Bíó og sjónvarp

Mads svaraði Hrönn loksins!

Benedikt Bóas skrifar
Mads Mikkelsen í hlutverki Hannibal Lecter.
Mads Mikkelsen í hlutverki Hannibal Lecter. Vísir/Getty
Mads Mikkelsen, danski stórleikarinn sem talar fimm tungumál og Íslendingar þekkja úr myndum á borð við Jagten (The Hunt) og Casino Royale, kemur til með að taka við heiðursverðlaunum kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár. Hátíðin fram fer dagana 27. september til 7. október.

Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, hefur sent leikaranum bréf á hverju ári í þó nokkur ár og loksins þáði stórleikarinn boðið. Leikarinn dvaldi hér á landi í 22 daga við tökur á kvikmyndinni Arctic í fyrra og hefur greinilega líkað dvölin svo vel að hann stóðst ekki mátið að koma aftur til Íslands.

Mads er menntaður ballettdansari og byrjaði að leika í kvikmyndum árið 1996.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.