Ungur íslenskur aðdáandi fékk treyju Lukaku eftir leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2018 10:30 Heppinn. vísir/vilhelm Romelu Lukaku, framherji Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, átti stórleik fyrir belgíska landsliðið í gærkvöldi þegar að það vann Ísland, 3-0, í Þjóðadeildinni í fótbolta. Eftir erfiða byrjun gegn íslenska liðinu sem var öflugt til að byrja með fiskaði Romelu Lukaku vítaspyrnu þegar að Sverrir Ingi Ingason braut á honum en úr vítinu skoraði Eden Hazard af miklu öryggi. Lukaku skoraði svo sjálfur mark af stuttu færi eftir hornspyrnu og hann innsiglaði svo frábæra frammistöðu sína og belgíska liðsins með marki úr teignum eftir fyrirgjöf í seinni hálfleik. Það lá vel á Belganum stóra eftir leik en hann gaf sér góðan tíma til að fagna með stuðningsmönnum Belgíu eftir leik sem voru um 600 talsins í Laugardalnum í gær. Lukaku var í svo góðu skapi að hann gaf ungum íslenskum aðdáanda treyjuna sína eftir leik en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði það augnablik. Eins og sjá má var heldur betur ánægja með þessa gjöf Lukaku enda Belginn einn af bestu framherjum heims í dag. Aðdáandinn íslenski þarf heldur betur að borða skyrið sitt í framtíðinni ef hann ætlar að komast í þessa treyju en Romelu Lukaku er enginn smá dreki. Hann er rúmir 190 cm og um 95 kíló. Þessi fer upp á vegg, eða hvað?vísir/vilhelm Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Lagerbäck sá síðasti sem fór svona illa með Ísland í Laugardalnum Umboðsmaður núverandi þjálfara skoraði í öruggum sigri Svía. 12. september 2018 09:00 Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 22:45 Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. 11. september 2018 21:59 Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. 11. september 2018 22:16 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Romelu Lukaku, framherji Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, átti stórleik fyrir belgíska landsliðið í gærkvöldi þegar að það vann Ísland, 3-0, í Þjóðadeildinni í fótbolta. Eftir erfiða byrjun gegn íslenska liðinu sem var öflugt til að byrja með fiskaði Romelu Lukaku vítaspyrnu þegar að Sverrir Ingi Ingason braut á honum en úr vítinu skoraði Eden Hazard af miklu öryggi. Lukaku skoraði svo sjálfur mark af stuttu færi eftir hornspyrnu og hann innsiglaði svo frábæra frammistöðu sína og belgíska liðsins með marki úr teignum eftir fyrirgjöf í seinni hálfleik. Það lá vel á Belganum stóra eftir leik en hann gaf sér góðan tíma til að fagna með stuðningsmönnum Belgíu eftir leik sem voru um 600 talsins í Laugardalnum í gær. Lukaku var í svo góðu skapi að hann gaf ungum íslenskum aðdáanda treyjuna sína eftir leik en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði það augnablik. Eins og sjá má var heldur betur ánægja með þessa gjöf Lukaku enda Belginn einn af bestu framherjum heims í dag. Aðdáandinn íslenski þarf heldur betur að borða skyrið sitt í framtíðinni ef hann ætlar að komast í þessa treyju en Romelu Lukaku er enginn smá dreki. Hann er rúmir 190 cm og um 95 kíló. Þessi fer upp á vegg, eða hvað?vísir/vilhelm
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Lagerbäck sá síðasti sem fór svona illa með Ísland í Laugardalnum Umboðsmaður núverandi þjálfara skoraði í öruggum sigri Svía. 12. september 2018 09:00 Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 22:45 Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. 11. september 2018 21:59 Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. 11. september 2018 22:16 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Lagerbäck sá síðasti sem fór svona illa með Ísland í Laugardalnum Umboðsmaður núverandi þjálfara skoraði í öruggum sigri Svía. 12. september 2018 09:00
Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 22:45
Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. 11. september 2018 21:59
Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. 11. september 2018 22:16