, sem að jafnaði vænta óbreyttra vaxta næsta árið og að verðbólga verði um 2,8% að jafnaði næstu 10 ár. Einnig í ljósi þess að áhyggjur markaðarins af WOW air virðast vera fyrir bí í bili sem og fréttir af kjaramálum benda til minni hættu á að launaliðurinn muni fara út fyrir öll mörk, einkum í ljósi versnandi stöðu ferðaþjónustunnar og þungs reksturs innlendra fyrirtækja.Fá óvænta aðstoð Í Danmörku hefur átt sér stað merkileg þróun undanfarið – japanskir fjárfestar hafa keypt dönsk sértryggð skuldabréf af miklum móð, í heildina yfir 8 milljarða dollara frá árinu 2016 og danskir húsnæðiskaupendur geta í dag fest óverðtryggða vexti til 30 ára í 1,5%, meðal annars með hjálp japanskra sparifjáreigenda. Líkt og Seðlabankinn hefur bent réttilega á, eru svo lágir vextir ekki æskilegir til lengri tíma og eru „sjúkdómseinkenni“ fyrir hagkerfi (eða réttara sagt myntbandalög) sem búa við lágan hagvöxt og verðbólgu. En erlendir fjárfestar hafa hins vegar í Danmörku og víðar þar sem hagkerfi standa traustum fótum með litlar skuldir og hátt lánshæfi, líkt og á litla Íslandi, átt þátt í að lækka vaxtakostnað heimila og fyrirtækja enn frekar. Slíkt ætti alltaf að vera eftirsótt fagnaðarefni, sama hvert vaxtastig viðkomandi lands er. En hér á landi höfum við annan hátt á, og sjáum merki þess undanfarið í hækkun óverðtryggðra fastvaxta húsnæðislána, sem virðast í litlu samræmi við traustar undirstöður hagkerfisins og vænta þróun skammtímavaxta. En yfirlýstur tilgangur hins svokallaða „fjárstreymistækis“ Seðlabankans hefur meðal annars verið fólginn í því að auka aðhald peningastefnunnar. Það hefur nú tekist svo vel, að tekið hefur verið eftir af fræðimönnum í Háskóla Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun