Hálfíslenska tvíeykið Pale & Paler vann CrossFit-mót í Ölpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 13:00 Björgvin Karl Guðmundsson og Patrick Vellner. Mynd/Fésbókin/Swiss Alpine Battle Það voru ekki aðeins slæm úrslit fyrir íslenska íþróttamenn i Sviss um helgina þrátt fyrir skellinn í fótboltanum. Öflugasti CrossFit maður Íslands sá til þess. Ísland átti nefnilega fulltrúa efst á palli á CrossFit-mótinu Swiss Alpine Battle en það voru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Patrick Vellner sem unnu þetta mót. Swiss Alpine Battle er parakeppni en þar keppa annarsvegar saman karl og kona og hinsvegar tvær karlar. Það er einnig keppt í öldungaflokki. Björgvin Karl og Patrick völdu sér nafnið Pale & Paler og þeir leyfðu sér með því að skjóta aðeins á nokkra keppendur sem leggja mikið upp úr brúnkunni. „Í sambandi við Pale & Paler þá sýndum við Patrick Vellner heiminum að þú þarft ekki að vera brúnn til að vinna,“ skrifaði Björgvin karl á Instagram eftir mótið. „Ég hefði ekki getað beðið um betri vængmann. Miklar þakkir til Pat og farðu varlega á heimleiðinni,“ bætti Björgvin Karl við. Patrick Vellner er frá Kanada. Pale & Paler endaði með 795 stig eða með 72,5 stigi meira en pólska tvíeykið Polish Beasts. Finnar urðu síðan í þriðja sætinu. Pale & Paler byrjuðu ekki alltof vel, lentu í sjöunda sæti í fyrstu grein og í fjórða sæti í annarri ghrein. Þeir unnu hins vegar næstu tvær greinar og komu sér inn í toppbaráttuna. Björgvin Karl og Patrick gryggðu sér svo sigurinn með því að vinna þrjár síðustu greinarnar. Þeir unnu því fimm af tíu greinum keppninnar eða helminginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu Björgvins á Instagram. View this post on InstagramThe @SwissAlpineBattle was an absolute banger Set in incredible surroundings in the Swiss Alps and superbly organized. Big thanks to the staff, organizers and sponsors of the tournament. A thoroughly fun and challenging competition that I´ll be more than willing to participate in again _ As far as team Pale & Paler goes, me and @pvellner proudly showed the world that you don´t need a tan to win. I could not have asked for a better wingman. Massive thanks for the past few days Pat and safe travels home _ _ _ #SAB2018 #SwissAlpineBattle #PaleAndPaler #Winners #VirusIntl #ThePassionThatDefiniesYou #rpstrength #Sportvorur #TheTrainingPlan #kriacycles #iamspecialized #wowair #BaklandMgmt #crossfithengill A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) on Sep 10, 2018 at 2:10am PDT CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira
Það voru ekki aðeins slæm úrslit fyrir íslenska íþróttamenn i Sviss um helgina þrátt fyrir skellinn í fótboltanum. Öflugasti CrossFit maður Íslands sá til þess. Ísland átti nefnilega fulltrúa efst á palli á CrossFit-mótinu Swiss Alpine Battle en það voru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Patrick Vellner sem unnu þetta mót. Swiss Alpine Battle er parakeppni en þar keppa annarsvegar saman karl og kona og hinsvegar tvær karlar. Það er einnig keppt í öldungaflokki. Björgvin Karl og Patrick völdu sér nafnið Pale & Paler og þeir leyfðu sér með því að skjóta aðeins á nokkra keppendur sem leggja mikið upp úr brúnkunni. „Í sambandi við Pale & Paler þá sýndum við Patrick Vellner heiminum að þú þarft ekki að vera brúnn til að vinna,“ skrifaði Björgvin karl á Instagram eftir mótið. „Ég hefði ekki getað beðið um betri vængmann. Miklar þakkir til Pat og farðu varlega á heimleiðinni,“ bætti Björgvin Karl við. Patrick Vellner er frá Kanada. Pale & Paler endaði með 795 stig eða með 72,5 stigi meira en pólska tvíeykið Polish Beasts. Finnar urðu síðan í þriðja sætinu. Pale & Paler byrjuðu ekki alltof vel, lentu í sjöunda sæti í fyrstu grein og í fjórða sæti í annarri ghrein. Þeir unnu hins vegar næstu tvær greinar og komu sér inn í toppbaráttuna. Björgvin Karl og Patrick gryggðu sér svo sigurinn með því að vinna þrjár síðustu greinarnar. Þeir unnu því fimm af tíu greinum keppninnar eða helminginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu Björgvins á Instagram. View this post on InstagramThe @SwissAlpineBattle was an absolute banger Set in incredible surroundings in the Swiss Alps and superbly organized. Big thanks to the staff, organizers and sponsors of the tournament. A thoroughly fun and challenging competition that I´ll be more than willing to participate in again _ As far as team Pale & Paler goes, me and @pvellner proudly showed the world that you don´t need a tan to win. I could not have asked for a better wingman. Massive thanks for the past few days Pat and safe travels home _ _ _ #SAB2018 #SwissAlpineBattle #PaleAndPaler #Winners #VirusIntl #ThePassionThatDefiniesYou #rpstrength #Sportvorur #TheTrainingPlan #kriacycles #iamspecialized #wowair #BaklandMgmt #crossfithengill A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) on Sep 10, 2018 at 2:10am PDT
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira