Sverrir Ingi: Erfitt að eiga við Lukaku Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 21:57 Sverrir Ingi í baráttu við Romelu Lukaku í kvöld. Vísir/Vilhelm „Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Belgum í kvöld. Sverrir sagði mörkin tvö sem Belgar skoruðu á stuttum tíma í fyrri hálfleik hafa drepið leikinn fyrir Ísland. „Munurinn á því í dag og á laugardaginn var að við hengdum ekki haus og duttum ekki í eitthvað sem við eigum að gera. Við leituðum að þriðja markinu sem hefðu opnað leikinn en náðum því ekki.“ Belgía er í þriðja sæti heimslista FIFA og því ljóst fyrir leik að um geysierfiða andstæðinga væri að ræða. „Belgía er lið í heimsklassa, með leikmenn sem spila með bestu liðum í heimi og líklega eitt besta landslið í heimi ásamt Frökkum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessi lið og við eigum sterka leikmenn inni sem geta skipt sköpum,“ sagði Sverrir en Ísland lék án Arons Einars Gunnarssonar, Alfreðs Finnbogasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar í dag. „Það komu leikmenn inn sem gerðu vel og svo erum við með nýjan þjálfara. Þetta mun taka aðeins meiri tíma og við þurfum að vera þolinmóðir. Vonandi getum við nýtt þessa leiki í það að vera sem best undirbúnir fyrir það sem framundan er.“ Sverrir sagði Erik Hamrén þjálfara ekki hafa farið í neinar stórvægilegar breytingar fyrir leikina tvo gegn Sviss og Belgíu. „Auðvitað er hann með sínar hugmyndir um það hvernig við eigum að spila og það er erfitt að koma þeim í gegn þegar hann fær 3-4 æfingar fyrir fyrsta leik. Leikurinn á laugardag var eitthvað sem við vorum ekki sáttir við og við ákváðum í dag að fara aftur yfir grunnatriðin og það gekk til að byrja með í dag. Það var allt annað að sjá liðið í dag,“ bætti Sverrir við og var ekki mikið að þræta fyrir vítið sem hann fékk dæmt á sig í fyrri hálfleik þegar Belgar komust yfir. „Það er erfitt að eiga við Lukaku einn á einn. Hann kemst framfyrir mig og ég reyni að trufla hann, hvort sem það er víti eða ekki það veit ég ekki. Hann dæmir og það er lítið hægt að gera í því.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
„Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Belgum í kvöld. Sverrir sagði mörkin tvö sem Belgar skoruðu á stuttum tíma í fyrri hálfleik hafa drepið leikinn fyrir Ísland. „Munurinn á því í dag og á laugardaginn var að við hengdum ekki haus og duttum ekki í eitthvað sem við eigum að gera. Við leituðum að þriðja markinu sem hefðu opnað leikinn en náðum því ekki.“ Belgía er í þriðja sæti heimslista FIFA og því ljóst fyrir leik að um geysierfiða andstæðinga væri að ræða. „Belgía er lið í heimsklassa, með leikmenn sem spila með bestu liðum í heimi og líklega eitt besta landslið í heimi ásamt Frökkum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessi lið og við eigum sterka leikmenn inni sem geta skipt sköpum,“ sagði Sverrir en Ísland lék án Arons Einars Gunnarssonar, Alfreðs Finnbogasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar í dag. „Það komu leikmenn inn sem gerðu vel og svo erum við með nýjan þjálfara. Þetta mun taka aðeins meiri tíma og við þurfum að vera þolinmóðir. Vonandi getum við nýtt þessa leiki í það að vera sem best undirbúnir fyrir það sem framundan er.“ Sverrir sagði Erik Hamrén þjálfara ekki hafa farið í neinar stórvægilegar breytingar fyrir leikina tvo gegn Sviss og Belgíu. „Auðvitað er hann með sínar hugmyndir um það hvernig við eigum að spila og það er erfitt að koma þeim í gegn þegar hann fær 3-4 æfingar fyrir fyrsta leik. Leikurinn á laugardag var eitthvað sem við vorum ekki sáttir við og við ákváðum í dag að fara aftur yfir grunnatriðin og það gekk til að byrja með í dag. Það var allt annað að sjá liðið í dag,“ bætti Sverrir við og var ekki mikið að þræta fyrir vítið sem hann fékk dæmt á sig í fyrri hálfleik þegar Belgar komust yfir. „Það er erfitt að eiga við Lukaku einn á einn. Hann kemst framfyrir mig og ég reyni að trufla hann, hvort sem það er víti eða ekki það veit ég ekki. Hann dæmir og það er lítið hægt að gera í því.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30
Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54
Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00