Viðskipti erlent

Ma yfirgefur Alibaba Group

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Jack Ma, stofnandi Alibaba Group.
Jack Ma, stofnandi Alibaba Group. Vísir/AFP
Jack Ma hyggst hætta sem stjórnarformaður Alibaba Group, félagsins sem rekur netverslanirnar Alibaba.com og AliExpress.com, í september 2019. Framkvæmdastjórinn Daniel Zhang mun taka við starfinu en Ma mun sitja í stjórn til 2020.

Ma er sagður ætla að einbeita sér að mannúðarstörfum. Í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær sagði hann að Zhang væri stórkostlegur leiðtogi og að undir hans stjórn hefði Alibaba vaxið síðustu þrettán ársfjórðunga samfleytt.

Fyrirtækið stofnaði Ma árið 1999 og hefur ör vöxtur þess leitt til þess að Ma varð einn ríkasti maður í heimi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×