Innlent

Fær miskabætur vegna handtöku

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Í skýrslum var ekki að finna upplýsingar um ástand mannsins morguninn eftir handtökuna og því óútskýrt hví hann var ekki látinn laus fyrr.
Í skýrslum var ekki að finna upplýsingar um ástand mannsins morguninn eftir handtökuna og því óútskýrt hví hann var ekki látinn laus fyrr.
Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða karlmanni 100.000 krónur vegna ólögmætrar frelsissviptingar. Kröfu um ólögmæta handtöku og óþarft ofbeldi við hana var hafnað.

Í desember 2012 var lögregla kölluð á heimili mannsins vegna gruns um heimilisofbeldi. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn ölvaður og ósamvinnuþýður og gerði sig líklegan til að ráðast á lögreglumenn. Þeir vörðust honum með piparúða og kylfum og færðu hann á lögreglustöð. Við handtökuna brotnaði ölnar­skaft vinstri handleggs mannsins.

Dómari málsins taldi ekki að of mikilli valdbeitingu hefði verið beitt við handtökuna.

Hins vegar hefði maðurinn verið færður á lögreglustöð og vistaður þar í þrettán klukkustundir. Í skýrslum var ekki að finna upplýsingar um ástand mannsins morguninn eftir handtökuna og því óútskýrt hví hann var ekki látinn laus fyrr.

Fékk hann því 100 þúsund í miskabætur vegna þess þáttar málsins auk dráttarvaxta frá 1. desember 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×