Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Íþróttadeild skrifar 11. september 2018 20:54 Rúnar Már Sigurjónsson í baráttu við þá Jan Vertonghen og Vincent Kompany á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/Vilhelm Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. Íslenska liðið byrjaði nokkuð vel í leiknum en eftir að Belgar náðu valdi á boltanum eftir um korters leik sá Ísland boltann varla. Frammistaðan var mun betri en gegn Sviss um helgina og það hafa hærra skrifuð lið en Ísland tapað fyrir Belgum. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum Íslands einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 5 Hann hefur átt betri daga í markinu, virkaði ekki alveg nógu öruggur á köflum. Það má kannski setja smá spurningamerki við hann í öðru markinu en gat lítið gert í hinum tveimur.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 6 Skilaði fínu dagsverki í dag. Gaf ekki mikið af sér sóknarlega, enda lítið um sóknarleik hjá íslenska liðinu í þessum leik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 6 Átti sínar lykiltæklingar sem hann skilar svo vel og var nokkuð stöðugur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 4 Gaf vítaspyrnuna, var augljóslega brotlegur. Hann hefur ekki enn náð að sanna sig almennilega sem arftaki Kára í miðverðinum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 5 Átti ágætis leik. Var kominn óvenju mikið í sóknarleikinn undir lokin þegar Íslendingarnir fengu að halda boltanum aðeins.Birkir Bjarnason, miðjumaður - 5 Það hefur oft sést meira til Birkis, það fór frekar lítið fyrir honum inn á miðjunni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 6 Það var mikill munur á miðjunni í þessum leik frá þeim síðasta þar sem Emil vantaði. Reynslan og róin skilaði sér vel á miðsvæðinu í dag.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Mjög duglegur í pressunni og hljóp úr sér lungun eins og svo oft áður. Þar sem liðinu sem heild gekk illa að koma sér í sóknarstöður fékk hann lítið til þess að búa til.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður - 7 Besti maður Íslands í dag. Var hrikalega öflugur í upphafi, datt svo aðeins niður eins og allt liðið þegar leið á fyrri hálfleik. Kom aftur sterkur inn eftir leikhléið, hann nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel í dag.Ari Freyr Skúlason, vinstri kantmaður - 5 Svipað og með Hörð á hinum kantinum þá átti Ari ágætis leik og skilaði sínu dagsverki þokkalega af sér.Jón Daði - Böðvarsson, framherji - 6 Fékk úr litlu að moða en bjó til hættulegasta færi Íslands snemma í leiknum. Var duglegur og átti fína spretti þegar Ísland fór af stað í sókn.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 71. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðlaugur Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Ara Frey Skúlason á 80. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. Íslenska liðið byrjaði nokkuð vel í leiknum en eftir að Belgar náðu valdi á boltanum eftir um korters leik sá Ísland boltann varla. Frammistaðan var mun betri en gegn Sviss um helgina og það hafa hærra skrifuð lið en Ísland tapað fyrir Belgum. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum Íslands einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 5 Hann hefur átt betri daga í markinu, virkaði ekki alveg nógu öruggur á köflum. Það má kannski setja smá spurningamerki við hann í öðru markinu en gat lítið gert í hinum tveimur.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 6 Skilaði fínu dagsverki í dag. Gaf ekki mikið af sér sóknarlega, enda lítið um sóknarleik hjá íslenska liðinu í þessum leik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 6 Átti sínar lykiltæklingar sem hann skilar svo vel og var nokkuð stöðugur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 4 Gaf vítaspyrnuna, var augljóslega brotlegur. Hann hefur ekki enn náð að sanna sig almennilega sem arftaki Kára í miðverðinum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 5 Átti ágætis leik. Var kominn óvenju mikið í sóknarleikinn undir lokin þegar Íslendingarnir fengu að halda boltanum aðeins.Birkir Bjarnason, miðjumaður - 5 Það hefur oft sést meira til Birkis, það fór frekar lítið fyrir honum inn á miðjunni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 6 Það var mikill munur á miðjunni í þessum leik frá þeim síðasta þar sem Emil vantaði. Reynslan og róin skilaði sér vel á miðsvæðinu í dag.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Mjög duglegur í pressunni og hljóp úr sér lungun eins og svo oft áður. Þar sem liðinu sem heild gekk illa að koma sér í sóknarstöður fékk hann lítið til þess að búa til.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður - 7 Besti maður Íslands í dag. Var hrikalega öflugur í upphafi, datt svo aðeins niður eins og allt liðið þegar leið á fyrri hálfleik. Kom aftur sterkur inn eftir leikhléið, hann nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel í dag.Ari Freyr Skúlason, vinstri kantmaður - 5 Svipað og með Hörð á hinum kantinum þá átti Ari ágætis leik og skilaði sínu dagsverki þokkalega af sér.Jón Daði - Böðvarsson, framherji - 6 Fékk úr litlu að moða en bjó til hættulegasta færi Íslands snemma í leiknum. Var duglegur og átti fína spretti þegar Ísland fór af stað í sókn.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 71. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðlaugur Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Ara Frey Skúlason á 80. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira