Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 20:02 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni.Í máli Loga kom fram að ýmislegt bendi til þess að efnahagslífið væri aftur á leið niður eftir að hafa verið á „tindi hagsveiflu“ í langan tíma. Komandi mánuðir væru afgerandi þar sem stjórnvöld undanfarinna ára hafi ekki nýtt svigrúm til að jafna kjörin nægilega og auka félagslegan stöðugleika.„Það þarf ekki sterka raunveruleikatengingu til að sjá að góðærið hefur ekki náð til allra. Stór hópur fólks upplifir það í besta falli gegnum meðaltöl, glanstímarit eða fréttir af launahækkunum tekjuhárra, m.a. okkar,“ sagði Logi sem gagnrýndi orð stjórnmálamanna um að stjórnvöld ættu ekki að blanda sér um of í kjarasamninga.„Stjórn ríkis er hins vegar ekki eins og hver annar sjoppurekstur og hlutverk stjórnvalda er að skapa öllum landsmönnum viðunandi aðstæður og öryggi,“ sagði Logi og því þyrftu stjórnvöld að koma með afgerandi hætti að lausn samninga sem framundan eru.Líkti ríkisstjórninni við matardisk í fermingarveisluÞá gagnrýndi Logi einnig þá hugmynd að gagnlegt væri að ríkisstjórnin væri mynduð á breiðum grundvelli flokka sem í grundvallaratriðum ósammmála um leiðir og markmið og vísaði hann þar til núverandi ríkisstjórnar sem mynduð er af Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og VG, sem nær alla leið frá hægri til vinstri.Sagði Logi að slíkt kallaði á of mikla eftirgjöf frá grundvallargildum og líkti hann stjórnarsamstarfinu við matardisk í fermingarveislu.„Það er nefnilega einungis gleðin yfir áfanganum - samvistir fjölskyldunnar, sem skapar ljúfar minningar um undarlega samsetningu á matardiski í fermingarveislu. Roastbeef, graflax, lamb, rauðkál, rækjuhlaup með brúnni sósu, saman á disk, er ekki í áhugavert í sjálfu sér,“ sagði Logi sem taldi að stjórnmál ættu ekki að vera huggulegur selskapsklúbbur.„Við getum t.d. stutt við mótun frekari loftlagsaðgerða en ekki sætt okkur við of lítið fé til sjúkrahúsþjónustu, metnaðarleysi í menntamálum eða ömulegt úrræðaleysi í húsnæðismálum.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni.Í máli Loga kom fram að ýmislegt bendi til þess að efnahagslífið væri aftur á leið niður eftir að hafa verið á „tindi hagsveiflu“ í langan tíma. Komandi mánuðir væru afgerandi þar sem stjórnvöld undanfarinna ára hafi ekki nýtt svigrúm til að jafna kjörin nægilega og auka félagslegan stöðugleika.„Það þarf ekki sterka raunveruleikatengingu til að sjá að góðærið hefur ekki náð til allra. Stór hópur fólks upplifir það í besta falli gegnum meðaltöl, glanstímarit eða fréttir af launahækkunum tekjuhárra, m.a. okkar,“ sagði Logi sem gagnrýndi orð stjórnmálamanna um að stjórnvöld ættu ekki að blanda sér um of í kjarasamninga.„Stjórn ríkis er hins vegar ekki eins og hver annar sjoppurekstur og hlutverk stjórnvalda er að skapa öllum landsmönnum viðunandi aðstæður og öryggi,“ sagði Logi og því þyrftu stjórnvöld að koma með afgerandi hætti að lausn samninga sem framundan eru.Líkti ríkisstjórninni við matardisk í fermingarveisluÞá gagnrýndi Logi einnig þá hugmynd að gagnlegt væri að ríkisstjórnin væri mynduð á breiðum grundvelli flokka sem í grundvallaratriðum ósammmála um leiðir og markmið og vísaði hann þar til núverandi ríkisstjórnar sem mynduð er af Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og VG, sem nær alla leið frá hægri til vinstri.Sagði Logi að slíkt kallaði á of mikla eftirgjöf frá grundvallargildum og líkti hann stjórnarsamstarfinu við matardisk í fermingarveislu.„Það er nefnilega einungis gleðin yfir áfanganum - samvistir fjölskyldunnar, sem skapar ljúfar minningar um undarlega samsetningu á matardiski í fermingarveislu. Roastbeef, graflax, lamb, rauðkál, rækjuhlaup með brúnni sósu, saman á disk, er ekki í áhugavert í sjálfu sér,“ sagði Logi sem taldi að stjórnmál ættu ekki að vera huggulegur selskapsklúbbur.„Við getum t.d. stutt við mótun frekari loftlagsaðgerða en ekki sætt okkur við of lítið fé til sjúkrahúsþjónustu, metnaðarleysi í menntamálum eða ömulegt úrræðaleysi í húsnæðismálum.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00