Togaði í bremsu andstæðings á 225 kílómetra hraða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 16:00 Romano Fenati. Vísir/Getty Ítalski mótorhjólakappinn Romano Fenati var rekinn eftir stórhættulegt háttalag sitt í heimsbikarnum á Moto2 hjólum um helgina. Romano Fenati hafði fengið svarta flaggið í keppninni sjálfri en lífshættuleg hegðun hans hefur nú heldur betur dregið dilk á eftir sér. Marinelli Snipers Moto2 liðið lét Fenati taka pokann sinn og þá dugði ekkert til þótt að Romano Fenati hafi beðið alla afsökunar á hegðun sinni.Fenati penalty: Italian suspended from two Grands Prix The #Moto2 rider will not take part at Aragon or Buriram following Misano incident, Manzi also penalised #MotoGP | #SanMarinoGPhttps://t.co/DccVImFKfzpic.twitter.com/1XLAvaNj0y — MotoGP (@MotoGP) September 9, 2018Það gekk mikið á í baráttu Romano Fenati við Stefano Manzi í keppni í San Marinó í gær en það afsakaði þó ekki það þegar að Fenati tók í bremsuna á hjóli andstæðingsins síns þegar þeir voru á 225 kílómetra hraða. Fenati hafði þegar fengið tveggja keppna bann fyrir þetta ljóta brot en félagið gerði gott betur og gerði hann atvinnulausan líka. „Við getum staðfest það að Marinelli Snipers liðið hefur sagt upp samningi sínum við Romano Fenati fyrir hans óíþróttamannslegu og stórhættulegu framkomu sem skaðar ímynd okkar allra,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Það má líka sjá atvikið hér fyrir neðan.Fenati sjálfur hafði beðist afsöskunar í dag. „Nú þegar þegar ég get hugsað skýrt þá myndi ég helst óska þess að þetta hafi bara verið slæmur draumur,“ sagði Romano Fenati. „Ég hagaði mér skammarlega og ég var ekki manneskja á þessum tímapunkti. Öll gagnrýnin á rétt á sér og ég skil vel alla gremjuna og vanþóknuna út í mig. Ég vil biðja alla afsökunar, alla þá sem trúðu á mig og alla þá sem ég særði með hegðun minni,“ sagði Romano Fenati. Romano Fenati apologises The Italian has shared a statement and apology#MotoGP https://t.co/G0dgkwiYlBpic.twitter.com/ogvy1dLKin — MotoGP (@MotoGP) September 10, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Ítalski mótorhjólakappinn Romano Fenati var rekinn eftir stórhættulegt háttalag sitt í heimsbikarnum á Moto2 hjólum um helgina. Romano Fenati hafði fengið svarta flaggið í keppninni sjálfri en lífshættuleg hegðun hans hefur nú heldur betur dregið dilk á eftir sér. Marinelli Snipers Moto2 liðið lét Fenati taka pokann sinn og þá dugði ekkert til þótt að Romano Fenati hafi beðið alla afsökunar á hegðun sinni.Fenati penalty: Italian suspended from two Grands Prix The #Moto2 rider will not take part at Aragon or Buriram following Misano incident, Manzi also penalised #MotoGP | #SanMarinoGPhttps://t.co/DccVImFKfzpic.twitter.com/1XLAvaNj0y — MotoGP (@MotoGP) September 9, 2018Það gekk mikið á í baráttu Romano Fenati við Stefano Manzi í keppni í San Marinó í gær en það afsakaði þó ekki það þegar að Fenati tók í bremsuna á hjóli andstæðingsins síns þegar þeir voru á 225 kílómetra hraða. Fenati hafði þegar fengið tveggja keppna bann fyrir þetta ljóta brot en félagið gerði gott betur og gerði hann atvinnulausan líka. „Við getum staðfest það að Marinelli Snipers liðið hefur sagt upp samningi sínum við Romano Fenati fyrir hans óíþróttamannslegu og stórhættulegu framkomu sem skaðar ímynd okkar allra,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Það má líka sjá atvikið hér fyrir neðan.Fenati sjálfur hafði beðist afsöskunar í dag. „Nú þegar þegar ég get hugsað skýrt þá myndi ég helst óska þess að þetta hafi bara verið slæmur draumur,“ sagði Romano Fenati. „Ég hagaði mér skammarlega og ég var ekki manneskja á þessum tímapunkti. Öll gagnrýnin á rétt á sér og ég skil vel alla gremjuna og vanþóknuna út í mig. Ég vil biðja alla afsökunar, alla þá sem trúðu á mig og alla þá sem ég særði með hegðun minni,“ sagði Romano Fenati. Romano Fenati apologises The Italian has shared a statement and apology#MotoGP https://t.co/G0dgkwiYlBpic.twitter.com/ogvy1dLKin — MotoGP (@MotoGP) September 10, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira