Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi traust á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem líklega næði aldrei jafnmiklum hæðum og rétt fyrir hrun, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún lagði einnig mikla áherslu á hraðar samfélagsbreytingar á tímum „fjóru iðnbyltingarinnar“ svokölluðu og sagðist jafnframt bjartsýn á að breytingar á stjórnarskránni nái fram að ganga. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld og fylgjast má með umræðunum í beinni útsendingu hér á Vísi. Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún ræddi baráttu gegn kynferðisofbeldi, heilbrigðismál og samgöngumál, svo fátt eitt sé nefnt, og sagði ríkisstjórnina hafa ráðist í nauðsynlega uppbyggingu þessara samfélagslegu innviða frá fyrsta degi. Þörfin sé brýn, enda geri spár ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum.Arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í þjóðarsjóð Þá kom einnig fram í ræðu Katrínar að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson muni leggja fram frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Sjóðurinn verði eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar og þar sé ætlunin að setja arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. „Annars vegar til að leggja fyrir til framtíðar en hins vegar til að ráðast í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og til að styrkja rannsóknir og nýsköpun.“ Um önnur efnahagsleg verkefni ríkisstjórnarinnar sagði Katrín að nefnd um endurskoðun peningastefnunnar hafi skilað af sér í júní síðastliðnum. Í framhaldi af þeirri vinnu hyggst Katrín leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann eftir áramót.280 bókstafir Trumps á Twitter og valdajafnvægi Í lok stefnuræðunnar ræddi Katrín sérstaklega traust á stjórnmál á tímum mikilla samfélagsbreytinga, nýrra miðla og þróunar í upplýsingastreymi. „Ljóst er að traust á stjórnmálum og stjórnsýslu dvínaði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vaxandi án þess að jafnast á við það sem áður var. Líklega verður traust á stjórnmálum og stjórnsýslu aldrei jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun,“ sagði Katrín. Með samfélagsmiðla og breytingar á stjórnmálaumræðu til hliðsjónar minntist Katrín á annan þjóðarleiðtoga, Donald Trump, Bandaríkjaforseta. „Þegar slík umskipti verða á miðlaumhverfinu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að miðillinn sníði skilaboðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði alþjóðasamskipta, þar sem valdamesti maður heims, sjálfur Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á Twitter. Eins og við þekkjum úr sögunni þá geta slík umskipti breytt miklu um valdajafnvægið í samfélaginu.“Bjartsýn á samstöðu um stjórnarskrárbreytingar Að síðustu boðaði Katrín endurskoðun stjórnarskrárinnar og sagði formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað nokkrum sinnum um málið. „Þetta hafa verið góðir fundir og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á að breið samstaða skapist um breytingar á stjórnarskrá sem vísa veginn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi traust á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem líklega næði aldrei jafnmiklum hæðum og rétt fyrir hrun, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún lagði einnig mikla áherslu á hraðar samfélagsbreytingar á tímum „fjóru iðnbyltingarinnar“ svokölluðu og sagðist jafnframt bjartsýn á að breytingar á stjórnarskránni nái fram að ganga. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld og fylgjast má með umræðunum í beinni útsendingu hér á Vísi. Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún ræddi baráttu gegn kynferðisofbeldi, heilbrigðismál og samgöngumál, svo fátt eitt sé nefnt, og sagði ríkisstjórnina hafa ráðist í nauðsynlega uppbyggingu þessara samfélagslegu innviða frá fyrsta degi. Þörfin sé brýn, enda geri spár ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum.Arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í þjóðarsjóð Þá kom einnig fram í ræðu Katrínar að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson muni leggja fram frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Sjóðurinn verði eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar og þar sé ætlunin að setja arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. „Annars vegar til að leggja fyrir til framtíðar en hins vegar til að ráðast í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og til að styrkja rannsóknir og nýsköpun.“ Um önnur efnahagsleg verkefni ríkisstjórnarinnar sagði Katrín að nefnd um endurskoðun peningastefnunnar hafi skilað af sér í júní síðastliðnum. Í framhaldi af þeirri vinnu hyggst Katrín leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann eftir áramót.280 bókstafir Trumps á Twitter og valdajafnvægi Í lok stefnuræðunnar ræddi Katrín sérstaklega traust á stjórnmál á tímum mikilla samfélagsbreytinga, nýrra miðla og þróunar í upplýsingastreymi. „Ljóst er að traust á stjórnmálum og stjórnsýslu dvínaði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vaxandi án þess að jafnast á við það sem áður var. Líklega verður traust á stjórnmálum og stjórnsýslu aldrei jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun,“ sagði Katrín. Með samfélagsmiðla og breytingar á stjórnmálaumræðu til hliðsjónar minntist Katrín á annan þjóðarleiðtoga, Donald Trump, Bandaríkjaforseta. „Þegar slík umskipti verða á miðlaumhverfinu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að miðillinn sníði skilaboðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði alþjóðasamskipta, þar sem valdamesti maður heims, sjálfur Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á Twitter. Eins og við þekkjum úr sögunni þá geta slík umskipti breytt miklu um valdajafnvægið í samfélaginu.“Bjartsýn á samstöðu um stjórnarskrárbreytingar Að síðustu boðaði Katrín endurskoðun stjórnarskrárinnar og sagði formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað nokkrum sinnum um málið. „Þetta hafa verið góðir fundir og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á að breið samstaða skapist um breytingar á stjórnarskrá sem vísa veginn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00