Fordæmalaus tillaga um að ESB refsi Ungverjum samþykkt Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2018 14:40 Rúmur meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu í Strasbourg greiddi tillögunni atkvæði sitt. Vísir/EPA Evrópuþingið samþykkti í dag fordæmalausar refsiaðgerðir gegn Ungverjalandi vegna brota á grunngildum Evrópusambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tveir af hverjum þremur Evrópuþingmönnum hafi greitt refsiaðgerðunum atkvæði sitt. Þetta er í fyrsta skipti sem tillaga af þessu tagi sem beinist að einu aðildarríkjanna er samþykkt. Leiðtogar aðildarríkjanna þurfa hins vegar að samþykkja tillöguna áður en sambandið beitir Ungverjalandi aðgerðum á grundvelli hennar. Ungverjar gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins ef tillagan hlýtur endanlegt samþykki. Ólíklegt er þó talið að það gerist. Ríkisstjórn Orban hefur rekið sérstaklega harða stefnu í innflytjendamálum. Þannig hafa stjórnvöld sett lög sem banna lögmönnum og aðgerðasinnum að aðstoða hælisleitendum á þeim forsendum að með því séu þeir að stuðla að „ólöglegum innflutningi fólks“. Þá eru ásakanir um mikla spillingu auk þess sem stjórnvöld setji þrýsting á dómskerfið og kosningakerfið. Evrópuþingið lýsti einnig áhyggjum af stöðu tjáningar-, fundar- og trúfrelsis í Ungverjalandi auk réttinda flóttamanna og minnihlutahópa eins og gyðinga og rómafólks. Orban hefur hafnað ásökunum Evrópuríkjanna. Kallar hann tillögu Evrópuþingsins „fjárkúgun“ og móðgun við Ungverjaland. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, kallaði samþykkt tillögunnar „ómerkilega hefnd“ stjórnmálamanna „sem styðja innflytjendur“. Evrópusambandið Ungverjaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Orban vill banna kynjafræði Rökin eru að vinnuveitendur hafi ekki áhuga á kynjafræðingum. Andstæðingar Orban telja bannið hluta af herferð hans gegn þeim sem standa gegn íhaldsstefnu hans. 15. ágúst 2018 11:39 Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Mannréttindavaktin segir ríkisstjórnina neita hælisleitendum um mat til að fá þá til að draga áfrýjanir til baka. Mannréttindabaráttusamtök gagnrýna meðferðina og segja hana ómannúðlega. 23. ágúst 2018 06:30 Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Sjá meira
Evrópuþingið samþykkti í dag fordæmalausar refsiaðgerðir gegn Ungverjalandi vegna brota á grunngildum Evrópusambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tveir af hverjum þremur Evrópuþingmönnum hafi greitt refsiaðgerðunum atkvæði sitt. Þetta er í fyrsta skipti sem tillaga af þessu tagi sem beinist að einu aðildarríkjanna er samþykkt. Leiðtogar aðildarríkjanna þurfa hins vegar að samþykkja tillöguna áður en sambandið beitir Ungverjalandi aðgerðum á grundvelli hennar. Ungverjar gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins ef tillagan hlýtur endanlegt samþykki. Ólíklegt er þó talið að það gerist. Ríkisstjórn Orban hefur rekið sérstaklega harða stefnu í innflytjendamálum. Þannig hafa stjórnvöld sett lög sem banna lögmönnum og aðgerðasinnum að aðstoða hælisleitendum á þeim forsendum að með því séu þeir að stuðla að „ólöglegum innflutningi fólks“. Þá eru ásakanir um mikla spillingu auk þess sem stjórnvöld setji þrýsting á dómskerfið og kosningakerfið. Evrópuþingið lýsti einnig áhyggjum af stöðu tjáningar-, fundar- og trúfrelsis í Ungverjalandi auk réttinda flóttamanna og minnihlutahópa eins og gyðinga og rómafólks. Orban hefur hafnað ásökunum Evrópuríkjanna. Kallar hann tillögu Evrópuþingsins „fjárkúgun“ og móðgun við Ungverjaland. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, kallaði samþykkt tillögunnar „ómerkilega hefnd“ stjórnmálamanna „sem styðja innflytjendur“.
Evrópusambandið Ungverjaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Orban vill banna kynjafræði Rökin eru að vinnuveitendur hafi ekki áhuga á kynjafræðingum. Andstæðingar Orban telja bannið hluta af herferð hans gegn þeim sem standa gegn íhaldsstefnu hans. 15. ágúst 2018 11:39 Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Mannréttindavaktin segir ríkisstjórnina neita hælisleitendum um mat til að fá þá til að draga áfrýjanir til baka. Mannréttindabaráttusamtök gagnrýna meðferðina og segja hana ómannúðlega. 23. ágúst 2018 06:30 Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Sjá meira
Ríkisstjórn Orban vill banna kynjafræði Rökin eru að vinnuveitendur hafi ekki áhuga á kynjafræðingum. Andstæðingar Orban telja bannið hluta af herferð hans gegn þeim sem standa gegn íhaldsstefnu hans. 15. ágúst 2018 11:39
Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Mannréttindavaktin segir ríkisstjórnina neita hælisleitendum um mat til að fá þá til að draga áfrýjanir til baka. Mannréttindabaráttusamtök gagnrýna meðferðina og segja hana ómannúðlega. 23. ágúst 2018 06:30
Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33
Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30
Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00