Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2018 15:28 Forsetinn var ómyrkur í máli í ræðu sinni á Alþingi nú fyrir stundu. visir/epa Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ómyrkur í máli í ræðu sinni þá er hann setti þing í dag. Hann ávarpaði þingmenn og sagði að þeirra biði ærinn starfi. Forsetinn sagði að það væri vissulega svo að almenningur njóti nú réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. „Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum, vaxandi kostnaði við að hlúa að sjúkum, fötluðum og öldruðum, auk allra annarra sem þurfa aðhlynningar við,“ sagði Guðni meðal annars í ræðu sinni. Forsetinn sagðist vona að okkur bæri gæfu til að takast á við „hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá eins og ríkisráðsákvæðið á sínum tíma – og verja ekki heldur dýrmætri orku í dægurþras, dusta frekar vitleysuna í burtu.“Ræðu forseta Íslands í heild sinniÉg óska ykkur velfarnaðar í vandasömum störfum, ágætu alþingismenn. Ykkar bíða ærin verk, stór sem smá. Í ys og þys líðandi stundar reynist okkur stundum erfitt að greina á milli þess sem skiptir sköpum og hins sem fer í glatkistu tímans og geymist þar uns grúskarar og aðrir leita uppi vitnisburð og lærdóm úr liðinni tíð.Í ár minnumst við þess að öld er frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Það voru svo sannarlega tímamót, stórtíðindi sem vert er að hampa og halda á lofti. Aðdragandinn var langur og margt í þeirri sögu má heita furðulegt þegar litið er um öxl. Árum saman var þannig um það deilt af hörku í þessu húsi að málefni Íslands og Íslendinga voru formlega borin upp í ríkisráðinu danska. Landráðabrigsl flugu, flokkar voru stofnaðir og þeim sundrað um þetta hitamál. Eftir á að hyggja var það mest karp um keisarans skegg og þar að auki skiptu margir um skoðun eftir því hvernig vindar blésu.En fullveldið fékkst 1918 og hér erum við enn, sjálfstæð og fullvalda þjóð, flestum öðrum efnaðri, í friðsömu samfélagi. Almenningur nýtur hér réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. Þá gefa kannanir til kynna að óvíða um heim sé landslýður eins hamingjusamur. Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum, vaxandi kostnaði við að hlúa að sjúkum, fötluðum og öldruðum, auk allra annarra sem þurfa aðhlynningar við.Hvað er dýrmætara en heilsa og hamingja? Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? Hvað skiptir máli þegar allt kemur til alls? Í sumar lést fyrir aldur fram Stefán Karl Stefánsson leikari og baráttumaður fyrir bættum heimi, eftir langt stríð við illvígt mein. Slík glíma opnar oft augu fólks, bæði hinna veiku og þeirra sem nærri þeim standa. „Við sjáum lífið í öðru ljósi,“ sagði Stefán:„Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins sem við ættum öll að gera.“Nú skal varast að nota stóráföll eins til að segja öðrum að sætta sig bara við minni vanda. En margt má samt læra af æðruleysi af þessu tagi, gildismati og lífsviðhorfi. Og þegar við horfum saman fram á veg berum við vonandi gæfu til að takast á við hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá eins og ríkisráðsákvæðið á sínum tíma – og verja ekki heldur dýrmætri orku í dægurþras, dusta frekar vitleysuna í burtu.Í stjórnmálum getur vissulega verið erfitt að greina á milli þess stóra og smáa í hita leiksins, vissulega verður aldrei einhugur um hvað eigi heima hvar í þeim dilkadrætti, og vissulega er örðugt að spá fyrir um óráðna framtíð; en við myndum án efa búa vel í haginn fyrir okkur sjálf, æskuna og næstu kynslóðir með því að beina sjónum okkar í ríkari mæli en áður að lýðheilsu og geðvernd, forvörnum og forvirkum aðgerðum. Er þá ekki lastað það sem þegar er unnið í þeim efnum en með þessum hætti mætti auka heill og hamingju, og sennilega spara fé til lengri tíma í leiðinni.Ágætu alþingismenn: Um margt er deilt, innan og utan þessara veggja, og þannig á það að vera í öflugu lýðræðissamfélagi, í fullvalda og sjálfstæðu ríki. Engin ástæða er til að láta þess ógetið hér að þegar þing var sett fyrir áratug sáust blikur á lofti. Við tók bankahrun og búsáhaldabylting. Þá sortnaði yfir landi og þjóð en blessunarlega birti til. Í þjóðlífi og efnahag skiptast á skin og skúrir, verum ætíð undir það búin. En fögnum því um leið sem hefur áunnist í áranna rás og stefnum að frekari framförum fyrir alla. Við Íslendingar erum frjáls þjóð í fögru landi. Hinn fyrsta desember minnumst við hundrað ára fullveldis. Stöndum þá saman, sýnum sjálfum okkur og öðrum að þrátt fyrir allt er það meira sem sameinar okkur en það sem sundrar okkur. Og munum að lífið er núna.Ég bið alþingismenn að rísa úr sætum og minnast ættjarðarinnar. Alþingi Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ómyrkur í máli í ræðu sinni þá er hann setti þing í dag. Hann ávarpaði þingmenn og sagði að þeirra biði ærinn starfi. Forsetinn sagði að það væri vissulega svo að almenningur njóti nú réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. „Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum, vaxandi kostnaði við að hlúa að sjúkum, fötluðum og öldruðum, auk allra annarra sem þurfa aðhlynningar við,“ sagði Guðni meðal annars í ræðu sinni. Forsetinn sagðist vona að okkur bæri gæfu til að takast á við „hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá eins og ríkisráðsákvæðið á sínum tíma – og verja ekki heldur dýrmætri orku í dægurþras, dusta frekar vitleysuna í burtu.“Ræðu forseta Íslands í heild sinniÉg óska ykkur velfarnaðar í vandasömum störfum, ágætu alþingismenn. Ykkar bíða ærin verk, stór sem smá. Í ys og þys líðandi stundar reynist okkur stundum erfitt að greina á milli þess sem skiptir sköpum og hins sem fer í glatkistu tímans og geymist þar uns grúskarar og aðrir leita uppi vitnisburð og lærdóm úr liðinni tíð.Í ár minnumst við þess að öld er frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Það voru svo sannarlega tímamót, stórtíðindi sem vert er að hampa og halda á lofti. Aðdragandinn var langur og margt í þeirri sögu má heita furðulegt þegar litið er um öxl. Árum saman var þannig um það deilt af hörku í þessu húsi að málefni Íslands og Íslendinga voru formlega borin upp í ríkisráðinu danska. Landráðabrigsl flugu, flokkar voru stofnaðir og þeim sundrað um þetta hitamál. Eftir á að hyggja var það mest karp um keisarans skegg og þar að auki skiptu margir um skoðun eftir því hvernig vindar blésu.En fullveldið fékkst 1918 og hér erum við enn, sjálfstæð og fullvalda þjóð, flestum öðrum efnaðri, í friðsömu samfélagi. Almenningur nýtur hér réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. Þá gefa kannanir til kynna að óvíða um heim sé landslýður eins hamingjusamur. Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum, vaxandi kostnaði við að hlúa að sjúkum, fötluðum og öldruðum, auk allra annarra sem þurfa aðhlynningar við.Hvað er dýrmætara en heilsa og hamingja? Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? Hvað skiptir máli þegar allt kemur til alls? Í sumar lést fyrir aldur fram Stefán Karl Stefánsson leikari og baráttumaður fyrir bættum heimi, eftir langt stríð við illvígt mein. Slík glíma opnar oft augu fólks, bæði hinna veiku og þeirra sem nærri þeim standa. „Við sjáum lífið í öðru ljósi,“ sagði Stefán:„Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins sem við ættum öll að gera.“Nú skal varast að nota stóráföll eins til að segja öðrum að sætta sig bara við minni vanda. En margt má samt læra af æðruleysi af þessu tagi, gildismati og lífsviðhorfi. Og þegar við horfum saman fram á veg berum við vonandi gæfu til að takast á við hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá eins og ríkisráðsákvæðið á sínum tíma – og verja ekki heldur dýrmætri orku í dægurþras, dusta frekar vitleysuna í burtu.Í stjórnmálum getur vissulega verið erfitt að greina á milli þess stóra og smáa í hita leiksins, vissulega verður aldrei einhugur um hvað eigi heima hvar í þeim dilkadrætti, og vissulega er örðugt að spá fyrir um óráðna framtíð; en við myndum án efa búa vel í haginn fyrir okkur sjálf, æskuna og næstu kynslóðir með því að beina sjónum okkar í ríkari mæli en áður að lýðheilsu og geðvernd, forvörnum og forvirkum aðgerðum. Er þá ekki lastað það sem þegar er unnið í þeim efnum en með þessum hætti mætti auka heill og hamingju, og sennilega spara fé til lengri tíma í leiðinni.Ágætu alþingismenn: Um margt er deilt, innan og utan þessara veggja, og þannig á það að vera í öflugu lýðræðissamfélagi, í fullvalda og sjálfstæðu ríki. Engin ástæða er til að láta þess ógetið hér að þegar þing var sett fyrir áratug sáust blikur á lofti. Við tók bankahrun og búsáhaldabylting. Þá sortnaði yfir landi og þjóð en blessunarlega birti til. Í þjóðlífi og efnahag skiptast á skin og skúrir, verum ætíð undir það búin. En fögnum því um leið sem hefur áunnist í áranna rás og stefnum að frekari framförum fyrir alla. Við Íslendingar erum frjáls þjóð í fögru landi. Hinn fyrsta desember minnumst við hundrað ára fullveldis. Stöndum þá saman, sýnum sjálfum okkur og öðrum að þrátt fyrir allt er það meira sem sameinar okkur en það sem sundrar okkur. Og munum að lífið er núna.Ég bið alþingismenn að rísa úr sætum og minnast ættjarðarinnar.
Alþingi Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira