Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2018 21:30 Lars Løkke Rasmussen tekur sjálfu fyrir einn mótmælenda með Kim Kielsen á hina hlið. Mynd/TV-2, Danmörku. Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Andstæðingar samningsins mótmæltu komu danska forsætisráðherrans til Nuuk í gær en talið er að Danir vilji með fjárframlaginu koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það er lýsandi fyrir stöðu flugvallarmála Grænlands að Lars Løkke Rasmussen þurfti að koma á þyrlu í innanlandsflugi til Nuuk frá flugvellinum í Kangerlussuaq en fjármunina á meðal annars að nota til að leggja nýja 2.200 metra flugbraut í Nuuk fyrir stærri flugvélar. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og leiðtogi Siumut-flokksins, tók á móti danska starfsbróður sínum með faðmlagi.Andstæðingar mótmæltu flugvallasamningnum við fundarstaðinn í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Hópur mótmælenda beið þeirra í hjarta Nuuk þar sem skrifað var undir samning um 28 milljarða króna fjárframlag Dana til uppbyggingar alþjóðaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, en danska ríkið verður við það þriðjungs eigandi vallanna. Samhliða kosta Grænlendingar sjálfir gerð nýs flugvallar í Qaqortoq. Á mótmælaspjöldum mátti lesa þessi skilaboð til danska forsætisráðherrans: Nýlendustjórn! Farðu heim! Einn fjögurra stjórnarflokka, Partii Naleraq, sá sem ákafast berst fyrir sjálfstæði Grænlands, sleit stjórnarsamstarfinu í fyrradag til að mótmæla aðkomu Dana, sem flokkurinn segir fela í sér afskipti af innanríkismálum Grænlands. Það kom þó ekki í veg fyrir að Kim Kielsen skrifaði undir samkomulagið með stuðningi þriggja stjórnarflokka, en hann þarf nú að afla því meirihlutastuðnings á grænlenska þinginu um leið og hann freistar þess að mynda nýja meirihlutastjórn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu samninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Samningurinn kveður á um að danska ríkið veiti einnig ríkisábyrgð á lánum til framkvæmdanna frá Norræna fjárfestingabankanum. Áður höfðu birst fréttir af áhyggjum í Danmörku og innan NATO um að Grænlendingar væru að leita til Kínverja um samstarf við flugvallagerðina, en hún er talin afar mikilvæg fyrir framtíð Grænlands. Þannig fór Kim Kielsen í opinbera heimsókn til Kína í fyrra þar sem hann ræddi við þarlenda ráðamenn um þátttöku í innviðauppbyggingu á Grænlandi. Þá hafði Jim Mattis, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, í vor varað við áhuga Kínverja á Grænlandi.Nýlendustjórn. Farðu heim. Þessi skilaboð blöstu við danska forsætisráðherranum á mótmælaspjöldum í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Gjafmildi Dana snýst í raun um að halda Kína frá verkefninu, að mati dansks varnarmálasérfræðings. Og Lars Løkke kveðst ekki í vafa um að hann hafi stuðning danska þingsins: „Ef Grænland á verða efnahagslega sjálfstætt, og öflugra, þá verður að fjárfesta. Og fjárfestingar eru ekki eitthvað sem fellur af himnum ofan,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur, í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV-2. Og ekki var stemmningin verri en svo að danski forsætisráðherrann heilsaði upp á mótmælendur í veðurblíðunni í Nuuk og smellti af sér sjálfu, eins og sjá má hér í frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Andstæðingar samningsins mótmæltu komu danska forsætisráðherrans til Nuuk í gær en talið er að Danir vilji með fjárframlaginu koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það er lýsandi fyrir stöðu flugvallarmála Grænlands að Lars Løkke Rasmussen þurfti að koma á þyrlu í innanlandsflugi til Nuuk frá flugvellinum í Kangerlussuaq en fjármunina á meðal annars að nota til að leggja nýja 2.200 metra flugbraut í Nuuk fyrir stærri flugvélar. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og leiðtogi Siumut-flokksins, tók á móti danska starfsbróður sínum með faðmlagi.Andstæðingar mótmæltu flugvallasamningnum við fundarstaðinn í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Hópur mótmælenda beið þeirra í hjarta Nuuk þar sem skrifað var undir samning um 28 milljarða króna fjárframlag Dana til uppbyggingar alþjóðaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, en danska ríkið verður við það þriðjungs eigandi vallanna. Samhliða kosta Grænlendingar sjálfir gerð nýs flugvallar í Qaqortoq. Á mótmælaspjöldum mátti lesa þessi skilaboð til danska forsætisráðherrans: Nýlendustjórn! Farðu heim! Einn fjögurra stjórnarflokka, Partii Naleraq, sá sem ákafast berst fyrir sjálfstæði Grænlands, sleit stjórnarsamstarfinu í fyrradag til að mótmæla aðkomu Dana, sem flokkurinn segir fela í sér afskipti af innanríkismálum Grænlands. Það kom þó ekki í veg fyrir að Kim Kielsen skrifaði undir samkomulagið með stuðningi þriggja stjórnarflokka, en hann þarf nú að afla því meirihlutastuðnings á grænlenska þinginu um leið og hann freistar þess að mynda nýja meirihlutastjórn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu samninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Samningurinn kveður á um að danska ríkið veiti einnig ríkisábyrgð á lánum til framkvæmdanna frá Norræna fjárfestingabankanum. Áður höfðu birst fréttir af áhyggjum í Danmörku og innan NATO um að Grænlendingar væru að leita til Kínverja um samstarf við flugvallagerðina, en hún er talin afar mikilvæg fyrir framtíð Grænlands. Þannig fór Kim Kielsen í opinbera heimsókn til Kína í fyrra þar sem hann ræddi við þarlenda ráðamenn um þátttöku í innviðauppbyggingu á Grænlandi. Þá hafði Jim Mattis, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, í vor varað við áhuga Kínverja á Grænlandi.Nýlendustjórn. Farðu heim. Þessi skilaboð blöstu við danska forsætisráðherranum á mótmælaspjöldum í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Gjafmildi Dana snýst í raun um að halda Kína frá verkefninu, að mati dansks varnarmálasérfræðings. Og Lars Løkke kveðst ekki í vafa um að hann hafi stuðning danska þingsins: „Ef Grænland á verða efnahagslega sjálfstætt, og öflugra, þá verður að fjárfesta. Og fjárfestingar eru ekki eitthvað sem fellur af himnum ofan,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur, í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV-2. Og ekki var stemmningin verri en svo að danski forsætisráðherrann heilsaði upp á mótmælendur í veðurblíðunni í Nuuk og smellti af sér sjálfu, eins og sjá má hér í frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent