Körfubolti

Danero má ekki spila með landsliðinu gegn Portúgal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Danero Thomas spilaði með ÍR á síðasta tímabili. Hann er nú kominn á Sauðárkrók og mun spila með bikarmeisturum Tindastóls í vetur.
Danero Thomas spilaði með ÍR á síðasta tímabili. Hann er nú kominn á Sauðárkrók og mun spila með bikarmeisturum Tindastóls í vetur. Vísir/Bára
Danero Thomas getur ekki spilað með íslenska landsliðinu í körfubolta í forkeppni EuroBasket 2021 um helgina vegna klúðurs í pappírsmálum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Thomas fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar og spilaði sína fyrstu landsleiki í vináttuleikjum við Noreg í byrjun mánaðarins.

Hann er fæddur í Bandaríkjunum en flutti til Íslands fyrir sex árum og er giftur fyrrum landsliðskonunni Fanney Lind Thomas. Mistök yfirvalda í fæðingarbæ hans, New Orleans, gera það að verkum að hann má ekki spila með íslenska landsliðinu eins og er.

Persónuupplýsingar hans glötuðust í fellibylnum Katrínu árið 2005 og hann þurfti að sækja um ný skjöl. Vegna mistaka í umsókninni var skráður rangur fæðingardagur á nýju skjölin. Það þarf að lagfæra svo hann megi spila keppnisleik fyrir Ísland.

Ísland mætir Portúgal ytra í forkeppni EuroBasket 2021 um helgina og er ljóst að Danero verður ekki löglegur í þann leik. Hann gæti verið orðinn gjaldgengur fyrir heimaleik gegn Belgum í lok nóvember.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×