Dularfulla minkagildruhvarfið Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2018 09:00 Minkagildrurnar sem um ræðir eru meðal annars af þessari tegund. Þær eru faldar, vel festar og ljóst að það þarf að hafa talsvert fyrir því að stela þeim. Níu minkagildrum hefur verið stolið úr Skorradalnum að undanförnu. K. Hulda Guðmundsdóttir og hennar fólk sem búsett eru að Fitjum skilja ekkert hvernig í ósköpunum þetta má vera og klóra sér í kollinum.Ljóst að þarna fer einhver sem þekkir til „Kunningi okkar hefur um nokkurra missera skeið verið með minkagildrur á vel völdum stöðum hér á Fitjum, enda veitir ekki af að reyna að fækka varginum sem veður uppi. Ítrekað hafa gildrurnar horfið og hleypur tjónið á tugum þúsunda. Greinilegt er að þetta gerist af mannavöldum og höfum við brugðið á það ráð að setja upp eftirlitsmyndavélar. Það er frekar ömurlegt að þurfa að verjast með þessu móti.“ Hulda segir málið óupplýst en telur fyrirliggjandi að þarna fari um kunnáttumaður því það þarf að þekkja vel til ef menn vilja finna gildrurnar sem eru á sérvöldum stöðum, vandfundnar og vel festar. „Við getum ekki sett neitt slíkt fram,“ segir Hulda spurð hvort einhver liggi undir grun. Þetta er hið dularfyllsta og furðulegasta mál. Hún segir að ekkert liggi fyrir um hvað rekur menn til að stela gildrunum, hvort þarna geti verið dýravinir á ferð?< Hugsanlega á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum „Það eru til allskonar náttúruvinir. Gaman væri ef þjófurinn gæfi sig fram og þá sem slíkur. Minkurinn á sér engan óvin í náttúrunni og mannskepnan er að reyna að vinna á honum. Minkurinn vinnur ofboðslegt tjón í fuglavarpi hjá okkur,“ segir Hulda og er þá að tala um mófugla. Hún segir að ekki sé gaman að koma að þar sem minkurinn hefur látið til sín taka. Og vert sé að reyna að halda þessum vargi í skefjum. Hulda telur að hugsanlega séu þau á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum með því að koma fyrir myndavélum, en einhver ráð verði fólk að hafa til að verja eigur sínar. Dýr Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Sjá meira
Níu minkagildrum hefur verið stolið úr Skorradalnum að undanförnu. K. Hulda Guðmundsdóttir og hennar fólk sem búsett eru að Fitjum skilja ekkert hvernig í ósköpunum þetta má vera og klóra sér í kollinum.Ljóst að þarna fer einhver sem þekkir til „Kunningi okkar hefur um nokkurra missera skeið verið með minkagildrur á vel völdum stöðum hér á Fitjum, enda veitir ekki af að reyna að fækka varginum sem veður uppi. Ítrekað hafa gildrurnar horfið og hleypur tjónið á tugum þúsunda. Greinilegt er að þetta gerist af mannavöldum og höfum við brugðið á það ráð að setja upp eftirlitsmyndavélar. Það er frekar ömurlegt að þurfa að verjast með þessu móti.“ Hulda segir málið óupplýst en telur fyrirliggjandi að þarna fari um kunnáttumaður því það þarf að þekkja vel til ef menn vilja finna gildrurnar sem eru á sérvöldum stöðum, vandfundnar og vel festar. „Við getum ekki sett neitt slíkt fram,“ segir Hulda spurð hvort einhver liggi undir grun. Þetta er hið dularfyllsta og furðulegasta mál. Hún segir að ekkert liggi fyrir um hvað rekur menn til að stela gildrunum, hvort þarna geti verið dýravinir á ferð?< Hugsanlega á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum „Það eru til allskonar náttúruvinir. Gaman væri ef þjófurinn gæfi sig fram og þá sem slíkur. Minkurinn á sér engan óvin í náttúrunni og mannskepnan er að reyna að vinna á honum. Minkurinn vinnur ofboðslegt tjón í fuglavarpi hjá okkur,“ segir Hulda og er þá að tala um mófugla. Hún segir að ekki sé gaman að koma að þar sem minkurinn hefur látið til sín taka. Og vert sé að reyna að halda þessum vargi í skefjum. Hulda telur að hugsanlega séu þau á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum með því að koma fyrir myndavélum, en einhver ráð verði fólk að hafa til að verja eigur sínar.
Dýr Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Sjá meira