Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2018 14:03 Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna, Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, og Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra. Vísir/EPA Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. Skoðanakönnun Inizio sem unnin var fyrir Aftonbladet bendir til að margir Svíar eru jákvæðir í garð ríkisstjórnar sem samanstæði af flokkum úr bæði rauðgrænu fylkingunni og bandalagi borgaralegu flokkanna. Samkvæmt könnuninni vilja 41 prósent aðspurðra að mynduð verði stjórn með flokkum úr báðum hefðbundnu blokkunum. 32 prósent segjast vilja sjá minnihlutastjórn borgaralegu flokkanna sem nyti stuðnings Svíþjóðardemókrata. Fjórtán prósent segjast svo vilja að stærsta blokkin leiði ríkisstjórn, burtséð frá því hvor blokkin sé stærri, en tíu prósent aðspurðra segjast ekki vita hvernig stjórn skuli mynda.Segir nauðsynlegt að jarða blokkapólitíkina Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði á kosningakvöldinu að niðurstaða kosninganna yrði að túlka sem jarðarför gömlu blokkapólitíkurinnar. Nauðsynlegt væri fyrir að flokkana að geta unnið yfir miðju stjórnmálanna þegar kæmi að því verkefni að mynda ríkisstjórn. Löfven hefur sjálfur talað um það að hann vilji kanna að mynda stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum – flokkum sem báðir eru hluti bandalags borgaralegu flokkanna. Hann hefur þó fengið þau svör að þeir vilji að mynduð verði stjórn með Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, í forsæti.Sammála hugmyndum Löfven Könnun Kantar SIFO bendir einnig til að Svíar séu jákvæðir í garð hugmynda Löfven um að brjóta upp blokkapólitíkina. Þannig greinir Expressen frá því að 64 prósent aðspurðra séu sammála slíkum hugmyndum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði, en eins og staðan er nú eru rauðgrænu flokkarnir með 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 142. Þá eru Svíþjóðardemókratar með 63 þingsæti. Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan þingforseta. Sá mun svo tilnefna forsætisráðherra og mun þingið greiða atkvæði um hann. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. Skoðanakönnun Inizio sem unnin var fyrir Aftonbladet bendir til að margir Svíar eru jákvæðir í garð ríkisstjórnar sem samanstæði af flokkum úr bæði rauðgrænu fylkingunni og bandalagi borgaralegu flokkanna. Samkvæmt könnuninni vilja 41 prósent aðspurðra að mynduð verði stjórn með flokkum úr báðum hefðbundnu blokkunum. 32 prósent segjast vilja sjá minnihlutastjórn borgaralegu flokkanna sem nyti stuðnings Svíþjóðardemókrata. Fjórtán prósent segjast svo vilja að stærsta blokkin leiði ríkisstjórn, burtséð frá því hvor blokkin sé stærri, en tíu prósent aðspurðra segjast ekki vita hvernig stjórn skuli mynda.Segir nauðsynlegt að jarða blokkapólitíkina Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði á kosningakvöldinu að niðurstaða kosninganna yrði að túlka sem jarðarför gömlu blokkapólitíkurinnar. Nauðsynlegt væri fyrir að flokkana að geta unnið yfir miðju stjórnmálanna þegar kæmi að því verkefni að mynda ríkisstjórn. Löfven hefur sjálfur talað um það að hann vilji kanna að mynda stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum – flokkum sem báðir eru hluti bandalags borgaralegu flokkanna. Hann hefur þó fengið þau svör að þeir vilji að mynduð verði stjórn með Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, í forsæti.Sammála hugmyndum Löfven Könnun Kantar SIFO bendir einnig til að Svíar séu jákvæðir í garð hugmynda Löfven um að brjóta upp blokkapólitíkina. Þannig greinir Expressen frá því að 64 prósent aðspurðra séu sammála slíkum hugmyndum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði, en eins og staðan er nú eru rauðgrænu flokkarnir með 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 142. Þá eru Svíþjóðardemókratar með 63 þingsæti. Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan þingforseta. Sá mun svo tilnefna forsætisráðherra og mun þingið greiða atkvæði um hann.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30