Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2018 14:30 Guðni Lýðsson segir sjö ára dóminn yfir Vali bróður sínum vægan. Vísir Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða. Valur var á mánudaginn í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. „Ragnar var ósköp venjulegur og ljúfur maður. Gamansamur og skemmtilegur í umgengni,“ segir Guðni. Mikið hefur verið fjallað um málið en það var 31. mars á Gýgjarhóli II í Biskupstungum sem Ragnari var ráðinn bani. Guðni er einn fjögurra bræðra, Lýðssona. Til viðbótar er Örn sem var á Gýgjarhóli nóttina örlagaríku en sofnaður þegar árásin átti sér stað. Guðni segir Ragnar bróður sinn hafa haft gaman af lífinu.Ímyndaði sér tólf ára dóm „Já, og sá spaugilegu hliðarnar á lífinu,“ segir Guðni. Þeir bræður Ragnar og Valur hafi verið ólíkir. Valur hafi verið öðruvísi. „Ekki alveg jafn skarpgreindur og klár á mörgum sviðum. Tók einhverjar skoðanir beint upp á sig og vann þá í þeim hreint í botn,“ segir Guðni. Hann sé þó klár og skynsamur maður. Atburðarásin á Gýgjarhóli II hafi komið honum mjög á óvart.Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum.Vísir/VilhelmBeðinn um lýsa eigin líðan finnst honum eins og hann sé á einhvern hátt tognaður upp eftir öllum líkamanum. Gott hafi verið á milli þeirra bræðra og þeim öllum samið vel. „Já já, það var aldrei neitt að því.“ Guðni er þó ósáttur við dóminn. Saksóknari fór fram á sextán ára fangelsisdóm yfir Vali fyrir manndráp en niðurstaðan var sjö ára fangelsi. Sonur Ragnars er mjög ósáttur við dóminn og Guðni tekur undir það. „Mér finnst hann alveg fáránlegur. Ég var búinn að ímynda mér tólf ár,“ segir Guðni. Hann eigi erfitt með að útskýra hvaða hug hann beri til Vals þessa stundina. „Það er ekki gott að segja. Mér finnst að hver eigi að taka afleiðingum gjörða sinna. Maður vorkennir honum að sumu leyti en þetta er náttúrulega hlutur sem hann gerði og verður að taka sínum afleiðingum.“ Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58 Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir. 25. september 2018 19:45 Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða. Valur var á mánudaginn í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. „Ragnar var ósköp venjulegur og ljúfur maður. Gamansamur og skemmtilegur í umgengni,“ segir Guðni. Mikið hefur verið fjallað um málið en það var 31. mars á Gýgjarhóli II í Biskupstungum sem Ragnari var ráðinn bani. Guðni er einn fjögurra bræðra, Lýðssona. Til viðbótar er Örn sem var á Gýgjarhóli nóttina örlagaríku en sofnaður þegar árásin átti sér stað. Guðni segir Ragnar bróður sinn hafa haft gaman af lífinu.Ímyndaði sér tólf ára dóm „Já, og sá spaugilegu hliðarnar á lífinu,“ segir Guðni. Þeir bræður Ragnar og Valur hafi verið ólíkir. Valur hafi verið öðruvísi. „Ekki alveg jafn skarpgreindur og klár á mörgum sviðum. Tók einhverjar skoðanir beint upp á sig og vann þá í þeim hreint í botn,“ segir Guðni. Hann sé þó klár og skynsamur maður. Atburðarásin á Gýgjarhóli II hafi komið honum mjög á óvart.Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum.Vísir/VilhelmBeðinn um lýsa eigin líðan finnst honum eins og hann sé á einhvern hátt tognaður upp eftir öllum líkamanum. Gott hafi verið á milli þeirra bræðra og þeim öllum samið vel. „Já já, það var aldrei neitt að því.“ Guðni er þó ósáttur við dóminn. Saksóknari fór fram á sextán ára fangelsisdóm yfir Vali fyrir manndráp en niðurstaðan var sjö ára fangelsi. Sonur Ragnars er mjög ósáttur við dóminn og Guðni tekur undir það. „Mér finnst hann alveg fáránlegur. Ég var búinn að ímynda mér tólf ár,“ segir Guðni. Hann eigi erfitt með að útskýra hvaða hug hann beri til Vals þessa stundina. „Það er ekki gott að segja. Mér finnst að hver eigi að taka afleiðingum gjörða sinna. Maður vorkennir honum að sumu leyti en þetta er náttúrulega hlutur sem hann gerði og verður að taka sínum afleiðingum.“
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58 Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir. 25. september 2018 19:45 Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58
Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir. 25. september 2018 19:45
Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03