Fótbolti

Rússi sem dæmdi leik Íslands á EM með flautuna á morgun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Karasev ræðir við Kára Árnason í leiknum við Ungverja á EM
Karasev ræðir við Kára Árnason í leiknum við Ungverja á EM Vísir/Getty
Sergei Karasev frá Rússlandi mun vera með flautuna í leik Íslands og Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. Hann dæmdi einn leik Íslands á EM í Frakklandi.

Karasev var dómarinn í leik Íslands og Ungverjalands í riðlakeppni EM fyrir tveimur árum. Þar fékk Ísland vítaspyrnu sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr.

Landar hans Igor Demeshko og Aleksey Lunov verða aðstoðardómarar, Sergey Ivanov og Vladimir Koskalov verða svokallaðir sprotadómarar og fjórði dómari er Aleksey Vorontsov.

Ísland og Belgía mætast annað kvöld klukkan 18:45. Leikurinn er annar leikur Íslands í Þjóðadeildinni en liðið byrjaði á 6-0 tapi gegn Sviss ytra á laugardaginn.

Leikur Íslands og Belgíu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrir leik, klukkan 17:45 og er í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×