Fótbolti

Hamrén: B-lið Belga gæti líka komist á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michy Batshuayi skoraði tvisvar í sigrinum á Skotum.
Michy Batshuayi skoraði tvisvar í sigrinum á Skotum. Vísir/Getty
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, býst við mjög erfiðum leik á móti Belgíu á Laugardalsvellinum annað kvöld.

Hamrén var spurður af því hvort hann telji að Belgía sé með besta lið í heimi. „Frakkar eru nú nýorðnir heimsmeistarar og eru með besta liðið en Belgía er númer tvö á heimslistanum,“ sagði Erik Hamrén.

„Þeir eru mjög gott lið, þeir eru næstbestir í heiminum. Leikmannahópurinn þeirra, B-liðið gæti komist á EM. Þetta er mjög gott lið,“ sagði Hamrén.

Hamrén benti á það að eina tap Belga í langan tíma var á móti Frökkum í undanúrslitunum á HM en það var mjög jafn leikur sem Frakkar unnu 1-0. Belgar unnu alla aðra leiki sína á HM í Rússlandi.

Belgar unnu 4-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik fyrir helgi og eru greinilega enn á góðu flugi eftir HM. Liðið fann ekki mikið fyrir því að missa Kevin De Bruyne í meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×