Frelsið til að vera ég sjálf Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2018 10:00 Ugla Stefanía, Hallfríður Þóra og Vala eru spenntar fyrir frumsýningunni á morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Það sem gerði þessa mynd svo raunverulega var að við Hallfríður og Vala unnum hana í mikilli einingu og vináttu. Eyddum miklum tíma saman og byggðum upp traust okkar á milli, bæði á faglegan hátt og sem vinkonur,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir um stuttmyndina Ég sem verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, sunnudag, klukkan 13 og er á dagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Riff. Myndin er innblásin af reynslu Uglu sem er ötul talsmanneskja trans fólks á Íslandi en höfundar og leikstjórar myndarinnar eru þær Hallfríður Þóra Tryggvadóttir og Vala Ómarsdóttir. „Við erum að reyna að forðast klisjur sem eru vanalega í kvikmyndum um trans manneskjur og höfum unnið mjög náið með Uglu síðustu þrjú ár,“ segir Hallfríður. „Við sækjum innblástur í áhrifarík augnablik í lífi hennar og eftir miklar pælingar komumst við að því að kjarni myndarinnar yrði að vera frelsið sem fylgir því að fá að vera maður sjálfur, enda eru það sönn mannréttindi,“ bætir Vala við.Hópurinn er stór sem stendur að myndinni og í honum eru einungis konur.Kvikmyndagerðarkonur gegna öllum stöðum bak við þessa mynd sem er óalgengt á heimsvísu. „Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um stöðu kvenna í kvikmyndagerð og við vildum sýna að það er ekkert mál að skipa allar stöður með öflugum kvikmyndagerðarkonum,“ segir Hallfríður og Vala tekur undir það: „Við erum að skoða hvað orðið „kyn“ þýðir á allan hátt, bæði í efnistökum og mannvali.“ Í gær fór fram forsýning á stuttmyndinni fyrir menntaskólanema í samstarfi við Samtökin ’78. Myndin keppir um titilinn „besta íslenska stuttmyndin“ á kvikmyndahátíðinni RIFF og verður frumsýnd á morgun eins og áður er sagt. Sýning númer tvö verður miðvikudaginn, 3. október, klukkan 15.15, líka í Bíói Paradís. Menning RIFF Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Það sem gerði þessa mynd svo raunverulega var að við Hallfríður og Vala unnum hana í mikilli einingu og vináttu. Eyddum miklum tíma saman og byggðum upp traust okkar á milli, bæði á faglegan hátt og sem vinkonur,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir um stuttmyndina Ég sem verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, sunnudag, klukkan 13 og er á dagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Riff. Myndin er innblásin af reynslu Uglu sem er ötul talsmanneskja trans fólks á Íslandi en höfundar og leikstjórar myndarinnar eru þær Hallfríður Þóra Tryggvadóttir og Vala Ómarsdóttir. „Við erum að reyna að forðast klisjur sem eru vanalega í kvikmyndum um trans manneskjur og höfum unnið mjög náið með Uglu síðustu þrjú ár,“ segir Hallfríður. „Við sækjum innblástur í áhrifarík augnablik í lífi hennar og eftir miklar pælingar komumst við að því að kjarni myndarinnar yrði að vera frelsið sem fylgir því að fá að vera maður sjálfur, enda eru það sönn mannréttindi,“ bætir Vala við.Hópurinn er stór sem stendur að myndinni og í honum eru einungis konur.Kvikmyndagerðarkonur gegna öllum stöðum bak við þessa mynd sem er óalgengt á heimsvísu. „Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um stöðu kvenna í kvikmyndagerð og við vildum sýna að það er ekkert mál að skipa allar stöður með öflugum kvikmyndagerðarkonum,“ segir Hallfríður og Vala tekur undir það: „Við erum að skoða hvað orðið „kyn“ þýðir á allan hátt, bæði í efnistökum og mannvali.“ Í gær fór fram forsýning á stuttmyndinni fyrir menntaskólanema í samstarfi við Samtökin ’78. Myndin keppir um titilinn „besta íslenska stuttmyndin“ á kvikmyndahátíðinni RIFF og verður frumsýnd á morgun eins og áður er sagt. Sýning númer tvö verður miðvikudaginn, 3. október, klukkan 15.15, líka í Bíói Paradís.
Menning RIFF Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira