Ríkisstjórn Tansaníu hefur afhent fjölskyldum þeirra sem fórust er ferju hvolfdi á Viktoríuvatni í síðustu viku alls um sex milljónir króna. Isaac Kamwele samgöngumálaráðherra afhenti embættismönnum á svæðinu ávísun í gær en fjölskyldur hinna látnu ferðuðust til eyjunnar Ukara, sem ferjunni hvolfdi við, til þess að sækja peninginn. Um er að ræða hluta af þeim 20 milljónum sem íbúar Tansaníu, trúfélög og félagasamtök hafa safnað fyrir fjölskyldurnar.
Tala látinna stóð í gær í 227. Það þýðir að fjármagnið skiptist í fjölmarga hluta. Samkvæmt hinu opinbera eiga fjölskyldur rétt á rúmum 40.000 krónum fyrir hvern ástvin sem fórst í slysinu. Björgunarstarfsfólk og þau sem lifðu slysið af eiga rétt á sömu upphæð.
Samkvæmt fjölmiðlum í Tansaníu mátti einungis flytja 100 með ferjunni. Ljóst er af tölu látinna að farið var langt fram úr þeim fjölda.
Stjórnin bætir fjölskyldum látinna tjónið

Tengdar fréttir

Óttast að 200 hafi farist í ferjuslysi í Tansaníu
Ferjan Nyerere hvolfdi á Viktoríuvatni fyrr í dag.

Björguðu manni úr ferjunni tveimur dögum eftir slysið
Björgunarsveitir hafa bjargað manni úr flaki MV Nyerere ferjunni sem hvolfdi á siglingu um Viktoríuvatn í Tansaníu fyrir tveimur dögum síðan

Hundrað létust þegar ferju hvolfdi í Tansaníu
Fjölmargra er enn saknað en óttast er að rúmlega 200 manns hafi drukknað.