Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. september 2018 08:00 Eignarhaldsfélagið BG12, sem Arion banki átti 62 prósenta hlut í, seldi 45,9 prósenta hlut sinn í Bakkavör í ársbyrjun 2016. Fréttablaðið/Eyþór Bankasýsla ríkisins krafðist þess í desember í fyrra að innri endurskoðanda Arion banka yrði falið að gera formlega athugun á sölu bankans á hlut sínum í breska matvælaframleiðandanum Bakkavör. Meirihluti stjórnar bankans hafnaði hins vegar tillögu Kirstínar Þ. Flygenring, þáverandi fulltrúa Bankasýslunnar í stjórn bankans, þess efnis á fundi sínum í desember síðastliðnum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði sem Bankasýsla ríkisins, sem fór þar til í febrúar fyrr á þessu ári með 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, skrifaði Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, þann 15. janúar síðastliðinn. Í minnisblaðinu, sem Markaðurinn fékk afhent frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu á grundvelli upplýsingalaga, er jafnframt upplýst um að Guðrún Johnsen, þáverandi varaformaður stjórnar Arion banka, hafi á stjórnarfundi bankans í nóvember 2015 greitt atkvæði gegn sölunni í Bakkavör. Hún lagði síðan til á fundi stjórnar þann 14. nóvember í fyrra að gerð yrði könnun á söluferli eignarhlutarins. Sú tillaga var felld og degi síðar var Guðrúnu tjáð að „breytingar væru fyrirhugaðar á stjórn bankans og [hennar] aðkomu væri ekki óskað“, eins og það er orðað í minnisblaðinu.Ágúst GuðmundssonGengið var frá sölu eignarhaldsfélagsins BG12 á 45,9 prósenta hlut í Bakkavör í janúar árið 2016 en Arion banki fór með 62 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu. Aðrir eigendur BG12 voru aðallega lífeyrissjóðir, eins og til dæmis Lífeyrissjóður verslunarmanna sem átti 14,3 prósenta hlut og Gildi með 11,6 prósenta hlut. Kaupendur að hlutnum voru bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, en þeir áttu fyrir um 38 prósent í matvælaframleiðandanum, og bandaríski vogunarsjóðurinn Baupost. Var kaupverðið ríflega 147 milljónir punda.Þrefaldaðist í virði Bankasýslan tekur fram í minnisblaðinu til ráðherra að í kjölfar almenns útboðs á hlutabréfum í Bakkavör og skráningu þeirra í kauphöllina í Lundúnum í nóvember í fyrra hafi komið í ljós að verðmæti eignarhlutar BG12 í matvælaframleiðandanum hafi því sem næst þrefaldast. Virði hlutarins hafi þannig, á tuttugu mánuðum, farið úr 147 milljónum punda í 433 milljónir punda. Bendir Bankasýslan á að ef verðmæti eignarhlutarins sem BG12 seldi í janúar 2016 hefði verið það sama við söluna og það var við útboðið í nóvember 2017, þá gæti Arion banki hafa farið á mis við um 19,9 milljarða króna og ríkissjóður orðið af um 2,6 milljörðum króna. Það er, að sögn Bankasýslunnar, svipuð fjárhæð og talið er að ríkið hafi orðið af vegna sölu Landsbankans á 31 prósents hlut í Borgun árið 2014, eins og frægt er. Að auki nefnir stofnunin að það sé „augljóst“ að skömmu eftir sölu BG12 hafi kaupendur hlutanna – Ágúst, Lýður og Baupost – farið að huga að sölu þeirra enda taki það um tólf mánuði að undirbúa almennt útboð og skráningu á hlutabréfum. Í minnisblaðinu segir Bankasýslan ljóst að stofnunin geti þurft að kalla eftir svipuðum upplýsingum frá Arion banka eins og hún óskaði eftir í Borgunarmálinu til þess að meta hvort umrædd sala hafi verið í samræmi við lög sem gilda um stofnunina og eigendastefnu ríkisins. Ekkert varð hins vegar af því þar sem Kaupskil, dótturfélag Kaupþings og stærsti hluthafi Arion banka, ákvað í febrúar síðastliðnum að nýta sér kauprétt á 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum en með sölunni fór ríkið endanlega út úr hluthafahópnum.Lýður GuðmundssonEkki ljóst hver stýrði ferlinu Þá er tekið fram í minnisblaðinu að Bankasýslunni hafi þótt nauðsynlegt að spyrja stjórnendur Arion banka nánar um söluna í Bakkavör á fundi vegna fjórðungsuppgjörs bankans um miðjan nóvember í fyrra. „Gat Arion ekki svarað spurningum um hvert söluandvirði hlutanna hafi verið miðað við undirliggjandi rekstrarhagnað,“ segir í minnisblaðinu. „Þá var ekki ljóst hvort að BG12 eða Bakkavör hafi stýrt söluferlinu á hlut BG12 í Bakkavör, en ferlinu var stýrt af fjárfestingarbanka sem um langt skeið hefur verið nátengdur Bakkavör og er því vel kunnugur stjórnendum félagsins,“ segir Bankasýslan og á þar við breska bankann Barclays. „Þá er alls ekki ljóst hversu opið ferlið var. Má segja að frá sjónarhóli Bankasýslunnar vakni upp sömu spurningar og í Borgunarmálinu,“ segir í umræddu minnisblaði Bankasýslunnar. Á meðal þeirra upplýsinga sem Bankasýslan segist mögulega þurfa að kalla eftir er hver hafi haft forræði yfir sölu eignarhlutanna, það er Arion, BG12 eða Bakkavör, hver hafi valið fjárfestingarbanka til að stýra söluferlinu og hvers vegna slík söluaðferð á eignarhlutnum hafi orðið fyrir valinu í stað almenns útboðs á hlutnum og skráningar. Eins segist stofnunin vilja fá upplýsingar um hverjum hafi verið gefinn kostur á því að bjóða í eignarhlutinn, hve margir hafi tekið þátt í söluferlinu á mismunandi stigum þess, hvaða verðmat hafi verið lagt til grundvallar því að boði endanlegra kaupenda hafi verið tekið og loks hvort aðrir þættir hafi haft áhrif á það að tilboð kaupenda hafi verið tekið. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Salan á Arion banka Viðskipti Tengdar fréttir Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00 Selja vart meira en um fjórðung í Arion Arðsemi eigin fjár af kjarnastarfsemi Arion banka hefur dregist saman og kostnaðarhlutfallið hækkað á undanförnum árum. Talið var nauðsynlegt að verðleggja bankann lágt í útboðinu til þess að auka áhuga erlendra fjárfesta. Lágt gengi hefur hreyft við fjárfestum. 6. júní 2018 06:00 Sala á bönkunum mun taka tíu ár Bankastjóri Arion banka hefði viljað að stærri skerf hefði verið úthlutað til íslenskra fjárfesta í útboði bankans. Skaðaði viðskiptasamband bankans. Á von á því að meirihluti í Valitor verði brátt settur í opið söluferli. Sala á bönkunum er vegferð sem mun taka tíu ár. 11. júlí 2018 09:00 Meta Arion allt að 56 prósent yfir útboðsgengi Greinendur meta gengi hlutabréfa í Arion banka allt að 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna. Sérfræðingar IFS telja líklegt að vaxtamunur muni lækka vegna aukinnar samkeppni. Capacent segir vaxtarmöguleika íslenskra banka takmarkaða. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Bankasýsla ríkisins krafðist þess í desember í fyrra að innri endurskoðanda Arion banka yrði falið að gera formlega athugun á sölu bankans á hlut sínum í breska matvælaframleiðandanum Bakkavör. Meirihluti stjórnar bankans hafnaði hins vegar tillögu Kirstínar Þ. Flygenring, þáverandi fulltrúa Bankasýslunnar í stjórn bankans, þess efnis á fundi sínum í desember síðastliðnum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði sem Bankasýsla ríkisins, sem fór þar til í febrúar fyrr á þessu ári með 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, skrifaði Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, þann 15. janúar síðastliðinn. Í minnisblaðinu, sem Markaðurinn fékk afhent frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu á grundvelli upplýsingalaga, er jafnframt upplýst um að Guðrún Johnsen, þáverandi varaformaður stjórnar Arion banka, hafi á stjórnarfundi bankans í nóvember 2015 greitt atkvæði gegn sölunni í Bakkavör. Hún lagði síðan til á fundi stjórnar þann 14. nóvember í fyrra að gerð yrði könnun á söluferli eignarhlutarins. Sú tillaga var felld og degi síðar var Guðrúnu tjáð að „breytingar væru fyrirhugaðar á stjórn bankans og [hennar] aðkomu væri ekki óskað“, eins og það er orðað í minnisblaðinu.Ágúst GuðmundssonGengið var frá sölu eignarhaldsfélagsins BG12 á 45,9 prósenta hlut í Bakkavör í janúar árið 2016 en Arion banki fór með 62 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu. Aðrir eigendur BG12 voru aðallega lífeyrissjóðir, eins og til dæmis Lífeyrissjóður verslunarmanna sem átti 14,3 prósenta hlut og Gildi með 11,6 prósenta hlut. Kaupendur að hlutnum voru bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, en þeir áttu fyrir um 38 prósent í matvælaframleiðandanum, og bandaríski vogunarsjóðurinn Baupost. Var kaupverðið ríflega 147 milljónir punda.Þrefaldaðist í virði Bankasýslan tekur fram í minnisblaðinu til ráðherra að í kjölfar almenns útboðs á hlutabréfum í Bakkavör og skráningu þeirra í kauphöllina í Lundúnum í nóvember í fyrra hafi komið í ljós að verðmæti eignarhlutar BG12 í matvælaframleiðandanum hafi því sem næst þrefaldast. Virði hlutarins hafi þannig, á tuttugu mánuðum, farið úr 147 milljónum punda í 433 milljónir punda. Bendir Bankasýslan á að ef verðmæti eignarhlutarins sem BG12 seldi í janúar 2016 hefði verið það sama við söluna og það var við útboðið í nóvember 2017, þá gæti Arion banki hafa farið á mis við um 19,9 milljarða króna og ríkissjóður orðið af um 2,6 milljörðum króna. Það er, að sögn Bankasýslunnar, svipuð fjárhæð og talið er að ríkið hafi orðið af vegna sölu Landsbankans á 31 prósents hlut í Borgun árið 2014, eins og frægt er. Að auki nefnir stofnunin að það sé „augljóst“ að skömmu eftir sölu BG12 hafi kaupendur hlutanna – Ágúst, Lýður og Baupost – farið að huga að sölu þeirra enda taki það um tólf mánuði að undirbúa almennt útboð og skráningu á hlutabréfum. Í minnisblaðinu segir Bankasýslan ljóst að stofnunin geti þurft að kalla eftir svipuðum upplýsingum frá Arion banka eins og hún óskaði eftir í Borgunarmálinu til þess að meta hvort umrædd sala hafi verið í samræmi við lög sem gilda um stofnunina og eigendastefnu ríkisins. Ekkert varð hins vegar af því þar sem Kaupskil, dótturfélag Kaupþings og stærsti hluthafi Arion banka, ákvað í febrúar síðastliðnum að nýta sér kauprétt á 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum en með sölunni fór ríkið endanlega út úr hluthafahópnum.Lýður GuðmundssonEkki ljóst hver stýrði ferlinu Þá er tekið fram í minnisblaðinu að Bankasýslunni hafi þótt nauðsynlegt að spyrja stjórnendur Arion banka nánar um söluna í Bakkavör á fundi vegna fjórðungsuppgjörs bankans um miðjan nóvember í fyrra. „Gat Arion ekki svarað spurningum um hvert söluandvirði hlutanna hafi verið miðað við undirliggjandi rekstrarhagnað,“ segir í minnisblaðinu. „Þá var ekki ljóst hvort að BG12 eða Bakkavör hafi stýrt söluferlinu á hlut BG12 í Bakkavör, en ferlinu var stýrt af fjárfestingarbanka sem um langt skeið hefur verið nátengdur Bakkavör og er því vel kunnugur stjórnendum félagsins,“ segir Bankasýslan og á þar við breska bankann Barclays. „Þá er alls ekki ljóst hversu opið ferlið var. Má segja að frá sjónarhóli Bankasýslunnar vakni upp sömu spurningar og í Borgunarmálinu,“ segir í umræddu minnisblaði Bankasýslunnar. Á meðal þeirra upplýsinga sem Bankasýslan segist mögulega þurfa að kalla eftir er hver hafi haft forræði yfir sölu eignarhlutanna, það er Arion, BG12 eða Bakkavör, hver hafi valið fjárfestingarbanka til að stýra söluferlinu og hvers vegna slík söluaðferð á eignarhlutnum hafi orðið fyrir valinu í stað almenns útboðs á hlutnum og skráningar. Eins segist stofnunin vilja fá upplýsingar um hverjum hafi verið gefinn kostur á því að bjóða í eignarhlutinn, hve margir hafi tekið þátt í söluferlinu á mismunandi stigum þess, hvaða verðmat hafi verið lagt til grundvallar því að boði endanlegra kaupenda hafi verið tekið og loks hvort aðrir þættir hafi haft áhrif á það að tilboð kaupenda hafi verið tekið.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Salan á Arion banka Viðskipti Tengdar fréttir Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00 Selja vart meira en um fjórðung í Arion Arðsemi eigin fjár af kjarnastarfsemi Arion banka hefur dregist saman og kostnaðarhlutfallið hækkað á undanförnum árum. Talið var nauðsynlegt að verðleggja bankann lágt í útboðinu til þess að auka áhuga erlendra fjárfesta. Lágt gengi hefur hreyft við fjárfestum. 6. júní 2018 06:00 Sala á bönkunum mun taka tíu ár Bankastjóri Arion banka hefði viljað að stærri skerf hefði verið úthlutað til íslenskra fjárfesta í útboði bankans. Skaðaði viðskiptasamband bankans. Á von á því að meirihluti í Valitor verði brátt settur í opið söluferli. Sala á bönkunum er vegferð sem mun taka tíu ár. 11. júlí 2018 09:00 Meta Arion allt að 56 prósent yfir útboðsgengi Greinendur meta gengi hlutabréfa í Arion banka allt að 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna. Sérfræðingar IFS telja líklegt að vaxtamunur muni lækka vegna aukinnar samkeppni. Capacent segir vaxtarmöguleika íslenskra banka takmarkaða. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00
Selja vart meira en um fjórðung í Arion Arðsemi eigin fjár af kjarnastarfsemi Arion banka hefur dregist saman og kostnaðarhlutfallið hækkað á undanförnum árum. Talið var nauðsynlegt að verðleggja bankann lágt í útboðinu til þess að auka áhuga erlendra fjárfesta. Lágt gengi hefur hreyft við fjárfestum. 6. júní 2018 06:00
Sala á bönkunum mun taka tíu ár Bankastjóri Arion banka hefði viljað að stærri skerf hefði verið úthlutað til íslenskra fjárfesta í útboði bankans. Skaðaði viðskiptasamband bankans. Á von á því að meirihluti í Valitor verði brátt settur í opið söluferli. Sala á bönkunum er vegferð sem mun taka tíu ár. 11. júlí 2018 09:00
Meta Arion allt að 56 prósent yfir útboðsgengi Greinendur meta gengi hlutabréfa í Arion banka allt að 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna. Sérfræðingar IFS telja líklegt að vaxtamunur muni lækka vegna aukinnar samkeppni. Capacent segir vaxtarmöguleika íslenskra banka takmarkaða. 13. júní 2018 06:00