Talið að Ari sé staddur erlendis Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2018 10:34 Ari Rúnarsson er eftirlýstur á vef Interpol. Skjáskot/Interpol Ekki er vitað hvar Ari Rúnarsson, Íslendingur á 28. aldursári sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra, er niðurkominn. Aðstoðarsaksóknari telur þó að Ari sé staddur erlendis. Greint var frá því í gær að alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir og hefði gefið út handtökuskipu á hendur Ara. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari gat ekki tjáð sig um það hvar Ari væri talinn niðurkominn í samtali við fréttastofu. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær en samkvæmt heimildum blaðsins hélt Ari úr landi áður en hægt var að birta honum ákæru vegna málsins. Útgáfa alþjóðlegrar handtökuskipunar bendir til þess að svo sé. „Ég hefði ekki gefið út alþjóðlega handtökuskipun nema ég teldi hann vera erlendis,“ segir Arnfríður. Þá vissi hún ekki hvar síðast sást til Ara.Hótuðu því að búta niður kærustuna Þingfesting málsins var á dagskrá í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 10. september síðastliðinn. Í ákærunni á hendur Ara er honum, ásamt öðrum manni, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri í október í fyrra. Þá eru Ari og félagi hans sakaðir um að hafa hótað að drepa manninn og grafa hann í holu úti í sveit. Þá á Ari að hafa hótað að búta niður kærustu mannsins og stinga hníf upp í heila hans. Eiga þeir einnig að hafa tekið úlpu, síma og 4000 krónur í reiðufé af manninum. Maðurinn krefst þess að Ari og félagi hans greiði sér 800 þúsund krónur í skaðabætur auk lögmannskostnaðar. Ara er jafnframt einum gefið að sök að hafa tekið tvö vegabréf í eigu annarra manna og haft á brott með sér. Á vef Interpol segir að Ari sé eftirlýstur vegna vopnaðs ráns (armed robbery) og líkamsárásar. Hann á brotasögu að baki. Lögreglumál Tengdar fréttir Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06 Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06 Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ekki er vitað hvar Ari Rúnarsson, Íslendingur á 28. aldursári sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra, er niðurkominn. Aðstoðarsaksóknari telur þó að Ari sé staddur erlendis. Greint var frá því í gær að alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir og hefði gefið út handtökuskipu á hendur Ara. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari gat ekki tjáð sig um það hvar Ari væri talinn niðurkominn í samtali við fréttastofu. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær en samkvæmt heimildum blaðsins hélt Ari úr landi áður en hægt var að birta honum ákæru vegna málsins. Útgáfa alþjóðlegrar handtökuskipunar bendir til þess að svo sé. „Ég hefði ekki gefið út alþjóðlega handtökuskipun nema ég teldi hann vera erlendis,“ segir Arnfríður. Þá vissi hún ekki hvar síðast sást til Ara.Hótuðu því að búta niður kærustuna Þingfesting málsins var á dagskrá í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 10. september síðastliðinn. Í ákærunni á hendur Ara er honum, ásamt öðrum manni, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri í október í fyrra. Þá eru Ari og félagi hans sakaðir um að hafa hótað að drepa manninn og grafa hann í holu úti í sveit. Þá á Ari að hafa hótað að búta niður kærustu mannsins og stinga hníf upp í heila hans. Eiga þeir einnig að hafa tekið úlpu, síma og 4000 krónur í reiðufé af manninum. Maðurinn krefst þess að Ari og félagi hans greiði sér 800 þúsund krónur í skaðabætur auk lögmannskostnaðar. Ara er jafnframt einum gefið að sök að hafa tekið tvö vegabréf í eigu annarra manna og haft á brott með sér. Á vef Interpol segir að Ari sé eftirlýstur vegna vopnaðs ráns (armed robbery) og líkamsárásar. Hann á brotasögu að baki.
Lögreglumál Tengdar fréttir Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06 Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06 Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06
Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06
Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33