Gáttatif, falið vandamál Kristján Guðmundsson og Sigfús Gizurarson skrifar 27. september 2018 07:00 September ár hvert er vitundarvakning um gáttatif í Bandaríkjunum, (e. atrial fibrillation awareness month). Af því tilefni þótti okkur rétt að vekja landsmenn til umhugsunar um þennan sjúkdóm sem ekki fer hátt en getur haft mikil áhrif á lífsgæði og líf einstaklinga. Gáttatif er algengur sjúkdómur, sér í lagi hjá eldra fólki. Fjöldi einstaklinga með gáttatif fer vaxandi samfara breyttri aldurssamsetningu og bættri meðferð annarra langvinnra sjúkdóma. Talið er að algengi sjúkdómsins hér sé svipað og hjá nágrannaþjóðunum og því eru um sjö til tíu þúsund Íslendingar með gáttatif. Margir fá gáttatifið í köstum sem koma og fara en aðrir hafa stöðugt gáttatif. Gáttatif er hjartsláttartruflun sem á upptök sín í vinstri gátt hjartans. Aukaslög frá lungnabláæðum sem tengjast vinstri gátt hjartans eiga oftast upptökin að gáttatifi. Gáttatif er nokkurs konar „rafstormur“ í gáttum hjartans. Gáttirnar slá hratt og óreglulega og enginn eiginlegur samdráttur þeirra á sér stað. Við slíkar aðstæður geta blóðtappar myndast. Alvarlegasti fylgikvillinn er heilablóðfall orsakað af þessum blóðtöppum.Sigfús Gizurarson hjartalæknir á LandspítalaUm þriðjung heilablóðfalla má rekja til gáttatifs. Auk þess eru einstaklingar með gáttatif í hættu á að þróa með sér hjartabilun. Gáttatif getur átt þátt í að valda ótímabærum dauða. Miðast meðferð gáttatifs fyrst og fremst að því að finna þá einstaklinga sem í mestri hættu eru og fyrirbyggja blóðtappamyndun með blóðþynningu, slík meðferð er oftast ævilöng. Áhættan fyrir gáttatifi eykst með aldri og er framan af ævinni algengari hjá körlum en konum. Aðrir áhættuþættir eru hár blóðþrýstingur, sykursýki, offita, kæfisvefn, kransæðasjúkdómur, lungnasjúkdómar, skjaldkirtilsvandamál, hreyfingarleysi, áfengisneysla o.fl. Þar sem stór hluti einstaklinga með gáttatif er einkennalaus hafa farið fram ýmis átök í að finna sjúkdóminn með skimun. Þetta hefur þó ekki verið gert hérlendis. Nýlega setti Apple fyrirtækið í Bandaríkjunum á markað forrit sem tengja má snjalltækjum þess og getur það með nokkuð góðri vissu greint sjúkdóminn. Hingað til hefur gáttatif verið greint á hefðbundinn hátt með hjartalínuriti eða hjartasíritun. Þó gagnsemi áhættumats hjá einstaklingum með gáttatif sé óumdeilt, hefur ekki verið sýnt fram á gagnsemi skimunar hjá einkennalausum, þó reikna megi með því að bætt tækni til greiningar bæti skilning okkar á hvernig eigi að nálgast þennan stóra hóp. Einkenni eru mismunandi milli einstaklinga. Algengustu einkennin eru óþægilegur hjartsláttur en sumir finna ekki fyrir óþægindum frá hjartslætti, finna þess í stað fyrir þreytu, slappleika, mæði, eða brjóstverkjum. Það má skipta meðferð við gáttatifi í þrjá meginflokka. Hindra heilablóðföll, hindra versnandi hjartastarfsemi (hjartabilun) og meðhöndla einkenni. Ekki allir einstaklingar með gáttatif þurfa blóðþynnandi meðferð til að fyrirbyggja blóðtappa en það fer eftir aldri og undirliggjandi áhættuþáttum. Ávallt þarf að fara fram áhættumat við greiningu. Sé gáttatifið viðvarandi getur í sumum tilvikum verið ástæða til að framkvæma s.k. rafvendingu, þar sem fólk er svæft stutta stund og gefið rafstuð á brjóstkassann sem endurstillir takt hjartans. Oft fara þessir einstaklingar aftur í gáttatif og er því þörf á langvinnri lyfjameðferð til að halda takti til lengri tíma. Sú meðferð sem síðustu ár hefur vaxið hraðast í meðferð við gáttatifi eru brennsluaðgerðir eða frystingar. Þessar aðgerðir eru gerðar með þræðingartækni og taka um 2-4 klst. að framkvæma. Þessar aðgerðir eru mun árangursríkari en lyf, og u.þ.b. 70-80% sjúklinga verða einkennalausir. Það er hins vegar ekki óalgengt að endurtaka þurfi þessar aðgerðir þar sem sjúkdómurinn er oft langvinnur og þróast mismunandi milli einstaklinga. Þessar aðgerðir miða fyrst og fremst að því að minnka einkenni sjúklinga og um leið geta þeir oft losnað við taktstillandi hjartalyf sem oft þolast illa og geta haft alvarlegar aukaverkanir. Hjá vissum hópi sjúklinga með gáttatif hefur brennsluaðgerð sýnt fram á betri langtímahorfur. Slíkar aðgerðir eiga þó við í minnihluta sjúklinga með gáttatif. Brennsluaðgerðir eru framkvæmdar á þræðingarstofu Landspítalans. Eins og staðan er núna önnum við ekki öllum þeim sjúklingum sem vísað er til okkar. Biðlistinn fyrir brennslur er eins og margir aðrir biðlistar fyrir aðgerðum á Íslandi langur. Við höfum síðastliðin 3 ár ríflega tvöfaldað fjölda aðgerða en samt sem áður eru rúmlega 400 einstaklingar sem bíða eftir aðgerðum vegna hjartsláttartruflana. Ljóst er að samstillt átak Landspítala og heilbrigðisyfirvalda þarf til að koma þessum málum í ásættanlegt horf fyrir sjúklinga. Sem stendur er biðin hið minnsta 2 ár eftir þessum aðgerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
September ár hvert er vitundarvakning um gáttatif í Bandaríkjunum, (e. atrial fibrillation awareness month). Af því tilefni þótti okkur rétt að vekja landsmenn til umhugsunar um þennan sjúkdóm sem ekki fer hátt en getur haft mikil áhrif á lífsgæði og líf einstaklinga. Gáttatif er algengur sjúkdómur, sér í lagi hjá eldra fólki. Fjöldi einstaklinga með gáttatif fer vaxandi samfara breyttri aldurssamsetningu og bættri meðferð annarra langvinnra sjúkdóma. Talið er að algengi sjúkdómsins hér sé svipað og hjá nágrannaþjóðunum og því eru um sjö til tíu þúsund Íslendingar með gáttatif. Margir fá gáttatifið í köstum sem koma og fara en aðrir hafa stöðugt gáttatif. Gáttatif er hjartsláttartruflun sem á upptök sín í vinstri gátt hjartans. Aukaslög frá lungnabláæðum sem tengjast vinstri gátt hjartans eiga oftast upptökin að gáttatifi. Gáttatif er nokkurs konar „rafstormur“ í gáttum hjartans. Gáttirnar slá hratt og óreglulega og enginn eiginlegur samdráttur þeirra á sér stað. Við slíkar aðstæður geta blóðtappar myndast. Alvarlegasti fylgikvillinn er heilablóðfall orsakað af þessum blóðtöppum.Sigfús Gizurarson hjartalæknir á LandspítalaUm þriðjung heilablóðfalla má rekja til gáttatifs. Auk þess eru einstaklingar með gáttatif í hættu á að þróa með sér hjartabilun. Gáttatif getur átt þátt í að valda ótímabærum dauða. Miðast meðferð gáttatifs fyrst og fremst að því að finna þá einstaklinga sem í mestri hættu eru og fyrirbyggja blóðtappamyndun með blóðþynningu, slík meðferð er oftast ævilöng. Áhættan fyrir gáttatifi eykst með aldri og er framan af ævinni algengari hjá körlum en konum. Aðrir áhættuþættir eru hár blóðþrýstingur, sykursýki, offita, kæfisvefn, kransæðasjúkdómur, lungnasjúkdómar, skjaldkirtilsvandamál, hreyfingarleysi, áfengisneysla o.fl. Þar sem stór hluti einstaklinga með gáttatif er einkennalaus hafa farið fram ýmis átök í að finna sjúkdóminn með skimun. Þetta hefur þó ekki verið gert hérlendis. Nýlega setti Apple fyrirtækið í Bandaríkjunum á markað forrit sem tengja má snjalltækjum þess og getur það með nokkuð góðri vissu greint sjúkdóminn. Hingað til hefur gáttatif verið greint á hefðbundinn hátt með hjartalínuriti eða hjartasíritun. Þó gagnsemi áhættumats hjá einstaklingum með gáttatif sé óumdeilt, hefur ekki verið sýnt fram á gagnsemi skimunar hjá einkennalausum, þó reikna megi með því að bætt tækni til greiningar bæti skilning okkar á hvernig eigi að nálgast þennan stóra hóp. Einkenni eru mismunandi milli einstaklinga. Algengustu einkennin eru óþægilegur hjartsláttur en sumir finna ekki fyrir óþægindum frá hjartslætti, finna þess í stað fyrir þreytu, slappleika, mæði, eða brjóstverkjum. Það má skipta meðferð við gáttatifi í þrjá meginflokka. Hindra heilablóðföll, hindra versnandi hjartastarfsemi (hjartabilun) og meðhöndla einkenni. Ekki allir einstaklingar með gáttatif þurfa blóðþynnandi meðferð til að fyrirbyggja blóðtappa en það fer eftir aldri og undirliggjandi áhættuþáttum. Ávallt þarf að fara fram áhættumat við greiningu. Sé gáttatifið viðvarandi getur í sumum tilvikum verið ástæða til að framkvæma s.k. rafvendingu, þar sem fólk er svæft stutta stund og gefið rafstuð á brjóstkassann sem endurstillir takt hjartans. Oft fara þessir einstaklingar aftur í gáttatif og er því þörf á langvinnri lyfjameðferð til að halda takti til lengri tíma. Sú meðferð sem síðustu ár hefur vaxið hraðast í meðferð við gáttatifi eru brennsluaðgerðir eða frystingar. Þessar aðgerðir eru gerðar með þræðingartækni og taka um 2-4 klst. að framkvæma. Þessar aðgerðir eru mun árangursríkari en lyf, og u.þ.b. 70-80% sjúklinga verða einkennalausir. Það er hins vegar ekki óalgengt að endurtaka þurfi þessar aðgerðir þar sem sjúkdómurinn er oft langvinnur og þróast mismunandi milli einstaklinga. Þessar aðgerðir miða fyrst og fremst að því að minnka einkenni sjúklinga og um leið geta þeir oft losnað við taktstillandi hjartalyf sem oft þolast illa og geta haft alvarlegar aukaverkanir. Hjá vissum hópi sjúklinga með gáttatif hefur brennsluaðgerð sýnt fram á betri langtímahorfur. Slíkar aðgerðir eiga þó við í minnihluta sjúklinga með gáttatif. Brennsluaðgerðir eru framkvæmdar á þræðingarstofu Landspítalans. Eins og staðan er núna önnum við ekki öllum þeim sjúklingum sem vísað er til okkar. Biðlistinn fyrir brennslur er eins og margir aðrir biðlistar fyrir aðgerðum á Íslandi langur. Við höfum síðastliðin 3 ár ríflega tvöfaldað fjölda aðgerða en samt sem áður eru rúmlega 400 einstaklingar sem bíða eftir aðgerðum vegna hjartsláttartruflana. Ljóst er að samstillt átak Landspítala og heilbrigðisyfirvalda þarf til að koma þessum málum í ásættanlegt horf fyrir sjúklinga. Sem stendur er biðin hið minnsta 2 ár eftir þessum aðgerðum.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun