Innlent

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum kynnt í dag

khn skrifar
Katrín Jakobsdóttir. forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir. forsætisráðherra og formaður VG.
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum verður kynnt í dag. Upphaflega stóð til að kynna áætlunina á vormánuðum.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráðinu hefur vinna við áætlunina miðað að því að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamningnum í loftslagsmálum til ársins 2030.

Um umfangsmikla áætlun er að ræða. Vinna við gerð hennar var leidd af umhverfisráðherra en fulltrúar sex annarra ráðherra koma að verkefninu.

Aðgerðunum sem kynntar verða í dag er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×