Efnahagslegur bónusvinningur Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. september 2018 06:15 FRÉTTABLAÐIÐ/ „Þetta eru auðvitað miklar kerfisbreytingar sem um ræðir. Við erum að tala um að rafvæða samgöngur á tiltölulega stuttum tíma. Það þýðir að það þarf innviðauppbyggingu þannig að venjulegt fólk geti tekið þátt í þessu með okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í gær. Áætlunin samanstendur af 34 tillögum að aðgerðum sem ætlað er að mæta skuldbindingum stjórnvalda gagnvart Parísarsamningnum. Markmiðið er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030 miðað við losunina 1990. Skipta má tillögunum í tvo meginhluta. Annars vegar þær sem snúa að orkuskiptum í samgöngum og hins vegar aðgerðir um átak í kolefnisbindingu en markmið stjórnvalda er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Lagt er til að nýskráning bensín- og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030. Þá eru lagðar til ívilnanir til að flýta fyrir fjölgun umhverfisvænna bíla. Katrín segir að í fyrsta skipti fylgi alvöru fjármunir í verkefni tengd loftslagsmálum en alls verður 6,8 milljörðum varið í áætlunina. „Við erum líka komin lengra í að útfæra aðgerðir sem við teljum að geti skilað því markmiði sem við stefnum að. Ég skynja áhuga frá almenningi, sveitarfélögum og atvinnulífinu til þess að taka þátt í þessu.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist stoltur af áætluninni sem sé vel fjármögnuð. „Mér finnst tímabært að við komum auga á þann efnahagslega ávinning sem fylgir því að samgöngur verði knúnar af orkugjöfum sem við Íslendingar búum yfir og eru sjálfbærir. Það eykur efnahagslegt sjálfstæði okkar og er eins og bónusvinningur í þessu heildarsamhengi hlutanna.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að allir ríkisstjórnarflokkarnir fylki sér á bak við aðgerðir í loftslagsmálum. „Með þeim aðgerðum sem við erum að boða erum við í rauninni að taka fyrstu skrefin í að umbylta samgöngukerfinu okkar.“ Hann segir að skilaboðin til almennings og atvinnulífsins séu þau að bjóða þeim með í þessa vegferð. „Það er grundvallaratriðið, einhvers staðar þurfa stjórnvöld að byrja. Lykilatriði í þessu er fjármagnið sem við setjum í þetta og að við erum að taka heildstætt á loftslagsmálunum og horfa á alla geira samfélagsins.“Mikil aukning í losun frá stóriðju Á Íslandi jókst losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaðarferlum um 106 prósent milli 1990 og 2016 sem fyrst og fremst er rakið til uppbyggingar stóriðju. Losun frá stóriðju fellur ekki undir beinar skuldbindingar stjórnvalda í loftslagsmálum heldur undir evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Stefnt er að 43 prósenta minnkun á heildarlosun innan kerfisins til 2030 miðað við losun 1990. Samkvæmt áætluninni mun Ísland taka þátt í breyttu viðskiptakerfi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þótt stóriðja falli ekki beint undir skuldbindingar stjórnvalda geti hún tekið þátt í kolefnishlutleysi. „Ég hvet stóriðjuna til að gera það og hlakka til að sjá hana taka skref í þá átt líkt og aðrar greinar.“Siðferðisleg skylda gagnvart komandi kynslóðum Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að það sem hann hafi séð af aðgerðaáætluninni sé gott. „Það er ánægjulegt að við Íslendingar skulum ætla að taka þessa hluti fastari tökum. Við munum berjast með stjórnvöldum hverju sinni að öllum málum sem eru góð, nauðsynleg og skynsamleg.“ Hann segir þó að það eigi eftir að koma í ljós hvort um sé að ræða raunverulega aukningu fjármuna til loftslagsmála eða hvort verið sé að endurnýta fjármagn úr ríkisfjármálaáætlun. „Það er samt ekki spurning hvort við Íslendingar eigum að ráðast í aðgerðir, heldur erum við skuldbundin til þess. Bæði vegna alþjóðlegra skuldbindinga okkar og svo höfum við siðferðislega skyldu gagnvart komandi kynslóðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
„Þetta eru auðvitað miklar kerfisbreytingar sem um ræðir. Við erum að tala um að rafvæða samgöngur á tiltölulega stuttum tíma. Það þýðir að það þarf innviðauppbyggingu þannig að venjulegt fólk geti tekið þátt í þessu með okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í gær. Áætlunin samanstendur af 34 tillögum að aðgerðum sem ætlað er að mæta skuldbindingum stjórnvalda gagnvart Parísarsamningnum. Markmiðið er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030 miðað við losunina 1990. Skipta má tillögunum í tvo meginhluta. Annars vegar þær sem snúa að orkuskiptum í samgöngum og hins vegar aðgerðir um átak í kolefnisbindingu en markmið stjórnvalda er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Lagt er til að nýskráning bensín- og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030. Þá eru lagðar til ívilnanir til að flýta fyrir fjölgun umhverfisvænna bíla. Katrín segir að í fyrsta skipti fylgi alvöru fjármunir í verkefni tengd loftslagsmálum en alls verður 6,8 milljörðum varið í áætlunina. „Við erum líka komin lengra í að útfæra aðgerðir sem við teljum að geti skilað því markmiði sem við stefnum að. Ég skynja áhuga frá almenningi, sveitarfélögum og atvinnulífinu til þess að taka þátt í þessu.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist stoltur af áætluninni sem sé vel fjármögnuð. „Mér finnst tímabært að við komum auga á þann efnahagslega ávinning sem fylgir því að samgöngur verði knúnar af orkugjöfum sem við Íslendingar búum yfir og eru sjálfbærir. Það eykur efnahagslegt sjálfstæði okkar og er eins og bónusvinningur í þessu heildarsamhengi hlutanna.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að allir ríkisstjórnarflokkarnir fylki sér á bak við aðgerðir í loftslagsmálum. „Með þeim aðgerðum sem við erum að boða erum við í rauninni að taka fyrstu skrefin í að umbylta samgöngukerfinu okkar.“ Hann segir að skilaboðin til almennings og atvinnulífsins séu þau að bjóða þeim með í þessa vegferð. „Það er grundvallaratriðið, einhvers staðar þurfa stjórnvöld að byrja. Lykilatriði í þessu er fjármagnið sem við setjum í þetta og að við erum að taka heildstætt á loftslagsmálunum og horfa á alla geira samfélagsins.“Mikil aukning í losun frá stóriðju Á Íslandi jókst losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaðarferlum um 106 prósent milli 1990 og 2016 sem fyrst og fremst er rakið til uppbyggingar stóriðju. Losun frá stóriðju fellur ekki undir beinar skuldbindingar stjórnvalda í loftslagsmálum heldur undir evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Stefnt er að 43 prósenta minnkun á heildarlosun innan kerfisins til 2030 miðað við losun 1990. Samkvæmt áætluninni mun Ísland taka þátt í breyttu viðskiptakerfi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þótt stóriðja falli ekki beint undir skuldbindingar stjórnvalda geti hún tekið þátt í kolefnishlutleysi. „Ég hvet stóriðjuna til að gera það og hlakka til að sjá hana taka skref í þá átt líkt og aðrar greinar.“Siðferðisleg skylda gagnvart komandi kynslóðum Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að það sem hann hafi séð af aðgerðaáætluninni sé gott. „Það er ánægjulegt að við Íslendingar skulum ætla að taka þessa hluti fastari tökum. Við munum berjast með stjórnvöldum hverju sinni að öllum málum sem eru góð, nauðsynleg og skynsamleg.“ Hann segir þó að það eigi eftir að koma í ljós hvort um sé að ræða raunverulega aukningu fjármuna til loftslagsmála eða hvort verið sé að endurnýta fjármagn úr ríkisfjármálaáætlun. „Það er samt ekki spurning hvort við Íslendingar eigum að ráðast í aðgerðir, heldur erum við skuldbundin til þess. Bæði vegna alþjóðlegra skuldbindinga okkar og svo höfum við siðferðislega skyldu gagnvart komandi kynslóðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira