Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2018 09:00 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra kynnti nýtt veiðigjaldafrumvarp í gær. Fréttablaðið/Eyþór Skiptar skoðanir eru um veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sem kynnt var í gær. Þingmenn og talsmaður samtaka sjávarútvegsfyrirtækja (SFS) lýsa vonbrigðum. Af ólíkum ástæðum. Frumvarpið á að taka gildi á nýju ári og mun að fullu verða virkt árið 2020. Vinnsla á sjávarafurðum, verður undanskilin veiðigjaldi þannig að afkoma veiðanna sjálfra verður aðeins gjaldskyld. Hið opinbera mun ekki leggja veiðigjald á afkomu fiskvinnslanna í landi. Formaður Viðreisnar undrast að VG ætli að gleypa við þessum breytingum sem að hennar mati séu alfarið í þágu stórútgerðar í landinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir frumvarpið valda sér vonbrigðum. „Fljótt á litið eru þetta nokkur vonbrigði. Verði frumvarpið að lögum verður veiðigjaldið áfram of hátt og ekki í takt við stöðu og horfur í sjávarútvegi. Talað er um í sáttmála ríkisstjórnarinnar að það eigi að tryggja samkeppnishæfni sjávarútvegs. Það er umhugsunarefni að þegar sverfur nú að útflutningsgreinum telji menn leiðina til að tryggja samkeppnishæfni þeirra að viðhalda gjaldtöku úr hófi og langt umfram það sem keppinautar á erlendum mörkuðum búa við. Inni í frumvarpinu eru þó ljósir punktar eins og að færa gjaldtöku nær í tíma, taka mið af rauntölum í rekstri og að hætta að horfa til vinnslu sjávarafurða. Það eru allt sanngirnismál og vonandi hafin yfir pólitískt dægurþras.“ Kristján Þór segir mikilvægt að menn greiði aðeins veiðigjald af veiddum afla og að tekið sé tillit til ýmiss kostnaðar við að veiða fiskinn. Einnig sé mikilvægt að taka aðeins gjald af veiðum en ekki vinnslu. „Við getum sagt að það sé tekið tillit til fjárfestinga í skipum og tækjum við útreikning á gjaldstofninum,“ segir Kristján Þór. „Við höfum ekki verið að velta fyrir okkur fjárhæðum í þessu sambandi heldur að sníða agnúa af núverandi kerfi og það ætti að geta nást góð sátt um aðferðina.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, vill að auðlindagjaldið verði nýtt á þeim stöðum þar sem það verður til. „Ég hefði viljað sjá að gjaldið færi í uppbyggingu innviða þaðan sem gjaldið kemur, að mestu á landsbyggðinni, en það fylgir ekki. Í grunninn eru þetta æfingar sjávarútvegsráðherra að nýjum tekjuskatti þar sem menn geta dregið frá ýmsar fjárfestingar. Það er ekki sá þjóðarhlutur sem ég hefði viljað sjá,“ segir Þorgerður. „Það sem undrar mig er að VG haldi í þennan leiðangur og kokgleypi þessar breytingar sem eru fyrst og fremst í þágu sérhagsmuna. Af hálfu hinna stjórnarflokkanna er þetta frekar fyrirsjáanlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna um nýtt veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. 6. september 2018 12:15 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka "Þetta er málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka sem vilja stefna í sitt hvora áttina," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar um nýtt fjárlagafrumvarp og bætir við að fátt komi þar á óvart 11. september 2018 20:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sem kynnt var í gær. Þingmenn og talsmaður samtaka sjávarútvegsfyrirtækja (SFS) lýsa vonbrigðum. Af ólíkum ástæðum. Frumvarpið á að taka gildi á nýju ári og mun að fullu verða virkt árið 2020. Vinnsla á sjávarafurðum, verður undanskilin veiðigjaldi þannig að afkoma veiðanna sjálfra verður aðeins gjaldskyld. Hið opinbera mun ekki leggja veiðigjald á afkomu fiskvinnslanna í landi. Formaður Viðreisnar undrast að VG ætli að gleypa við þessum breytingum sem að hennar mati séu alfarið í þágu stórútgerðar í landinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir frumvarpið valda sér vonbrigðum. „Fljótt á litið eru þetta nokkur vonbrigði. Verði frumvarpið að lögum verður veiðigjaldið áfram of hátt og ekki í takt við stöðu og horfur í sjávarútvegi. Talað er um í sáttmála ríkisstjórnarinnar að það eigi að tryggja samkeppnishæfni sjávarútvegs. Það er umhugsunarefni að þegar sverfur nú að útflutningsgreinum telji menn leiðina til að tryggja samkeppnishæfni þeirra að viðhalda gjaldtöku úr hófi og langt umfram það sem keppinautar á erlendum mörkuðum búa við. Inni í frumvarpinu eru þó ljósir punktar eins og að færa gjaldtöku nær í tíma, taka mið af rauntölum í rekstri og að hætta að horfa til vinnslu sjávarafurða. Það eru allt sanngirnismál og vonandi hafin yfir pólitískt dægurþras.“ Kristján Þór segir mikilvægt að menn greiði aðeins veiðigjald af veiddum afla og að tekið sé tillit til ýmiss kostnaðar við að veiða fiskinn. Einnig sé mikilvægt að taka aðeins gjald af veiðum en ekki vinnslu. „Við getum sagt að það sé tekið tillit til fjárfestinga í skipum og tækjum við útreikning á gjaldstofninum,“ segir Kristján Þór. „Við höfum ekki verið að velta fyrir okkur fjárhæðum í þessu sambandi heldur að sníða agnúa af núverandi kerfi og það ætti að geta nást góð sátt um aðferðina.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, vill að auðlindagjaldið verði nýtt á þeim stöðum þar sem það verður til. „Ég hefði viljað sjá að gjaldið færi í uppbyggingu innviða þaðan sem gjaldið kemur, að mestu á landsbyggðinni, en það fylgir ekki. Í grunninn eru þetta æfingar sjávarútvegsráðherra að nýjum tekjuskatti þar sem menn geta dregið frá ýmsar fjárfestingar. Það er ekki sá þjóðarhlutur sem ég hefði viljað sjá,“ segir Þorgerður. „Það sem undrar mig er að VG haldi í þennan leiðangur og kokgleypi þessar breytingar sem eru fyrst og fremst í þágu sérhagsmuna. Af hálfu hinna stjórnarflokkanna er þetta frekar fyrirsjáanlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna um nýtt veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. 6. september 2018 12:15 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka "Þetta er málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka sem vilja stefna í sitt hvora áttina," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar um nýtt fjárlagafrumvarp og bætir við að fátt komi þar á óvart 11. september 2018 20:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna um nýtt veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. 6. september 2018 12:15
Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14
Málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka "Þetta er málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka sem vilja stefna í sitt hvora áttina," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar um nýtt fjárlagafrumvarp og bætir við að fátt komi þar á óvart 11. september 2018 20:30