Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 72-103 │Stólarnir völtuðu yfir KR og eru meistarar meistaranna Ástrós Ýr Eggertsdóttir í DHL höllinni skrifar 30. september 2018 21:45 vísir/bára Tindastóll er meistari meistaranna í körfubolta karla eftir sigur á Íslandsmeisturum KR í Meistarakeppni KSÍ sem fram fór í DHL höllinni í Frostaskjólinu í kvöld. Bikarmeistararnir byrjuðu betur og létu forskot sitt aldrei af hendi. Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR síðustu ár, gekk til liðs við Tindastól í sumar og var að snúa aftur á sinn gamla heimavöll í fyrsta skipti. Honum var vel fagnað af stuðningsmönnum beggja liða fyrir leik en það var furðuleg sjón að sjá Brynjar í vínrauðu í Vesturbænum. Hann var í byrjunarliði Tindastóls sem tók forystuna á fyrstu mínútu og lét hana aldrei eftir það sem eftir lifði leiks. Í lok fyrsta leikhluta var munurinn níu stig og Stólarnir juku hann upp í 15 stig í upphafi annars leikhluta. KR-ingar náðu aðeins að koma til baka í öðrum leikhluta eftir að Tindastólsmenn misstu aðeins einbeitinguna. Þeir náðu þó aldrei að ógna forystu þeirra vínrauðu að ráði og voru ekkert sérstaklega líklegir til þess heldur. Seinni hálfleikur var meira af því sama. KR átti stöku áhlaup en komust þó aldrei nógu nálægt til þess að gera leikinn spennandi. Í fjórða leikhluta var munurinn orðinn þrjátíu stig fyrir Tindastól og snerist leikurinn orðið bara um að reyna að klára hann með sæmd. Lokatölur urðu 72-103 og Tindastóll öruggur sigurvegari í leiknum.Af hverju vann Tindastóll? Skagfirðingarnir virtust samstilltari sem lið og tilbúnari í slaginn. Bæði lið eru gjörbreytt frá því sem var á síðasta tímabili en Tindastóll virðist samrýmdari í sínum aðgerðum og vera búnir að vinna sig betur inn sem lið. Eftir að Stólarnir náðu upp ágætis forskoti þá var í raun út um leikinn. KR sýndi fá sem engin merki um það að gera alvöru tillögu að sigrinum.Hverjir stóðu upp úr? Urald King var frábær í liði Tindastóls. Hann sýndi vel hvað hann getur með Val á síðasta tímabili og hann stimplaði sig rækilega inn í nýtt tímabil í dag. Í seinni hálfleik setti hann tvær, ef ekki þrjár, troðslur í röð, sú þriðja kom allavega mjög stuttu á eftir tveimur í röð. Pétur Rúnar Birgisson átti mjög góðan leik og Brynjar Þór lét nokkra þrista rigna yfir fyrrum félaga sína. Í liði KR var það nýi Bandaríkjamaðurinn Julian Boyd sem bar höfuð og herðar yfir alla aðra. Hann var einn af tveimur leikmönnum í liði KR sem fór í tveggja stafa tölu í stigaskorun, hann setti 28 og Sigurður Þorvaldsson 10. Það er þekkt að Bandaríkjamennirnir geta verið stórar breytur í gengi liðanna og KR virðist hafa valið vel í Boyd ef hann heldur svona áfram.Hvað gekk illa? KR skoraði 72 stig sem er engin hörmung, nema því andstæðingurinn skoraði 103. Það sem vantaði helst í liði KR var samvinnan, liðsheildin. Liðið búið að missa marga stóra pósta og þeir þurfa að stilla sig betur saman.Hvað gerist næst? Tímabilið hefst fyrir alvöru á fimmtudaginn. Tindastóll fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn í Síkið á sama tíma og KR fær nýliða Skallagríms í heimsókn í DHL höllina.KR-Tindastóll 72-103 (15-24, 19-26, 24-24, 14-29) KR: Julian Boyd 28/11 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/4 fráköst, Björn Kristjánsson 7, Dino Stipcic 5/8 fráköst/6 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 5, Emil Barja 5, Jón Arnór Stefánsson 4, Ólafur Þorri Sigurjónsson 3, Orri Hilmarsson 3, Þórir Lárusson 2.Tindastóll: Urald King 27/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 19/4 fráköst/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 17/5 stoðsendingar, Danero Thomas 12/6 fráköst, Dino Butorac 11, Viðar Ágústsson 5, Ragnar Ágústsson 3, Helgi Freyr Margeirsson 3, Finnbogi Bjarnason 2, Hannes Ingi Másson 2, Helgi Rafn Viggósson 2/8 fráköst.Isreal Martin er þjálfari Tindastóls.vísir/báraIsreal Martin: Ég þarf líka að læra á nýju mennina „Við erum að vinna eftir ákveðinni hugmynd og ég held að allir trúi á þá hugmynd. Við erum með ákveðnar reglur í sókninni og vörninni og erum að vinna í þeim,“ sagði Isreal Martin, þjálfari Tindastóls, í leikslok. „Það eru allir að læra enn þá en strákarnir eru farnir að trúa á okkar hugmyndarfræði.“ Þó nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls og eru leikmenn enn að slípa sig saman. „Ég þarf líka að læra hvernig á að nota nýju mennina, þeir eru líka nýir fyrir mér. Við erum að læra það saman hvernig við fáum það besta út úr öllum.“Jón Arnór Stefánsson.Vísir/HannaJón Arnór: Ég er ómeiddur og í tiltölulega góðu formi „Við erum stutt á veg komnir en við þurfum ekki að afskrifa tímabilið eftir einn leik,“ sagaði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. „Við erum nýbyrjaðir að æfa af alvöru og erum ekki alveg á sömu blaðsíðu. En það mun batna, við munum æfa okkur og bæta okkur. Það er hellingur eftir.“ Jón Arnór var mikið að glíma við meiðsli á síðasta tímabili, hver er staðan á honum í dag? „Ég er bara fínn. Ég byrjaði að æfa af alvöru fyrir tveimur, þremur vikum. Fyrsta æfingin var æfingaleikur á Spáni sem var öðruvísi.“ „Ég er ómeiddur og í tiltölulega góðu formi,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. Dominos-deild karla
Tindastóll er meistari meistaranna í körfubolta karla eftir sigur á Íslandsmeisturum KR í Meistarakeppni KSÍ sem fram fór í DHL höllinni í Frostaskjólinu í kvöld. Bikarmeistararnir byrjuðu betur og létu forskot sitt aldrei af hendi. Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR síðustu ár, gekk til liðs við Tindastól í sumar og var að snúa aftur á sinn gamla heimavöll í fyrsta skipti. Honum var vel fagnað af stuðningsmönnum beggja liða fyrir leik en það var furðuleg sjón að sjá Brynjar í vínrauðu í Vesturbænum. Hann var í byrjunarliði Tindastóls sem tók forystuna á fyrstu mínútu og lét hana aldrei eftir það sem eftir lifði leiks. Í lok fyrsta leikhluta var munurinn níu stig og Stólarnir juku hann upp í 15 stig í upphafi annars leikhluta. KR-ingar náðu aðeins að koma til baka í öðrum leikhluta eftir að Tindastólsmenn misstu aðeins einbeitinguna. Þeir náðu þó aldrei að ógna forystu þeirra vínrauðu að ráði og voru ekkert sérstaklega líklegir til þess heldur. Seinni hálfleikur var meira af því sama. KR átti stöku áhlaup en komust þó aldrei nógu nálægt til þess að gera leikinn spennandi. Í fjórða leikhluta var munurinn orðinn þrjátíu stig fyrir Tindastól og snerist leikurinn orðið bara um að reyna að klára hann með sæmd. Lokatölur urðu 72-103 og Tindastóll öruggur sigurvegari í leiknum.Af hverju vann Tindastóll? Skagfirðingarnir virtust samstilltari sem lið og tilbúnari í slaginn. Bæði lið eru gjörbreytt frá því sem var á síðasta tímabili en Tindastóll virðist samrýmdari í sínum aðgerðum og vera búnir að vinna sig betur inn sem lið. Eftir að Stólarnir náðu upp ágætis forskoti þá var í raun út um leikinn. KR sýndi fá sem engin merki um það að gera alvöru tillögu að sigrinum.Hverjir stóðu upp úr? Urald King var frábær í liði Tindastóls. Hann sýndi vel hvað hann getur með Val á síðasta tímabili og hann stimplaði sig rækilega inn í nýtt tímabil í dag. Í seinni hálfleik setti hann tvær, ef ekki þrjár, troðslur í röð, sú þriðja kom allavega mjög stuttu á eftir tveimur í röð. Pétur Rúnar Birgisson átti mjög góðan leik og Brynjar Þór lét nokkra þrista rigna yfir fyrrum félaga sína. Í liði KR var það nýi Bandaríkjamaðurinn Julian Boyd sem bar höfuð og herðar yfir alla aðra. Hann var einn af tveimur leikmönnum í liði KR sem fór í tveggja stafa tölu í stigaskorun, hann setti 28 og Sigurður Þorvaldsson 10. Það er þekkt að Bandaríkjamennirnir geta verið stórar breytur í gengi liðanna og KR virðist hafa valið vel í Boyd ef hann heldur svona áfram.Hvað gekk illa? KR skoraði 72 stig sem er engin hörmung, nema því andstæðingurinn skoraði 103. Það sem vantaði helst í liði KR var samvinnan, liðsheildin. Liðið búið að missa marga stóra pósta og þeir þurfa að stilla sig betur saman.Hvað gerist næst? Tímabilið hefst fyrir alvöru á fimmtudaginn. Tindastóll fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn í Síkið á sama tíma og KR fær nýliða Skallagríms í heimsókn í DHL höllina.KR-Tindastóll 72-103 (15-24, 19-26, 24-24, 14-29) KR: Julian Boyd 28/11 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/4 fráköst, Björn Kristjánsson 7, Dino Stipcic 5/8 fráköst/6 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 5, Emil Barja 5, Jón Arnór Stefánsson 4, Ólafur Þorri Sigurjónsson 3, Orri Hilmarsson 3, Þórir Lárusson 2.Tindastóll: Urald King 27/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 19/4 fráköst/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 17/5 stoðsendingar, Danero Thomas 12/6 fráköst, Dino Butorac 11, Viðar Ágústsson 5, Ragnar Ágústsson 3, Helgi Freyr Margeirsson 3, Finnbogi Bjarnason 2, Hannes Ingi Másson 2, Helgi Rafn Viggósson 2/8 fráköst.Isreal Martin er þjálfari Tindastóls.vísir/báraIsreal Martin: Ég þarf líka að læra á nýju mennina „Við erum að vinna eftir ákveðinni hugmynd og ég held að allir trúi á þá hugmynd. Við erum með ákveðnar reglur í sókninni og vörninni og erum að vinna í þeim,“ sagði Isreal Martin, þjálfari Tindastóls, í leikslok. „Það eru allir að læra enn þá en strákarnir eru farnir að trúa á okkar hugmyndarfræði.“ Þó nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls og eru leikmenn enn að slípa sig saman. „Ég þarf líka að læra hvernig á að nota nýju mennina, þeir eru líka nýir fyrir mér. Við erum að læra það saman hvernig við fáum það besta út úr öllum.“Jón Arnór Stefánsson.Vísir/HannaJón Arnór: Ég er ómeiddur og í tiltölulega góðu formi „Við erum stutt á veg komnir en við þurfum ekki að afskrifa tímabilið eftir einn leik,“ sagaði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. „Við erum nýbyrjaðir að æfa af alvöru og erum ekki alveg á sömu blaðsíðu. En það mun batna, við munum æfa okkur og bæta okkur. Það er hellingur eftir.“ Jón Arnór var mikið að glíma við meiðsli á síðasta tímabili, hver er staðan á honum í dag? „Ég er bara fínn. Ég byrjaði að æfa af alvöru fyrir tveimur, þremur vikum. Fyrsta æfingin var æfingaleikur á Spáni sem var öðruvísi.“ „Ég er ómeiddur og í tiltölulega góðu formi,“ sagði Jón Arnór Stefánsson.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti