Úrslitastund í Hæstarétti seinnipartinn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. september 2018 06:00 Ragnar Aðalsteinsson flutti mál Guðjóns Skarphéðinssonar í Hæstarétti fyrr í mánuðinum og krafðist þess að hann yrði lýstur saklaus. Fréttablaðið/Ernir Dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum klukkan 14 í dag. Búist er við sýknudómi og helst að óvissa ríki um hvort Hæstiréttur lýsi yfir sakleysi dómfelldu eins og Ragnar Aðalsteinsson gerir kröfu um fyrir sinn skjólstæðing, Guðjón Skarphéðinsson. „Ég er reiðubúinn öllu,“ segir Ragnar aðspurður um væntingar til nýs dóms, en lýsir þó aukinni bjartsýni eftir að ljóst varð að myndavélar verði leyfðar við dómsuppkvaðninguna og tekur fram að það hafi ekki gerst lengi að Hæstiréttur leyfi myndatökur við dómsuppkvaðningu, jafnvel ekki síðan dómur var kveðinn upp í sama máli árið 1980, en til eru fréttaupptökur af forseta Hæstaréttar lesa dómsorðið upp. Í málflutningi í Hæstarétti fyrr í mánuðinum virtist óumdeilt að Hæstiréttur gæti ekki kveðið upp sakfellingardóm þar sem enginn gerir slíka kröfu. En menn greinir á um hversu langt Hæstiréttur getur gengið í sýknudómi. „Það vakti nokkra athygli að ég skyldi krefjast dóms um sakleysi Guðjóns Skarphéðinssonar. Var jafnvel látið að því liggja að þar sem það hefði ekki verið gert væri það ógerlegt,“ segir Ragnar og bendir á að þetta sé alls ekki óþekkt. Hann vísar til máls Peters Fell í Bretlandi sem var lýstur saklaus af áfrýjunardómstól í Bretlandi eftir að hafa setið í fangelsi í 17 ár fyrir morð. Við dómsuppkvaðninguna sagði einn þriggja dómaranna sem kváðu upp dóminn: „Fell er saklaus af þessum hræðilegu morðum og hann á það skilið að við lýsum því yfir.“ Dómurinn hlaut mikla athygli í Bretlandi á sínum tíma, ekki síst vegna yfirlýsingar dómsins um sakleysi Fells. Mál Fells er áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálum að ýmsu leyti. Sakfellingin var byggð eingöngu á framburðum hans og sálfræðingar lýstu því síðar yfir að hann væri raðjátari (e. serial confessor) og ekkert væri að marka játningar hans. Við lok munnlegs málflutnings í Hæstarétti varð nokkur umræða um sýknudóma og sakleysi. Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, kvað ekki mögulegt að setja fram slíka kröfu enda sé bara unnt að krefjast sakfellingar eða sýknu. „Í sýknudómi felst yfirlýsing um sakleysi,“ sagði Jón Steinar til nánari skýringar. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, tók undir þetta en lýsti þó því viðhorfi að mikilvægt væri að tekin yrðu af tvímæli um að meintir atburðir sem dómurinn byggir á hefðu aldrei gerst. Ragnar mótmælti því að í sýknudómi fælist ávallt yfirlýsing um sakleysi og tók dæmi um sýknudóma þar vegna skorts á sönnunargögnum eða vafa sem skýra þurfti sakborningi í hag. Um slíkt sé ekki að ræða í því máli sem hér um ræðir. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11 Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum klukkan 14 í dag. Búist er við sýknudómi og helst að óvissa ríki um hvort Hæstiréttur lýsi yfir sakleysi dómfelldu eins og Ragnar Aðalsteinsson gerir kröfu um fyrir sinn skjólstæðing, Guðjón Skarphéðinsson. „Ég er reiðubúinn öllu,“ segir Ragnar aðspurður um væntingar til nýs dóms, en lýsir þó aukinni bjartsýni eftir að ljóst varð að myndavélar verði leyfðar við dómsuppkvaðninguna og tekur fram að það hafi ekki gerst lengi að Hæstiréttur leyfi myndatökur við dómsuppkvaðningu, jafnvel ekki síðan dómur var kveðinn upp í sama máli árið 1980, en til eru fréttaupptökur af forseta Hæstaréttar lesa dómsorðið upp. Í málflutningi í Hæstarétti fyrr í mánuðinum virtist óumdeilt að Hæstiréttur gæti ekki kveðið upp sakfellingardóm þar sem enginn gerir slíka kröfu. En menn greinir á um hversu langt Hæstiréttur getur gengið í sýknudómi. „Það vakti nokkra athygli að ég skyldi krefjast dóms um sakleysi Guðjóns Skarphéðinssonar. Var jafnvel látið að því liggja að þar sem það hefði ekki verið gert væri það ógerlegt,“ segir Ragnar og bendir á að þetta sé alls ekki óþekkt. Hann vísar til máls Peters Fell í Bretlandi sem var lýstur saklaus af áfrýjunardómstól í Bretlandi eftir að hafa setið í fangelsi í 17 ár fyrir morð. Við dómsuppkvaðninguna sagði einn þriggja dómaranna sem kváðu upp dóminn: „Fell er saklaus af þessum hræðilegu morðum og hann á það skilið að við lýsum því yfir.“ Dómurinn hlaut mikla athygli í Bretlandi á sínum tíma, ekki síst vegna yfirlýsingar dómsins um sakleysi Fells. Mál Fells er áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálum að ýmsu leyti. Sakfellingin var byggð eingöngu á framburðum hans og sálfræðingar lýstu því síðar yfir að hann væri raðjátari (e. serial confessor) og ekkert væri að marka játningar hans. Við lok munnlegs málflutnings í Hæstarétti varð nokkur umræða um sýknudóma og sakleysi. Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, kvað ekki mögulegt að setja fram slíka kröfu enda sé bara unnt að krefjast sakfellingar eða sýknu. „Í sýknudómi felst yfirlýsing um sakleysi,“ sagði Jón Steinar til nánari skýringar. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, tók undir þetta en lýsti þó því viðhorfi að mikilvægt væri að tekin yrðu af tvímæli um að meintir atburðir sem dómurinn byggir á hefðu aldrei gerst. Ragnar mótmælti því að í sýknudómi fælist ávallt yfirlýsing um sakleysi og tók dæmi um sýknudóma þar vegna skorts á sönnunargögnum eða vafa sem skýra þurfti sakborningi í hag. Um slíkt sé ekki að ræða í því máli sem hér um ræðir.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11 Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04
Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11
Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00